Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 74
54 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Íslendingar þurfa að horfast
í augu við sig sjálfa. Þeir
voru ekki neyddir til að
dansa með í góðærinu. Við
erum það sem við hugsum
og við þurfum að hugsa
málin upp á nýtt. Njörður
P. Njarðvík gaf nýlega út
ljóðabókina Hlustaðu á
ljósið og segir hrunið sem
slíkt afskaplega óljóðrænt.
Enda kemur það ekki beint
við sögu í bókinni, en þar er
hvatt til uppbyggingar og
sjálfsskoðunar. Samlíðunar
og heiðarleika.
Í Hlustaðu á ljósið má lesa mynd-
ir úr náttúrunni, hugleiðingar um
eilífðina og verund málleysingj-
anna. Þar eru ljóð ort á Þræla-
strönd Afríku jafnt sem Vest-
fjörðum. Höfundur lítur inn á við
og hvetur lesanda til að gera slíkt
hið sama, að leita þess sem máli
skiptir.
Njörður lýsir bók sinni þannig
að hún sé niðurstaða þess sem
honum þykir mikilverðast, þar
sem dregin er saman staða
mannsins í náttúru og mannlegri
tilveru.
„Í fyrsta hluta eru Sumarljóð
við sjóinn, um náttúru og dýr,
einkum fugla, en þar er engin
manneskja. Síðasti flokkurinn
kallast á við þann fyrsta og fjallar
um vatnið. Eðli þess og hvað þessi
undirstaða alls á jörðinni gerir,
en Þales, upphafsmaður grískrar
heimspeki, leit svo á að vatn væri
grundvöllur alls,“ segir Njörður.
Hann telur að maðurinn geti
ekki þrifist án tengsla við nátt-
úruheiminn. Eðli mannsins fylgi
náttúrunni.
„Skelfilegasti staður sem ég hef
komið til er New York. Þar sem
maðurinn hefur tekið sig út úr
náttúrunni og umkringt sig með
dauða. Malbik og steinsteypa.
Hvernig á maðurinn að geta þrif-
ist í malbiki og steinsteypu? Við
erum hluti lífskeðjunnar, eins og
taóisminn segir, við erum hluti
af lífsorkunni, þessum skapandi
mætti sem streymir um alheim-
inn. Farfuglar fljúga ekki af því
þá langi til þess. Það er bara
þeirra eðli,“ segir hann.
Séð í gegnum fátæktina
En í bókinni eru einnig ljóð frá
Tógó á vesturströnd Afríku, þar
sem Njörður hefur verið með
annan fótinn síðustu ár.
„Þegar við síkvartandi Íslend-
ingar förum suður til Afríku þá
veltir maður því fyrir sér hvort
við höfum misst sjónar á lífinu.
Fyrst sér maður bara eymd og
fátækt, en síðan sér maður í gegn-
um það og inn í sjálft fólkið. Þetta
fátæka fólk býr yfir mikilli reisn.
Ég held ég hafi tvisvar séð mann í
skítugum fötum í Tógó. Fólkið þar
er hreint, ber sig vel, það brosir
og er gestrisið og gott fólk, sem
illa hefur verið farið með,“ segir
höfundur.
Njörður hefur verið virkur í
góðgerðarsamtökunum Spes og
því kunnugur á Tógó. Spurður
nánar um staðinn og stjórnarfar
á Þrælaströndinni, segir hann
að á þrettán árum hafi hann hitt
fimm forsætisráðherra þar úti.
„Enginn þeirra hefur skipað sig
seðlabankastjóra.“
Horfumst í augu við okkur
Njörður hefur skrifað á þriðja
tug bóka, sem margar hverjar
hafa verið þýddar á erlend mál.
Frá mörgum nýju ljóðanna stafar
friður og ró, sem fer ekki alveg
saman við það sem hefur sést af
Nirði upp á síðkastið. Hann hefur
til dæmis gengið fram og heimtað
að hér verði stofnað nýtt lýðveldi.
Hann skýrir þetta misræmi með
því að flest ljóðin hafi verið skrif-
uð fyrir bankahrunið. En mörg
þeirra passa við nýja tíma.
Í þriðja hluta bókarinnar, Þú
hittir sjálfan þig fyrir, má til
dæmis finna sígildar
vangaveltur tengd-
ar sjálfsskoðun ein-
staklingsins.
„Ef maður fer að
hugsa almennilega
um ástandið þá er
þetta hrun afleið-
ing af okkar eigin
hugsunargangi.
Búdda segir að
við séum það
sem við hugs-
um. Allt sem við
erum sprett-
ur af hugsun-
um okkar, og
með hugsun-
um sköpum
við heiminn.
Það sem ger-
ist hjá okkur
kemur innan frá. Við þurfum
að horfast í augu við okkur sjálf
og hætta að vera ginningarfífl.
Það var enginn sem neyddi okkur
til að gera það sem við gerðum.
Við dönsuðum með eins og fábján-
ar. Hugsunarlaust,“ segir Njörður
og rifjar upp Spaugstofuna, þegar
hún fjallaði um dótistana.
„Ef við höldum að tilgangur
lífsins sé að safna í
kringum
okkur drasli
e ð a a ð
tilgangur inn
sé fótbolti, til
hvers erum við
þá að lifa?
Samkennd það
sem öllu skiptir
Njörður kveður
tilganginn fel-
ast í samlíðun,
frekar en sókn
eftir vindi. „Dalai
Lama segir að
það sé ekki nauð-
synlegt að iðka
trú. Trúariðkun er
engin trygging fyrir
góðri manneskju,
en það sem er alveg
nauðsyn- legt er samkennd,“
segir hann. Samkennd og virðing.
„Allt of marga í okkar fámennu
þjóð skortir virðingu fyrir öðrum
og sjálfum sér. Á þjóðfundinum
um daginn var talað um heiðar-
leika en heiðarleiki án sjálfsvirð-
ingar er ómögulegur.“
Án þessa sé útséð með árangur
af lýðræði og samfélagi. Gott
dæmi séu dónalegir þingmenn
sem gjamma í sífellu.
„Íslendingar kunna ekki að
ræða saman. Það er eins og allar
samræður eigi að vera hanaat. Og
hver er árangurinn af hanaati?“
Niðurstaðan
Það getur enginn verið sáttur við
sjálfan sig nema búa að innri friði,
segir Njörður. Allt kemur innan
frá, allt byrjar þar.
„En við erum svo grunnhyggin
að við höldum að við getum leyst
andleg vandamál með ytri aðgerð-
um. Við læknum ekki þunglyndi
með plástri. Þegar fjörutíu pró-
sent af umferðarslysum eru vímu-
slys, sem aldrei eru skrásett sem
slík, þá ætla menn að fara að leysa
það með því að tvöfalda veg!“
Hann segir í lokin að Íslending-
ar eigi að stofna nýtt lýðveldi með
nýrri stjórnarskrá, byrja með autt
blað. Maður í brunarústum byggi
sér nýtt hús.
„Við höfum beðið ósigur fyrir
okkur sjálfum. Ef maður missir
vald á lífi sínu hvað gerir maður
þá? Maður játar vanmátt sinn og
byrjar upp á nýtt.“
Hrunið kom að innan
NJÖRÐUR PÉTURSSON NJARÐVÍK Mundar hér nýútkomna bók sína, Hlustaðu á ljósið, en svo vill til að myndin á veggnum er einmitt sú sem prýðir kápu bókarinnar. Verkið
heitir Jökull og er eftir Guðmund Ármann Sigurjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tveir stubbar
skima fram úr skálmunum
Hann hefur útbúið sér
ofurlítinn fleka
og ýtir sér áfram
á hnúunum
Gangstéttin er sæmilega
greiðfær
en rauð mold Afríku erfiðari
Ég held hún sé úr blóði
segir hann og brosir
Hann biður ekki um neitt
en bíður þarna
á gatnamótunum
á hverjum morgni
Þannig urðum við málvinir
Mig munar lítið um
að lauma að honum
litlum seðli
- eins konar aðgöngumiða
að afsökun
ÚR SUMARLJÓÐ-
UM VIÐ SJÓINN