Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 78

Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 78
58 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Terminator (1984) Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton Kostnaður: 6,4 milljónir dala Aliens (1986) Aðalhlutverk: Sigourney Weaver og Michael Biehn Kostnaður: 18,5 milljónir dala The Abyss (1989) Aðalhlutverk: Ed Harris og Mary Elizabeth Mastrantonio Kostnaður: 69,5 milljónir dala Terminator 2 (1991) Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger og Edward Furlong Kostnaður: 102 milljónir dala True Lies (1994) Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger og Jamie Lee Curtis Kostnaður: 110 milljónir dala Titanic (1997) Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio og Kate Winslet Kostnaður: 200 milljónir dala HELSTU KVIKMYNDIR CAMERONS > VÍSAR BILBO Á DYR Tobey Maguire hefur vísað því á bug að hann muni leika Bilbo Baggins í Hobbitanum, forleikn- um að Hringadrottins- sögu sem Guillermo del Toro leikstýrir og Peter Jackson framleiðir. Hann ku vera upptekinn við að leika Peter Parker, betur þekktan sem Spiderman. Fáheyrt er að beðið sé eftir íslenskri bíó- mynd með jafn mikilli eftirvæntingu og beðið er eftir Bjarnfreðarsyni. Myndin verður forsýnd um helgina í Sambíóunum og verður miðasala á sýningarnar þar. Myndin tekur upp þráðinn þar sem Fangavaktin skildi við hana eða þegar Georg losnar úr fangelsi og reynir að hefja nýtt líf. Jafnframt verður brugðið upp svip- myndum af æsku Georgs sem var í meira lagi undarleg og stjórnað af baráttukonunni Bjarnfreði. Aðstandendur Bjarnfreðarsonar hafa verið duglegir við að beita ýmsum óhefðbundnum meðulum í kynningu á myndinni. Samskiptasíðan Facebook hefur verið notuð óspart og á myndin nú fjórtán þúsund aðdáendur. Þeir bíða væntanlega allir spenntir eftir því að berja myndina augum. Þá mun Pétur Jóhann Sigfússon bregða sér í gervi Ólafs Ragnars og stjórna morgunþætti á FM 957 á föstudaginn. Ástæðan er víst sú að Ólafur Ragnar er ráðinn á útvarpsstöðina sem kynnir í myndinni um Bjarnfreðarson. Myndin verður síðan frumsýnd formlega hinn 26. desember en í aðalhlutverkum eru sem fyrr áðurnefndur Pétur, Jón Gnarr og Jör- undur Ragnarsson. Leikstjóri er Ragnar Bragason en hann hefur gefið það út, formlega, að þetta verði síðasti naglinn í líkkistu þessa fyrirbæris. Sambíóin forsýna aðra mynd um helg- ina. Það er The Princess and the Frog og er teiknimynd frá Disney-risanum. Myndin markar nokkur tímamót því þetta er fyrsta myndin í ansi langan tíma þar sem notast er við gömlu teikni- myndatæknina en ekki tölvutækin eins og hátturinn hefur verið á undanfarin ár. Það virðist hafa skilað sér því myndin er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna. - fgg Styttist í Bjarnfreðarson KÍKIR Í BÍÓ Bjarnfreðarson verður forsýnd í Sambíóunum um helgina og þá verður loksins bundinn endahnútur á sögu Vaktar-þríeykisins. James Cameron, leikstjóri Avatar, var sniðugur þegar hann taldi Sig- ourney Weaver á að leika dr. Grace Augustine í myndinni. Dr. Augustine er sú sem hannar Avatar-líkamana sem gerir mönnunum kleift að rann- saka hina forboðnu plánetu Pandora og komast í kynni Na‘vi-þjóðflokk- inn. Í huga aðdáenda svokallaðra sci-fi-mynda er Sigourney Weaver gyðja og Ellen Ripley og barátta hennar við geimverurnar á hinni óþekktu plánetu í Alien-mynda- flokknum mun lifa um ókomna tíð. Að minnsta kosti í þessum geira. Í fjölmiðlum þar vestra hafa áhang- endur Alien-myndanna fagnað því ákaft að loksins skuli Sigourney fá alvöruhlutverk, miðaldra vísinda- menn þurfi nefnilega ekki alltaf að vera karlar. Endurkomu Sigourney hefur verið fagnað af kvikmyndaaðdá- endum um allan heim. Enda hefur þessi magnaða leikkona haft fremur hægt um sig og smám saman verið að hverfa á vit sjónvarpsþátta. Enda eru ekkert mörg kvikmyndahand- rit í Hollywood um þessar mundir sem eru klæðskerasniðin fyrir konu sem er nýorðin sextug. Síðasta „stór- mynd“ sem Sigourney lék í var ein- mitt Alien: Resurrection en það er fjórða og síðasta myndin í þessum magnaða bálki. Fram að því hafði Sigourney haft úr flottum verkefn- um að velja en því miður er æsku- dýrkunin allsráðandi í kvikmynda- borginni Hollywood. Sigourney virðist hafa þá ásýnd og útgeislun að hún leikur yfirleitt konur sem éta karla í morgunmat. Hún var til að mynda tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmyndinni Working Girl þar sem hún þrælaði Melanie Griffith út. Sama ár, 1989, var hún tilnefnd fyrir hlutverk sem var svolítið ólíkt hennar helstu persón- um, hún lék Dian Fossey í Michael Apted-kvikmyndinni Gorillaz in the Mist en gengið var fram hjá henni í bæði skiptin. Sigourney snýr aftur FÆR GÓÐA DÓMA Sigourney Weaver hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í Avatar og það er mörgum gleðiefni að þetta hörkutól skuli loks fá almennilegt hlutverk eftir að hafa nánast legið í dvala frá því Ellen Ripley var og hét. Sam Worthington, sem leikur Jake Sully í Avatar, gæti hugsan- lega orðið næsta stórstjarna Holly- wood ef marka má árlegan lista Forbes. Bandaríska viðskiptatíma- ritið birti á dögunum lista yfir þá tíu leikara sem setja munu mark sitt á árið 2010 og er Worthington á honum. Ein af stjörnum 2010 WORTHINGTON Peningamönnum í Holly- wood rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir heyra James Cameron nefndan á nafn. Kannski er það engin furða, því Camer- on hikar ekki við að reyna að breyta kvikmyndasög- unni einn síns liðs. Nýjasta kvikmynd James Camer- on, Avatar, hefur framkallað svip- aða spennu, ef ekki meiri, og þegar fyrsta Hringadróttins-kvikmyndin var frumsýnd. Og voru kvikmynda- áhugamenn þá eins og sjö ára börn klukkan hálfsex á aðfangadags- kvöldi. Myndin gerist á plánet- unni Pandora árið 2154 og segir frá leitar flokki sem hyggst finna auðlindir plánetunnar og rannsaka hvort hægt sé að nýta þær í þágu jarðarbúa. Andrúmsloftið á Pand- ora er einstakt, dýralífið engu líkt og þar ræður ríkjum þjóðflokk- ur sem nefnist Na’vi. Þeir sem til- heyra honum búa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt, eru þrír metrar á hæð og hafa ótrúlega hreyfigetu. Til að mannfólkið geti komist í tæri við þessa plánetu upp á eigin spýt- ur hefur vísindahópur leiðangurs- ins hannað sérstaka genabreytingu sem gerir þá í hópnum líka Na’vi. Fremstur í flokki er hermaðurinn Jake Sully sem er lamaður fyrir neðan mitti eftir skotárás en með genabreytingunni er honum hins vegar gert kleift að ganga upp á nýtt. Sully heillast af þessum bláa þjóðflokki og þegar Na’vi-menn gera sér grein fyrir innrás mann- fólksins undirbúa þeir vörn plánet- unnar og Sully þarf að ákveða hvor- um megin hann vill vera. Cameron sem guð Orðið Avatar er tekið úr sanskrít og þýðir umbreyting guðlegrar veru í manneskju. Það þarf ekki að koma neinum kvikmyndaáhugamanni á óvart að James Cameron skuli einmitt hafa valið þetta orð. Hann kemur nefnilega mörgum þannig fyrir sjónir að vilja leika Guð hvað hvíta tjaldið varðar. Enginn opin- ber kostnaður hefur verið gefinn upp í kringum Avatar en margir sérfræðingar vestan hafs skjóta á 500 milljónir dala sem líklega upp- hæð. Slíkar tölur eru náttúrlega stjarnfræðilegar á íslenskan mæli- kvarða miðað við núverandi gengi, sem gerir kostnaðinn 63 milljarða króna samkvæmt myntbreytu Arion banka. True Lies, önnur mynd Camerons, fékk þann stimpil að vera „dýrasta mynd kvikmynda sögunnar“ enda fékk leikstjórinn að láni orrustu- þotu frá bandaríska hernum. Leigan á þeim er víst engir smá aurar. Brýr voru þar að auki sprengdar og svo var Arnold Schwarzenegger í aðal- hlutverkinu. Ekki má heldur gleyma stórmyndum á borð við The Abyss, Terminator-kvikmyndunum tveim- ur sem Cameron leikstýrði og svo Aliens, sjálfstæðu framhaldi geim- verukvikmyndar Ridley Scott frá 1978. Cameron kann þá list, senni- lega manna best, að búa til alvöru stórmyndir. Titanic-æðið En það var með Titanic sem Camer- on varð hálfgerður kóngur, eins og hann sagði reyndar sjálfur þegar hann rústaði Óskarinn fyrir tólf árum. Hún er í níunda sæti yfir dýrustu kvikmyndir sögunnar og Cameron breytti með henni hug- myndum Hollywood um hvernig mætti gera kvikmynd. Hann skaut Kate Winslet og Leonardo DiCaprio svo hátt upp á stjörnuhimininn að þau verða alla ævi að ná sér þaðan niður og hann varð sjálfur hálfgerð goðsagnapersóna. Titanic var Cleopatra nýrrar kyn- slóðar. Skipslíkanið af þessu mikla fleyi heillaði heimsbyggðina og þótt flestir fái grænar bólur þegar þeir heyra Celine Dion syngja My Heart Will Go On er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að Titanic fékk hvorki á sig brotsjó né sigldi á ísjaka heldur komst í örugga höfn magnaðrar miðasölu. Áhorfendur um allan heim greiddu tvo millj- arða dala. Myntbreyta Arion banka lýgur ekki: 253 milljarðar íslenskra króna. Bara í miðasölu. Tækninýjungar Of langt mál færi í að telja upp allar þær tækninýjungar sem hafa verið þróaðar í kringum Avatar. En nefna má að Cameron skrifaði handritið að Avatar 1994 en sagðist ekki ætla að gera hana fyrr en kvikmyndatækninni hefði fleygt nægjanlega mikið fram til að hægt væri að gera hana eins og hann vildi. Cameron þróaði sérstakar tökuvélar fyrir mynd- ina og sviðsmynd sem gerir leik- urunum kleift að komast í tæri við tæknibrellurnar sjálfar. Myndin verður sýnd í „venjulegri“ vídd og svo þrívídd en þeir sem hafa séð brot úr myndinni í báðum gæðum segja það vera eins og að líkja saman eplum við appelsínur; þrí- víddarútgáfan sé svo sannarlega eitthvað nýtt í kvikmyndatækn- inni og sýni það og sanni að bíó- heimurinn geti þróast áfram. Og hvað svo, kynni einhver að spyrja. Er möguleiki fyrir Camer- on að seilast enn nær sólinni? Og fer þá ekki fyrir honum eins og Íkarusi. Cameron trúir því auð- vitað ekki sjálfur, hann hefur lýst því yfir að ef Avatar gangi vel muni tvær framhaldsmyndir líta dagsins ljós. Síðan hefur hann verið að vinna að kvikmynd af svipaðri stærðargráðu sem á að rata í kvikmyndahús eftir tvö ár. Allavega er hægt að bóka eitt: Cameron mun ekki leikstýra róm- antískri gaman mynd í litlu sveita- þorpi með Jennifer Aniston og Mark Ruffalo í aðalhlutverki, svo mikið er víst. Stjarnfræðilegur Cameron AVATAR CAMERONS Einhverjir kynnu að telja Cameron hafa snert af mikilmennskubrjálæði, hann lýsti því jú yfir sjálfur að hann væri konungur heimsins á Óskarverð- laununum um árið. Nýjasta kvikmynd hans, Avatar, er mikið tækniundur, nýrri kvikmyndatökutækni er beitt sem ýmsir telja að muni breyta ásýnd kvikmyndanna næstu áratugina. NORDIC PHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.