Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 86
66 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
Á vefsíðu Forbes er spáð fyrir um stjörnur næsta
árs. Árið 2009 var einstakt ár fyrir nýstirnin Robert
Pattinson og Kirsten Stewart sem léku saman í
kvikmyndinni Twilight sem sló svo eftirminnilega
í gegn. Forbes spáir því þó að tveir meðleikarar
þeirra verði brennheitir á nýju ári.
CHRISTOPH WALTZ Þessi þýski
leikari sló í gegn sem nasistafor-
inginn Hans Landa í kvikmynd
Quentin Tarantinos, Inglourious
Basterds. Waltz hefur verið
orðaður við Óskarsverðlaunin
fyrir hlutverk sitt sem Hans og
í kjölfarið hafa dyrnar að Holly-
wood opnast fyrir honum. Hann
fer með hlutverk í stórmyndinni
The Green Hornet á næsta ári.
CHRIS PINE Chris Pine lék á móti Zoe
Saldana í kvikmyndinni Star Trek, en
þar fór Pine með hlutverk hins fræga
kapteins Kirk. Myndin sló í gegn víða um
heim og gerði Pine að stjörnu yfir nótt.
Hann leikur á móti Denzel Washington í
nýrri kvikmynd Ridley Scott, Unstoppable.
CAREY MULLIGAN Mulligan hefur
verið orðuð við Óskarinn eftir
leik sinn í bresku kvikmyndinni
Education, en þar fer hún með
hlutverk ungrar skólastúlku sem fellur
fyrir eldri manni. Hún fer einnig með
hlutverk í kvikmynd Olivers Stone um
Wall Street auk þess sem hún mun leika
á móti Keiru Knightley í nýrri kvikmynd.
TAYLOR LAUTNER Taylor Lautner sló
eftirminnilega í gegn sem varúlfurinn
Jacob í Twilight-seríunni og á stóran
aðdáendahóp meðal táningsstúlkna
víða um heim. Lautner var nýlega ráðinn
til að fara með hlutverk Max Steel í
samnefndri mynd sem er væntanleg í
kvikmyndahús árið 2011.
ANNA KENDRICK Þessi unga leikkona fer með
hlutverk bestu vinkonu Bellu í Twilight-serí-
unni en hún vakti enn meiri athygli sem
mótleikkona George Clooneys í gaman-
myndinni Up in the Air og hefur verið
nefnd besta leikkona í aukahlutverki
fyrir leik sinn í þeirri kvikmynd.
KEVIN JAMES James er líklega
þekktastur fyrir hlutverk sitt
í gamanþáttunum King of
Queens þar sem hann fer með
hlutverk hins seinheppna Dougs
Heffernan. James sló
þó ekki í gegn á
hvíta tjaldinu
fyrr en í
kvikmyndinni
Mall Cop, en
hann skrifaði
handritið að
myndinni,
framleiddi
hana og fór
með aðalhlut-
verkið.
ZOE SALDANA Saldana
fór með hlutverk Uhuru
í kvikmyndinni Star Trek
fyrir nokkru og vakti þar
þó nokkra athygli meðal
manna. Hún fer einnig
með hlutverk í nýrri
kvikmynd James Cameron,
Avatar, þar sem hún leikur
bláa geimveru.
BRADLEY COOPER
Bradley sló í gegn í
smellinum The Hang-
over nú í ár. Hann lék
áður í kvikmyndinni
He‘s Just Not That Into
You og var orðaður
við mótleikkonu sína
Jennifer Aniston.
Cooper hefur þó
undan farið átt í sam-
bandi við leikkonuna
Renee Zellweger.
NÝJAR STÓR-
STJÖRNUR
Skólavörðustigur 2
101 Reykjavik IS
Ph: +354 4452020
www.birna-net
Skólavörðustígur 2
101 Reykjavík
Sími 445 2020
www.birna.net
Opið til 22 fram að jólum