Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 82

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 82
62 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Bókaupplestur er orðinn að árlegum viðburði fyrir jól á skemmtistaðnum Boston. Upplesturinn fer fram á laugardag og eru það rithöfundarnir Oddný Eir Ævarsdóttir, Huldar Breiðfjörð, Kristín Ómarsdóttir, Jón Karl Helgason og Snorri Ásmunds- son sem munu lesa upp úr bókum sínum. Listamaðurinn Haraldur Jónsson stendur fyrir uppákomunni og er þetta þriðja árið sem slíkur bókaupplestur fer fram. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir fólk til að koma og smakka á jólarjóma bók- menntanna. Þetta er mjög fjölbreytt safn bóka sem fjalla um ýmislegt misjafnt. Ein er ævisaga sem gerist á þremur dögum, önnur gerist á heilsuhæli, sú þriðja gerist í ónefndri borg sem erfitt er að stað- setja á landakorti en allir þekkja, enn ein spáir um nýja tíma og svo er þarna einnig frumleg ferðasaga sem gerist í Færeyjum,“ útskýrir Haraldur og bætir við að erfitt hafi verið að velja bækur úr því bóka- flóði sem kemur út fyrir jólin. „Það er sagt að stund ákvörðunarinnar sé augnablik sturlunar. Það var erfitt að velja úr þeim stóra hópi rithöfunda sem eru að gefa út fyrir jólin en ég reyndi að velja sögur sem mér þóttu myndrænar í frásögn og sem falla ekki endilega undir hið hefðbundna íslenska söguform.“ Haraldur hvetur alla bókaunnendur að mæta og tekur fram að hægt verði að kaupa jólaglögg og pipar kökur á meðan hlýtt er á lesturinn. Upplesturinn hefst klukkan 16 á laugardag og fær hver höfundur um fimmtán mínútur til upplestrar. - sm Bókalestur og jólaglögg MENNINGARLEGUR Haraldur Jónsson listamaður segir að erfitt hafi verið að velja úr hópi þeirra rithöfunda sem gefa út fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Platan Grín skrín með gamanmálum Ara Eldjárn kemur út í dag og verður til í Eymundsson. Þar eru grínatriði sem Ari hefur verið að troða upp með á þessu ári, bæði í útvarpi og á sviði. „Þarna eru nokkrir sketsar, meðal ann- ars Bubbi á færibandi, og heilt uppi- stand. Þar er fjallað um Björgvin G. Sigurðsson, Búsáhaldabyltinguna, Hr. Hafnarfjörð, leðurhomma, Bubba í Idol 1980, Þursaflokkinn í Playstation og fleira,“ segir Ari. „Þetta er svo fersk plata að nýjasti sketsinn er þriggja daga gamall. Hann gengur undir nafninu Jarðarför aldarinnar og fjallar um aug- lýsingagerðarmann sem hefur unnið hjá FM í tuttugu ár og fær það verkefni að gera auglýsingu fyrir erfidrykkju gamals manns. Ég sendi nokkrum kunningjum mínum hann til skoðunar og svo var hann allt í einu bara kom- inn út um allt á netinu daginn eftir. Sjálfum Svala á FM fannst hann svo fyndinn að hann hringdi í mig og bauð mér í viðtal. Ég er bara á leiðinni.“ Ari er hluti af grínteyminu Mið-Ísland, sem er það sniðug- asta sem hefur verið að gerast í grínmálum landsins lengi. Ari er líka einn af þeim sem skrifa Skaupið í ár og nú er hann búinn að gefa út disk. Hann hefur meira að segja verið í Kastljósinu með gamanefni sitt! Er hægt að toppa þetta?„Þetta er alla- vega eitthvað,“ segir hann, „en ég held samt að 2010 verði meira ár. Ég ætla að vera mjög virkur enda er mikið af fólki sem er í góðu stuði fyrir grín.“ Hópurinn Mið- Ísland treður upp á Batterí- inu (áður sadó-masóklúbbur- inn Ýmir) á föstudagskvöldið og þar koma fram ásamt Ara þeir Bergur Ebbi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð auk þess sem Þorsteinn Guðmundsson og Hugleikur Dagsson verða sérstakir gestir. Ari kynnir svo Grín skrínið í verslun Eymundsson í Kringlunni á laugardaginn kl. 16. - drg Ari Eldjárn gerir gríndisk 2010 VERÐUR ÁRIÐ Ari Eld- járn úr hópnum Mið-Ísland gefur út Grín skrín, geisla- disk með gamanmálum sínum. Leikkonan Halle Berry hefur unnið sem sjálfboðaliði í kvennaathvarfi í Los Ang- eles um nokkurt skeið. Hún hefur einnig gerst talsmaður Jenesse-sam- takanna sem berjast gegn heimilisofbeldi og styrkir samtökin að auki fjárhags- lega. „Ég varð vitni að því þegar faðir minn beitti móður mína grófu ofbeldi og ég gat ekkert gert til að stöðva það. Faðir minn sló móður mína af engu tilefni. Ég veit hvaða áhrif ofbeldi sem þetta hefur á fjölskyldur, ég hef upplifað það sem þessar konur eru að ganga í gegnum,“ viðurkenndi Berry sem fyrirgaf föður sínum aldrei harð- ræðið. Hún segir móður sína enn spyrja sig þeirrar spurningar af hverju hún hafi ekki flúið aðstæðurnar. Berry er nú í sambandi með kanadísku fyrirsæt- unni Gabriel Aubry og eiga þau saman tveggja ára gamla dóttur, Nahla. Hún segist vera hamingju- söm en viðurkennir að hafa ekki alltaf valið réttu mennina til að vera með. „Ég valdi ranga menn. Þeir voru ekki alltaf góðir,“ sagði Berry, sem missti heyrn á öðru eyra eftir að fyrrverandi kærasti sló hana. Talar gegn ofbeldi TALSMAÐUR GEGN OFBELDI Halle Berry missti heyrn á öðru eyra eftir barsmíðar fyrrverandi kærasta. > ÓTTAST FÆÐINGUNA Christina Milian segist vera stressuð fyrir fæðingu dótt- ur sinnar og óttast helst að hún fæðist fyrir tímann. Söngkonan gengur nú með sitt fyrsta barn og er sett- ur fæðingardagur í febrúar á næsta ári, en hún giftist upptöku- stjóranum og lagahöfundinum The Dream í september síðastliðnum. Lindsay Lohan verður að sækja áfengisfræðslutíma vikulega. Leik- konan, sem er á skilorði vegna ölv- unaraksturs, hefur nú verið dæmd til að sækja fræðslu um áhrif áfengis og verða fræðslutím- arnir að vera algjört for- gangsatriði hjá henni. Dómurinn var kveð- inn upp í dómsalnum í Beverly Hills á þriðjudag og samkvæmt slúður- vefsíðunni TMZ sagði dómarinn Marsha Revel að það væri sama hvað kæmi upp hjá Lohan, hvort sem það tengd- ist vinnu eða ekki þá yrði hún að mæta í tímana. Þá hefur leik- konan tíma til 15. júlí á næsta ári til að ljúka sex mánaða fræðslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lindsay er tekin fyrir akstur undir áhrifum. Árið 2007 var hún tvisv- ar sinnum handtekin undir áhrif- um kókaíns. Þá var hún einnig í tvígang tekin fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Leikkonan hefur verið í Indlandi upp á síðkastið þar sem hún tekur upp mynd um mansal þar í landi, en er nú komin aftur til Bandaríkj- anna þar sem hún ætlar að eyða jólunum. Dæmd á skólabekk HEFUR SEX MÁNUÐI Lindsay Lohan verður að vera búin að ljúka sex mánuðum af áfengisfræðslu fyrir 15. júlí á næsta ári. Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent í gær. Meðal þeirra voru hljómsveitirnar Bloodgroup og Hjaltalín. Um er að ræða sérstaka viður- kenningu Kraumstónlistarsjóðs til þeirra verka sem hafa þótt fram- úrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Kraumur mun styðja við sigur- plöturnar og jafnframt auka mögu- leika flytjendanna á að koma þeim á framfæri utan landsteinanna með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis. Dómnefnd Kraumslistans er skipuð sextán aðilum sem hafa síðustu ár starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Tuttugu plötur voru tilnefndar til Kraums-verðlaunanna í ár. Á meðal hljómsveita og tónlistar- manna sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í þetta sinn eru Dikta, Egill Sæbjörns- son, múm og Feldberg. Á síðasta ári unnu plötur Agent Fresco, FM Belfast, Huga Guðmundssonar, Ísafoldar, Mammúts og Retro Stefson. Fengu Kraumsverðlaunin HARALDUR LEVÍ Haraldur Leví Gunnars- son hjá Record Records-útgáfunni var á meðal gesta. VERÐLAUNAHAFAR Kraumsverðlaunin voru afhent í annað sinn gær við hátíðlega athöfn. Hér stilla verðlaunahafarnir sér upp saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGURVEGARAR Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins Bloodgroup - Dry Land Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of My Childhood Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Hjaltalín - Terminal Morðingjarnir - Flóttinn mikli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.