Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 96
76 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Framherjinn Guðmundur
Pétursson er enn á mála hjá KR þó
svo að hann hafi lýst því yfir að
hann vilji komast til Breiðabliks
þar sem hann var á láni síðasta
sumar.
Guðmundur hefur tjáð KR-
ingum að hann vilji losna frá félag-
inu og semja við Breiðablik. Blik-
arnir vilja ólmir kaupa Guðmund
og hafa þegar gert tvö tilboð í leik-
manninn en án árangurs.
„KR-ingar lifa í einhverjum
draumaheimi og það sem þeir vilja
fá fyrir hann er talsvert meira en
við erum til í að borga fyrir hann.
Þeir standa í vegi fyrir því að
strákurinn fái að fara,“ segir Einar
Kristján Jónsson, formaður knatt-
spyrnudeildar Breiðabliks. „Leik-
maðurinn hefur úrræði í málinu,
hann getur skotið þessu til gerðar-
dóms KSÍ en ég veit ekki hvort
hann gerir það. Það er hans mál.“
Guðmundur sjálfur segir það vel
koma til greina að skjóta málinu til
gerðardóms fái hann ekki úrlausn
sinna mála.
„Ég er að skoða það mál. Við
sjáum hvað setur í þeim efnum
fljótlega,“ sagði Guðmundur, sem
er ekki sáttur við að vera fastur
hjá KR þegar hann vill spila með
Breiðablik.
„Ég er ekki sáttur við KR. Ég
fæ mest lítið að taka þátt í þessu
og veit voða lítið. Ég hef tjáð KR-
ingum að ég vilji fara til Blika.
Rúnar Kristinsson [yfirmaður
knattspyrnumála hjá KR] sagðist
þurfa að funda með stjórninni og
hann yrði síðan í sambandi. Ég hef
voða lítið heyrt í honum síðan en
þetta var í haust,“ segir Guðmund-
ur, sem byrjaði aftur að æfa með
KR fyrir þrem vikum.
„Miðað við ég hef ekki verið not-
aður í þrjú ár hjá KR er ég hissa
að þeir séu að setja háan verðmiða
á mig,“ sagði Guðmundur, sem á
tvö ár eftir af samningi sínum við
KR.
Kristinn Kjærnested, formaður
knattspyrnudeildar KR, segir að
tvær hliðar séu á öllum málum.
„Eins og staðan er í dag erum við
aðeins með Björgólf í framlínunni
sem og Guðmund. Hann ætti því að
fá fullt af tækifærum eins og stað-
an er í dag,“ sagði Kristinn en eru
KR-ingar að biðja um allt of mik-
inn pening fyrir leikmanninn?
„Okkur finnst við ekki vera að
setja of hátt verð fyrir hann. Við
þurfum ekki að selja hann. Ef Blik-
arnir virkilega vilja fá hann þá
hljóta þeir að greiða það sem þarf,“
sagði Kristinn Kjærnested. - hbg
KR er búið að hafna tveim tilboðum Breiðabliks í Guðmund Pétursson:
Ekki sáttur við KR og íhugar að
fara með málið fyrir gerðardóm
GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI Guðmundi leið vel í Kópavoginum og þar vill hann vera
áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
EM-HÓPURINN
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson Kadetten
Hreiðar Guðmundsson Emsdetten
Birkir Ívar Guðmundsson Haukar
Ólafur H. Gíslason Haugaland
Aðrir leikmenn:
Einar Ingi Hrafnsson Nordhorn
Kári Kristjánsson Amicitia Zürich
Róbert Gunnarsson Gummersbach
Vignir Svavarsson Lemgo
Guðjón Valur Sigurðsson RN Löwen
Sturla Ásgeirsson Dusseldorf
Arnór Atlason FCK
Gunnar Berg Viktorsson Haukar
Ingimundur Ingimundarson Minden
Logi Geirsson Lemgo
Ólafur Guðmundsson FH
Sigurbergur Sveinsson Haukar
Aron Pálmarsson Kiel
Hannes Jón Jónsson Burgdorf
Ragnar Óskarsson Dunkerque
Snorri Steinn Guðjónsson RN Löwen
Sverre Jakobsson Grosswallstadt
Ásgeir Örn Hallgrímsson GOG
Heiðmar Felixson Burgdorf
Ólafur Stefánsson RN Löwen
Rúnar Kárason Fuchse Berlin
Alexander Petersson Flensburg
Bjarni Fritzson FH
Þórir Ólafsson Lubbecke
HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari hefur skilað
inn lista yfir þá 28 leikmenn
sem koma til greina hjá íslenska
landsliðinu fyrir EM í Austurríki
í janúar næstkomandi.
Guðmundur verður svo næst
að tilkynna sextán manna leik-
mannahóp kvöldið áður en mótið
hefst hinn 19. janúar næstkom-
andi. Hægt verður að bæta við
fleiri leikmönnum ef Ísland
kemst áfram í milliriðla og jafn-
vel undanúrslit ef þörf er á.
Hann má þó ekki velja neinn
leikmann sem ekki er á þeim lista
sem skilað var inn til Evrópska
handknattleikssambandsins nú
fyrr í vikunni. - esá
Íslenska handboltalandsliðið:
28 manna
hópur valinn
LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Á erfitt verkefni
fyrir höndum að velja endanlegan hóp.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Eyþóri Þrastar-
syni og Sonju Sigurðardótt-
ur tókst báðum að fylgja eftir
góðu ári 2008 með enn betra ári
2009. Þau fengu líka bæði stóra
viðurkenningu á árlegri sam-
komu Íþróttafélags fatlaðra sem
fór eins og venjulega fram á
Hótel Sögu í boði Radisson SAS
hótelsins.
„Ég er mjög sáttur með að fá
þessi verðlaun. Fyrri hluti árs-
ins var mjög góður en ég var í
svolitlum vandræðum í seinni
hlutanum en það virðist þó hafa
gengið ágætlega,“ segir Eyþór
Þrastarson sem setti eitt Evrópu-
met og fjögur Íslandsmet á árinu
auk þess að vinna til silfurverð-
launa í 400 m skriðsundi. Eyþór
var eini Íslendingurinn sem vann
til verðlauna á Evrópumeistara-
móti fatlaðra.
EM á Íslandi hápunkturinn
Eyþór er fæddur árið 1991 en
hann hefur verið blindur frá fæð-
ingu og keppir í flokki S11. Eyþór
syndir fyrir Íþróttafélag fatlaðra
í Reykjavík, ÍFR og Sundfélagið
Ægi.
„EM á Íslandi var hápunktur-
inn. Þetta var rosalega flott mót
og þetta var það langskemmti-
legasta sem var í gangi hjá mér á
árinu. Ég held að ég sé því ánægð-
astur með það mót því það var
mjög sætt að vinna verðlaunin,“
segir Eyþór sem var duglegur að
bæta gömul met Birkis Rúnars
Gunnarssonar á árinu.
Í maí tók Eyþór þátt á Opna
þýska meistaramótinu í sundi þar
sem hann gerði sér lítið fyrir og
setti Evrópumet í flokki blindra í
800 m skriðsundi.
„Ég hef stefnt að því lengi að
taka metin hans Birkis Rúnars
og það var betra að gera það fyrr
en síðar. Mér tókst að synda nógu
hratt til þess að ná metunum í ár,“
segir Eyþór. Eyþór fagnar öllum
verðlaununum sem hann hefur
unnið á árinu en viðurkennir að
metin standi upp úr.
„Metin eru bestu bitarnir. Það
er alltaf mjög sætt að ná metum.
Metin eru betri en verðlauna-
peningarnir. Ég er samt ekki að
gera lítið úr verðlaunum,“ segir
Eyþór. Hann ætlar að gera enn
betur á næsta ári. „Næsta stóra
mótið á dagskrá hjá mér er heims-
meistaramótið í Hollandi í ágúst á
næsta ári. Ég er ekki byrjaður að
skipuleggja dagana fram að því
en ég er ekki að sjá fyrir mér að
ég fái mikið sumarfrí.“
Mjög stór stund fyrir mig
„Þetta er mjög stór stund fyrir
mig og þetta gefur mér mikið.
Þetta er mitt besta ár á ferlinum,“
segir Sonja Sigurðardóttir og
gleðin leyndi sér ekki.
„Ég held ég sé á lífi ennþá,“
bætir hún við í léttum tón. Sonja
glímir við hrörnunarsjúkdóm og
minnkandi vöðvastyrk sökum
hans en heldur samt ótrauð áfram
æfingum og keppni og stefnir
markvisst að betri árangri og að
ná enn lengra í íþrótt sinni.
„Árið í fyrra var dálítið slappt
enda var ég búin að vera veik. Það
var því gaman að geta staðið sig
svona vel í ár,“ segir Sonja.
Í febrúar vann Sonja til gull-
verðlauna á Malmö Open-mótinu
í Svíþjóð og í apríl vann hún til
tvennra gullverðlauna á Íslands-
móti ÍF í 50 metra laug. Sonja
stóð sig með líka miklum ágæt-
um á Evrópumeistaramóti fatl-
aðra í sundi sem fram fór hér á
landi.
„Hápunkturinn var að vera á
EM á Íslandi. Það var líka mjög
gaman að vinna gullverðlaunin í
Malmö,“ segir Sonja og þrátt fyrir
að sjúkdómurinn geri henni allt-
af erfiðara fyrir stefnir hún á að
synda mikið á næsta ári.
„Ég stefni á að komast á HM
í Hollandi í ágúst. Til þess að
komast þangað þá þarf ég bara
að synda og synda og ekki verða
veik. Ég er bjartsýn á að ná því,“
segir Sonja full af eldmóð.
„Ég er bara orðin Kristín 2,“
segir Sonja í gríni spurð hvort
hún ætli að vinna þessi verðlaun
árlega en Kristín Rós Hákonar-
dóttir gerði fyrir nokkrum árum
en þetta var annað árið í röð sem
Sonja er valin Íþróttakona ársins
úr röðum fatlaðra.
„Ég ætla líka að keppa á
Reykjavík International og svo
förum við vonandi út að keppa ef
kreppan leyfir. Það skiptir miklu
máli að komast út og keppa við
þá sem eru í sama fötlunarflokki
og ég. Hér heima er minna um
krakka í S5 þannig að ég er þá
meira að keppa bara við sjálfan
mig og klukkuna. Það er skemmti-
legra að fá alvörukeppni.“
Jóna fékk Guðrúnarbikarinn
Handhafi Guðrúnarbikarsins
fyrir árið 2009 er Jóna B. H. Jóns-
dóttir en hún hefur verið virkur
félagi í ÍFR, Íþróttafélagi fatlaðra
í Reykjavík í fjölmörg ár. Fyrst
sem keppandi í boccia, síðan sem
aðstoðarmaður á æfingum og í
ferðum á vegum ÍFR.
Guðrúnarbikarinn er bikar sem
gefinn var ÍF árið 2000 af Össuri
Aðalsteinssyni, félagsmanni í
Lionsklúbbnum Esju til minning-
ar um eiginkonu hans Guðrúnu
Pálsdóttur.
Bikarinn skal afhendast konu
þeirri sem hefur starfað sérlega
vel í þágu fatlaðs íþróttafólks.
ooj@frettabladid.is
Árið þeirra Eyþórs og Sonju
Sundfólkið Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir voru í gær valin Íþróttamaður og Íþróttakona ársins
úr röðum fatlaðra en bæði voru þau að fá þessa útnefningu annað árið í röð.
GLÆSILEGT ÁR Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir voru í gær valin íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Rapparinn Diddi Fel á útopnu
Sólmundur Hólm gefur góð jólaráð
Tara Reid situr fyrir í Playboy
Blóðugt stríð farsímaframleiðenda
Hollywood-skilnaðir hlaupa á milljörðum
Nýtt fylgirit Fréttablaðsins