Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 86
66 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Á vefsíðu Forbes er spáð fyrir um stjörnur næsta árs. Árið 2009 var einstakt ár fyrir nýstirnin Robert Pattinson og Kirsten Stewart sem léku saman í kvikmyndinni Twilight sem sló svo eftirminnilega í gegn. Forbes spáir því þó að tveir meðleikarar þeirra verði brennheitir á nýju ári. CHRISTOPH WALTZ Þessi þýski leikari sló í gegn sem nasistafor- inginn Hans Landa í kvikmynd Quentin Tarantinos, Inglourious Basterds. Waltz hefur verið orðaður við Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Hans og í kjölfarið hafa dyrnar að Holly- wood opnast fyrir honum. Hann fer með hlutverk í stórmyndinni The Green Hornet á næsta ári. CHRIS PINE Chris Pine lék á móti Zoe Saldana í kvikmyndinni Star Trek, en þar fór Pine með hlutverk hins fræga kapteins Kirk. Myndin sló í gegn víða um heim og gerði Pine að stjörnu yfir nótt. Hann leikur á móti Denzel Washington í nýrri kvikmynd Ridley Scott, Unstoppable. CAREY MULLIGAN Mulligan hefur verið orðuð við Óskarinn eftir leik sinn í bresku kvikmyndinni Education, en þar fer hún með hlutverk ungrar skólastúlku sem fellur fyrir eldri manni. Hún fer einnig með hlutverk í kvikmynd Olivers Stone um Wall Street auk þess sem hún mun leika á móti Keiru Knightley í nýrri kvikmynd. TAYLOR LAUTNER Taylor Lautner sló eftirminnilega í gegn sem varúlfurinn Jacob í Twilight-seríunni og á stóran aðdáendahóp meðal táningsstúlkna víða um heim. Lautner var nýlega ráðinn til að fara með hlutverk Max Steel í samnefndri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús árið 2011. ANNA KENDRICK Þessi unga leikkona fer með hlutverk bestu vinkonu Bellu í Twilight-serí- unni en hún vakti enn meiri athygli sem mótleikkona George Clooneys í gaman- myndinni Up in the Air og hefur verið nefnd besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í þeirri kvikmynd. KEVIN JAMES James er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum King of Queens þar sem hann fer með hlutverk hins seinheppna Dougs Heffernan. James sló þó ekki í gegn á hvíta tjaldinu fyrr en í kvikmyndinni Mall Cop, en hann skrifaði handritið að myndinni, framleiddi hana og fór með aðalhlut- verkið. ZOE SALDANA Saldana fór með hlutverk Uhuru í kvikmyndinni Star Trek fyrir nokkru og vakti þar þó nokkra athygli meðal manna. Hún fer einnig með hlutverk í nýrri kvikmynd James Cameron, Avatar, þar sem hún leikur bláa geimveru. BRADLEY COOPER Bradley sló í gegn í smellinum The Hang- over nú í ár. Hann lék áður í kvikmyndinni He‘s Just Not That Into You og var orðaður við mótleikkonu sína Jennifer Aniston. Cooper hefur þó undan farið átt í sam- bandi við leikkonuna Renee Zellweger. NÝJAR STÓR- STJÖRNUR Skólavörðustigur 2 101 Reykjavik IS Ph: +354 4452020 www.birna-net Skólavörðustígur 2 101 Reykjavík Sími 445 2020 www.birna.net Opið til 22 fram að jólum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.