Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 90

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 90
70 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Söngkonan María Magn- úsdóttir situr ekki auðum höndum þessa dagana. Auk þess að hafa nýverið gefið út sína fyrstu sólóplötu, Not Your Housewife, stjórnar hún gospelkór Jóns Vídal- ín í Garðabæ og undirbýr jólatónleika þeirra sem fara fram í kvöld. Gospelkór Jóns Vídalín hefur verið starfandi undanfarin fimm ár. Kórinn, sem heitir eftir Jóni Vídalín biskup, er samstarfs- verkefni Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Vídalínskirkju, en nemendur skólans fá einingar fyrir að vera í kórnum. „Í upphafi voru nær eingöngu nemendur úr FG í kórnum, en í dag er hægt að segja að þetta sé kór ungs fólks á aldrinum sextán til þrjátíu ára því útskriftarnemendur vilja alls ekki hætta og margir hafa sótt um að komast í kórinn af öllu Reykjavíkursvæðinu,“ segir María sem hefur verið stjórnandi kórsins frá því í fyrrahaust. Í dag eru um 30 ungmenni í kórnum og segir María þau hvert öðru betri söngvara. „Það er svo ótrúlegur kraftur í þessum kór. Krakkarnir elska að syngja gos- pel og þau kunna að gera það vel. Þetta er án efa einn efnilegasti gospelkór landsins, alveg með þeim betri. Það er geggjað að hafa svona fullan kór af einsöng- vurum,“ útskýrir hún og segist skemmta sér konunglega á kór- æfingum. „Við æfum einu sinni í viku og það er endalaust hleg- ið. Þá er gert frekar mikið grín á minn kostnað verð ég að segja, en ég fíla það bara,“ segir hún og brosir. Aðspurð segir hún efnisskrá kórsins mjög fjölbreytta. „Við æfum „old school“ gospel, nýtt og fönkaðara gospel og svo hef ég undanfarið verið að mata þau á popplögum sem ég útset til að færa lagavalið nær samtíman- um. Við erum að syngja eitt og eitt lag frá tónlistarmönnum svo sem Justin Timber lake, Fatboy Slim og meira að segja 80’s-band- inu Foreigner,“ segir hún. Jólatónleikar kórsins fara fram í sal Fjölbrautaskólans í Garða- bæ í kvöld og hefjast klukkan 20. „Hljómsveit spilar undir með okkur í kvöld, en hana skipa þeir Ingvar Alfreðsson á hljómborð, Ingólfur Magnús son á bassa og Brynjólfur Snorrason á tromm- ur. Miðar eru seldir í anddyrinu á aðeins 1.000 krónur, en ferming- arbörn og börn tólf ára og yngri fá frítt inn,“ segir María og von- ast til að sjá sem flesta á tónleik- unum í kvöld. alma@frettabladid.is GOSPELKÓR TEKUR TIMBERLAKE JÓLATÓNLEIKAR Jólatónleikar Gospelkórs Jóns Vídalín fara fram í sal Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ í kvöld og hefjast klukkan 20. MYND/BERGLIND ANDRÉSDÓTTIR Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær eru þau Kate Hudson og hafnaboltaleikarinn Alex Rodriguez hætt saman. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs batt Alex, kallaður A-Rod, enda á samband sitt við Hudson þar sem honum þótti hún of kröfuhörð þegar kom að hafnaboltaleikjum hans með New York Yankees. Þá er leikkonan sögð hafa viljað láta stríla sig upp fyrir hvern leik, heimtað sæti í fremstu röð og spókað sig fyrir framan myndavélarnar við hvert tækifæri. A-Rod er nú þegar sagður vera farinn að leita á önnur mið, en ekki er langt síðan hann skildi við fyrrverandi eiginkonu sína til þrettán ára. Þrátt fyrir sam- bandsslitin eru þau Kate Hudson sögð vera góðir vinir. Kröfuhörð kærasta GÓÐIR VINIR Kate Hudson og A-Rod eru sögð vera góðir vinir þrátt fyrir sambandsslitin. „Námið sem ég var í tvinnar saman ljósmyndun og borgarskipu- lag, það er að segja hvernig fólk nýtir almenningsrými á mismun- andi vegu og fleira í þeim dúr. Ég er menntaður mannfræðingur en hef alltaf haft áhuga á ljósmynd- un líka og fannst skemmtilegt að blanda ljósmyndun saman við félags- og mannfræðilegar rann- sóknir,“ útskýrir Kolbrún Vaka Helgadóttir, sem lauk nýverið meistaranámi við Goldsmiths- háskólann í London. Kolbrún og bekkjarfélagar hennar héldu ljósmyndasýningu eftir útskriftina þar sem Kolbrún sýndi verk úr lokaverkefni sínu. „Þetta var ekki partur af náminu heldur ákváðu nokkrir úr bekkn- um bara að halda sýningu saman. Ég sýndi myndir sem ég hafði tekið fyrir meistaraverkefni mitt sem fjallaði um sundlaugamenn- inguna á Íslandi og borgarbúann sem fer í sund til að losna undan skarkala borgarinnar. Myndirnar voru teknar í náttúrulegum laug- um víðs vegar um Ísland.“ Sýning- in stóð yfir í tvær vikur og var hún vel sótt að sögn Kolbrúnar. Aðspurð segir hún myndirnar hafa vakið nokkra athygli og fólki fannst íslenska sundlauga- menningin bæði forvitnileg og skrýtin. „Þetta er ekki hlutur sem menn gera í Bretlandi. Fólk skildi ekki af hverju við vorum að þessu og sumir áttuðu sig ekki heldur á því að laugarnar væru heitar.“ Kolbrún segist upphaf- lega hafa ætlað að mynda sund- laugarnar í borginni en hætti við þar sem fólk kunni ekki við það að vera myndað á sund skýlum. „Mér fannst auðveldara að taka myndir í náttúrulaugunum, þá sat ég bara ofan í lauginni með myndavélina og smellti af. Þar sem flestar náttúru laugarnar eru vinsælir ferðamannastaðir þótti eðlilegra að taka myndir þar og fólk kippti sér lítið upp við þetta.“ Innt eftir því hvort hún ætli að halda sýningu hér heima segist Kolbrún ekki útiloka þann mögu- leika. „Myndirnar eru á leið til landsins og það væri gaman að halda sýningu þegar þær koma. Annar hluti af lokaverkefninu mínu var ljósmyndabók sem mig langar líka að vinna áfram með. Annars lít ég á mig sem mann- fræðing með myndavél, ég vil fyrst og fremst skrásetja daglegt líf en ekki taka listrænar myndir eða stúdíómyndir,“ segir Kolbrún að lokum. - sm Mannfræðingur með myndavél FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N BAÐMENNING Á ÍSLANDI Kolbrún Helgadóttir lærði ljósmyndun og borgarmenningu í Goldsmiths- háskóla í London. Hún hélt ljósmyndasýningu ásamt bekkjarfélögum sínum þar sem hún sýndi myndir sínar af íslenskum náttúrulaugum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.