Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 84

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 84
64 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Fyrir þægu litlu frænk- una: Tónlistin úr Söngva- seið smellpassar í þennan pakka. „Við höfum ekki sungið saman í dágóðan tíma og þetta er alveg æðislegt,“ segir leik- og söngkonan Þórunn Lárusdóttur. Hún syngur ásamt systrum sínum Ingibjörgu og Dísellu á jólatónleikum í Saln- um í Kópavogi á föstudagskvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar þeirra síðan þær gáfu út plötuna Jólaboð árið 2004, enda hefur Dísella verið búsett í Banda- ríkjunum. „Núna var hún að syngja í Óperunni. Það gekk svo vel að það voru aukasýningar, þannig að við ákváðum að smella í tónleika fyrst það var hægt,“ segir Þórunn. „Þetta er rosalega skemmti- legt. Við höfum allar þroskast síðan við vorum að vinna saman síðast. Dísella var ennþá í námi þá og núna er hún orðin frábær óperusöngkona. Við njótum góðs af því,“ segir hún og hlær. „Við erum allar að vinna í okkar verkefnum en það er gaman að hittast og syngja svolítið saman. Maður kemur inn í allt aðra orku og það er bara gaman á æfing- um hjá okkur.“ Þórunn leikur í söngleiknum Oliver! sem verður frumsýndur á annan í jólum, Dísella er önnum kafin í Íslensku óperunni og Ingibjörg var að ljúka við síðasta jólaprófið sitt í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Þórunn lofar skemmtilegum jólatónleikum á föstudagskvöld sem hefjast klukkan 21. „Við syngjum fullt af jólalögum, bæði svolítið poppuð og hátíðleg líka. Svo erum við með skemmtilegar útsetningar sem eru svolítið ögrandi fyrir okkur. Þetta er mjög skemmtilegt prógram og fólk á eftir að labba út í góðu jólaskapi.“ - fb Þrjár systur með jólatónleika SAMRÝNDAR SYSTUR Systurnar Þórunn, Ingibjörg og Dísella Lárusdætur halda jólatónleika í Salnum í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LEIÐARVÍSIR UM JÓLAPLÖTUFLÓÐIÐ Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Jólasveinninn getur keypt Friendtex bangsa til styrktar Krabbameinsfélaginu hjá okkur á 1.000.- krónur Opið í dag mán-fös kl. 11-18, lau 11-16 Útsala 30–50% afsláttur! Mikið úrval að fallegum fatnaði Auglýsingasími – Mest lesið Fyrir kjaftfora litla frænd- ann: Gubbað af gleði með Tvíhöfða ætti að hitta beina leið í mark. Fyrir fólkið sem þú vilt ekki fá í heimsókn um jólin: Tekið stærst upp í sig með Serði Monster í falleg- um gjafapappír gerir kraftaverk. Fyrir hárgreiðslu- frændann og flug- freyjufrænkuna: Tvöfaldi pakkinn Vinalög með Friðriki Ómari og Jógvan er upplagt sándtrakk í næsta saumaklúbbi. Fyrir óvirka alkann: Sjald- gæfir fuglar, diskur Einars Más Guðmunds- sonar og Gunnars Bjarna úr Jet Black Joe, er málið. Fyrir fólkið sem er „main stream“ en vill samt vera kúl: Terminal með Hjaltalín, IV með Hjálmum, Get It Together með Diktu og Dry Land með Bloodgroup eru bæði „mainstream“ og kúl. Fyrir þá sem þola ekki tónlist: Hvaða disk sem er, bara muna að fá skiptimiða á hann. Fyrir ömmu og afa sem áttu einu sinni heima í torfbæ: Jólaplata Gerðar G. Bjarklind og Ragnheiðar Ástu eða heildarútgáfa Savanna tríósins ætti að gleðja. Fyrir fólk sem fór illa út úr myntkörfulán- um: 6. október með Egó er pott- þétt poppplata sem fjallar um kreppuna og allt hitt. Fyrir ofsamanninn í fjölskyldunni: Töfrandi jól með Friðriki Karlssyni ætti að halda verstu köstunum niðri. Það er alveg óhætt að slá því föstu að árið í ár sé ágætis plötuár. Fjöldi platna helst óbreyttur þrátt fyrir kreppu og leið- indi og breiddin er mikil. Margar frambærilegar plötur voru gefnar út, en fyrir ókunnuga getur þetta verið ansi mikill frumskógur. Hér er því nokkurs konar leiðarvísir. Fyrir pabbann sem er þunnur á aðfangadag: Kampavín með Helga Björns eða Jól meiri jól með Snigla- bandinu eru góðir diskar fyrir þá drykkfelldu. SKIPTIMIÐI!Æ, VAR GJÖFIN KEYPT Í MORGUN?Þessari vöru fæst skipt til 4. janúar 2010.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.