Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 89

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 89
FIMMTUDAGUR 17. desember 2009 69 Leikararnir Jake Gyllenhaal og Reese Whitherspoon eru hætt saman. Tímaritið People flutti fyrst fréttir af þessu fyrir nokkrum vikum síðan en tals- menn leikaranna vísuðu á bug þeim sögusögnum. Nú hafa tals- menn þeirra þó ákveðið að þegja og þykir það staðfesta orðróminn. „Þau þurftu bara tíma til að vinna úr sínum málum. Þau voru mikið í sundur og áttuðu sig á því að sambandið hefði kannski runn- ið sitt skeið. Það fjaraði bara út. Þau skilja sem vinir og vildu fara varlega í sakirnar vegna barna Reese,“ var haft eftir heimildar- manni. Enn vinir HÆTT SAMAN Samband Jake Gyllenhaal og Reese Witherspoon hefur runnið sitt skeið. Leikkonan Keira Knightley óttast að gagnrýnendur muni rakka hana niður fyrir frumraun hennar á leiksviði í West End í kvöld. Þar fer hún með hlutverk í leikritinu The Misanthrope. „Ég fer ekki í þetta með neinar væntingar um að ég fái góða dóma,“ sagði hin 24 ára Knightley. Hún hefur alltaf ætlað sér að leika á sviði og ákvað að slá til þegar tækifærið gafst. „Ég hugsaði sem svo að ef ég leik ekki núna á sviði þá verð ég síðar meir of hrædd til að prófa það. Þannig að ég ákvað að stökkva beint í djúpu laugina,“ sagði hún. Keira óttast gagnrýni KEIRA KNIGHTLEY Leikkonan breska óttast að fá slæma gagnrýni fyrir hlutverk sitt í The Misanthrope. Notebook-leikkonan Rachel McAdams er á forsíðu janúar- heftis Vogue. Leikkonan þykir afskaplega jarðbundin miðað við margar aðrar Hollywood-stjörnur. Í viðtali við Vogue segist hún helst vilja eyða peningum sínum í skemmtilega lífsreynslu. „Ég er ekki gráðug. Ég kýs heldur að eyða peningum mínum í góðan mat eða skemmtileg ferðalög.“ Hún viðurkennir jafnframt að hún eyði ekki miklum tíma í útlitið og að henni hafi verið strítt í skóla vegna þess að hún rakaði ekki á sér fótleggina. „Móðir mín lagði aldrei sérstaka áherslu á útlit mitt þegar ég ólst upp. Hún leyfði okkur að fullorðnast á okkar eigin hraða. Hún þvingaði aldrei neinu upp á mig. Þegar ég spurði móður mína af hverju hún hafi ekki sagt mér að raka hárin á fótleggjunum svaraði hún einfaldlega: „Um leið og þú byrjar á því verður ekki aftur snúið.“ Rakaði ekki fótleggina JARÐBUNDIN Rachel McAdams hafði ekki miklar áhyggjur af útlitinu á sínum yngri árum. Matthías Ægisson, yngsti bróðir Gylfa Ægissonar, hefur gefið út sína fyrstu sóló- plötu, Vegferð. Á plötunni eru tíu lög af fjölbreyttum toga sem voru samin á 33 ára tímabili. „Ég hef ætlað mér að gefa þetta út í langan tíma. Dóttir mín var búin að suða í mér að gera eithvað með þetta,“ segir Matthías. Hann vonast til að koma einu laganna, When We Cross That Border sem trúbadorinn Halli Reynis syngur, á framfæri hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur þegar komið eintaki af plötunni á Jóhönnu Vilhjálmsdóttur sem situr í stjórn UNICEF á Íslandi. „Mig langar að koma laginu á fram- færi erlendis í samstarfi við þau á Íslandi,“ segir hann. Lagið ætti að eiga vel við starf- semi UNICEF enda fjallar það um börn sem þurfa að glíma við hungursneyð. Síðasta lag plötunnar, Mamma mín, samdi Matthías til móður sinnar fyrir 33 árum þegar hann var sextán ára. Hún fékk að heyra það fyrst síðastliðinn föstudag á sjúkrahúsi á Siglufirði þar sem hún hefur dvalið eftir að húsið hennar brann til kaldra kola í byrjun ársins. „Hún var mjög ánægð en hún var búin að vita af þessu lagi lengi. Ég hef bara aldrei gert neitt í því að koma því frá mér.“ Matthías hefur mest spilað fyrir sjálfan sig í gegnum árin og gert lítið af því að halda tónleika. Hann hefur eitthvað spilað í jarðarförum með Páli Rósinkrans og vill hann einmitt kynna fyrsta lag plötunnar, Minn er hugur hljóður, fyrir fleirum sem syngja í jarðarförum. Hægt er að panta plötuna eða hlusta á tóndæmi af henni á síðunni Mae-media.net. -fb Býður Unicef að nota lagið sitt MATTHÍAS ÆGISSON Yngsti bróðir Gylfa Ægissonar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.