Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 98

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 98
78 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Allir knattspyrnuáhuga- menn muna eftir því þegar Lee Sharpe kom til Grindavíkur um árið. Suðurnesjamenn voru ekki einir með stóra drauma í íslenska boltanum þegar góðærið stóð sem hæst. Blikar föluðust nefnilega eftir franska markverðinum Fabien Barthez sumarið 2007. Þá stóð Hjörvar Hafliðason í marki Blika en hann spilaði fyrstu leiki móts- ins meiddur og voru Blikar því að leita að arftaka fyrir Hjörvar. „Ég held að Ólafur Kristjánsson hafi komið með þessa hugmynd. Við gerðum alvöru úr málinu og höfðum samband við umboðsmann Barthez án þess að vonast eftir miklu. Viðtökurnar komu okkur á óvart. Þeir nefndu upphæð og við vorum búnir að útvega féð,“ sagði Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnu deildar Breiðabliks. Barthez hafði í lok apríl 2007 lagt skóna á hilluna og var því laus allra mála er Blikar höfðu sam- band. Blikarnir höfðu stuðning útrásarvíkinga í þessu verkefni en kaup á Barthez í fjóra mánuði voru skiptimynt fyrir þá á þess- um tíma. „Það stóð svo til að hann kæmi að skoða aðstæður hjá okkur. Áður en af því varð komu fram hinar og þessar kröfur sem við gátum ekki staðið undir. Hann vildi til að mynda búa á hóteli allan tímann. Það varð því ekkert af þessu,“ sagði Einar Kristján en Blikar sömdu í staðinn við Danann Casper Jacobsen. „Ég vissi að þeir hefðu reynt að fá mann af mínu kaliberi í markið. Þó að Barthez hafi ekki haft sömu hæð og nærveru í teignum og ég hafði verður að viðurkennast að hann var betri spyrnu maður en ég,“ sagði Hjörvar Hafliðason létt- ur er honum voru tjáð þessi tíðindi. - hbg Blikar voru næstum búnir að fá einn frægasta markvörð veraldar til liðs við sig sumarið 2007: Barthez átti að leysa Hjörvar af í marki Blika SVONA HEFÐI HANN LITIÐ ÚT Á þessari samsettu mynd Rósu Jóhannsdóttur sést hvernig Barthez hefði tekið sig út í búningi Blika. FÓTBOLTI Guy Lacombe, þjálfari Monaco, segir að félagið hafi gert allt sem í sínu valdi stendur til að leyfa Eiði Smára að aðlagast líf- inu í frönsku úrvalsdeildinni. Eiður Smári kom til Monaco frá Barcelona í upphafi leiktíð- ar en hefur ekki náð sér á strik. Lacombe valdi hann ekki í leik- mannahóp Monaco fyrir leik liðs- ins gegn Stade Rennais í frönsku úrvalsdeildinni í gær. „Auðvitað bárum við miklar væntingar til hans en svona hefur þetta bara verið. Við munum leysa þetta vandamál hægt og rólega en hann þarf sérstaklega að vinna í sínum málum,“ er haft eftir Lacombe í frönskum fjöl- miðlum. „Félagið hefur gert allt sem í valdi þess stendur fyrir hann. En franska úrvalsdeildin er öðruvísi en hann bjóst við. Það hefur oft gerst að erlendir leikmenn hafa valdið vonbrigðum í Frakklandi,“ bætti hann við. - esá Eiður ekki í hóp Monaco: Höfum gert allt fyrir Eið Smára EIÐUR SMÁRI Hefur átt erfitt uppdráttar í Frakklandi. MYND/HEIMASÍÐA AS MONACO Enska úrvalsdeildin: Burnley-Arsenal 1-1 0-1 Cesc Fabregas (7.), 1-1 Graham Alexander, víti (28.) Chelsea-Portsmouth 2-1 1-0 Nicolas Anelka (23.), 1-1 Frederic Piquionne (51.), 2-1 Frank Lampard, víti (79.) Liverpool-Wigan 2-1 1-0 David Ngog (9.), 2-0 Fernando Torres (79.), 2-1 Charles N´Zogbia (91.). Tottenham-Man. City 3-0 1-0 Niko Kranjcar (37.), 2-0 Jermain Defoe (54.), Niko Kranjcar (90.). STAÐA EFSTU LIÐA: STAÐAN: Chelsea 17 13 1 3 42-14 40 Man. United 17 12 1 4 37-14 37 Arsenal 16 10 2 4 41-20 32 Aston Villa 17 9 5 3 28-14 32 Tottenham 17 9 3 5 38-22 30 Liverpool 17 8 3 6 34-23 27 Birmingham 17 8 3 6 18-17 27 Man. City 16 6 8 2 29-24 26 IE-deild kvenna: KR-Keflavík 70-55 Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 15, Jenny Pfeif- fer-Finora 12, Hildur Sigurðardóttir 11, Signý Hermannsdóttir 11, Margrét Kara Sturludóttir 9, Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 5. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 22, Kristi Smith 14, Marín Rós Karlsdóttir 9, Bryndís Guð- mundsdóttir 4, Rannveig Randversdóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Hrönn Þorgrímsdóttir 1. Haukar-Hamar 64-65 Stig Hauka: Heather Ezell 32, Ragna Brynjarsdótt- ir 16, Helena Hólm 5, Guðrún Ámundadóttir 4, Telma Fjalarsdóttir 4, Margrét Hálfdánardóttir 3. Stig Hamars: Koren Schram 26, Sigrún Ámunda- dóttir 24, Hafrún Hálfdánardóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 2. Njarðvík-Valur 67-54 Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 28, Ólöf Helga Pálsdóttir 11, Heiða Valdimarsdóttir 10, Anna Ævarsdóttir 8, Sigurlaug Guðmundsdóttir 3, Auður Jónsdóttir 3, Helga Jónasdóttir 2. Stig Vals: Berglind Ingvarsdóttir 15, Hrund Jóhannsdóttir 11, Þórunn Bjarnadóttir 11, Birna Eiríksdóttir 6, Kristín Óladóttir 3. Grindavík-Snæfell 81-54 Stig Grindavíkur: Michele DeVault 27, Petrúnella Skúladóttir 15, Íris Sverrisdóttir 12, Helga Hall- grímsdóttir 10, Berglind Magnúsdóttir 10, Alma Garðarsdóttir 5, Jovana Lilja Stefánsdóttir 2. Stig Snæfells: Gunnhildur Gunnarsdóttir 17, Unnur Ásgeirsdóttir 9, Ellen Högnadóttir 9, Björg Einarsdóttir 7, Sara Andrésdóttir 6, Helga Björg- vinsdóttir 4, Hrafnhildur Sævarsdóttir 2. Evrópudeildin: Hertha Berlin-Sporting Lisbon 1-0 Heerenveen-Ventspils 5-0 Basel-Fulham 2-3 Frei, Streller - Zamora 2, Gera. CSK Sofia-AS Roma 0-3 - Cerci 2, Scardina. Panathinaikos-Dinamo Búkarest 3-0 Sturm Graz-Galatasaray 1-0 Club Brugge-Toulouse 1-0 Partizan Belgrad-Shaktar Donetsk 1-0 CFR Cluj-PSV Eindhoven 0-2 Sparta Prag-FC Copenhagen 0-3 Athletic Bilbao-Werder Bremen 0-3 Nacional-Austria Vienna 5-1 ÚRSLIT HANDBOLTI Handknattleiksdeild Víkings fékk í gær 50 þúsund króna sekt vegna hegðunar for- manns deildarinnar, Trausta Leifssonar. Aganefnd HSÍ kvað upp dóm- inn og segir í honum að Trausti hafi sýnt af sér vítaverða fram- komu gagnvart dómurum eftir leik Víkings og Selfoss síðastlið- inn föstudag. Víkingi er heimilt að skjóta þessum úrskurði til stjórnar HSÍ sem þarf þá að úrskurða í málinu innan viku. - hbg Víkingur fékk háa sekt: Vítaverð fram- koma formanns FÓTBOLTI Gamla goðsögnin Paul Gascoigne er enn í vandræðum með bakkus. Hann hefur nú verið sektaður fyrir að vera með drykkjulæti á götum Newcastle snemma morg- uns. Gazza var handtekinn og sett- ur í varðhald. Honum var síðar sleppt með sekt. Landsliðsmaðurinn fyrrver- andi hefur einnig átt við andleg vandamál að stríða og var í tví- gang á síðasta ári lagður inn á geðsjúkrahús. - hbg Gascoigne í vondum málum: Sektaður fyrir drykkjuskap KÖRFUBOLTI KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörf- unni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í gær. Það má segja að frábær liðs- vörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum. „Þetta vorum við í dag,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir leikinn en hún gat nú beitt sér á fullu á ný eftir að hafa verið í basli með bakið á sér í síðustu leikjum. „Þetta var mjög mikil- vægur sigur sem kemur okkur vonandi á sporið aftur. Það var vörnin sem klikkaði í bikartapinu á móti Hamri og núna vorum við að spila klassavörn. Sparkið sem við fengum fyrir tíu dögum og vit- andi það að við erum að fara inn í langt jólafrí gerði það að verkum að það komu allar tilbúnar í þenn- an leik,“ sagði Hildur. Hildur var einn af fimm leikmönnum KR-liðs- ins sem skoruðu á milli 9 til 15 stig en atkvæðamest var Unnur Tara Jónsdóttir sem átti flotta innkomu af bekknum. KR-liðið tók frumkvæðið í byrj- un og var 18-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurliðið átti nokkra spretti sem hélt því inni í leiknum en liðið varð fyrir áfall þegar 6 mínútur og 22 sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta þegar Bryndís Guðmundsdóttir meiddist á ökkla. Staðan var þá 22-15 fyrir KR og Bryndís var búin að taka 10 fráköst. KR vann næstu sex mín- útur 11-1 og var á endanum með 16 stiga forskot í hálfleik, 35-19. „Lífið er bara þannig að það á að koma maður í manns stað en það gerði það ekki. Við misstum trúna um leið og hún fór út af,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Kefla- víkur, en hann hefur ekki áhyggjur af meiðslum Bryndísar þó að hún hafi ekki spilað meira í leiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði 9 stig á fyrstu 4 mínútum seinni hálfleiks og Keflavík kom mun- inum niður í níu stig, 40-31. Nýju þjálfarar KR-liðsins tóku þá leik- hlé og liðið svaraði með því að vinna næstu þrjár mínútur 12-0. Sigur KR var aldrei í hættu eftir það. „Þær voru bara skíthræddar við þær. KR-stelpurnar eru náttúrlega búnar að vinna alla leiki nema einn í vetur og stelpurnar voru bara skíthræddar við þær. Það sáu það allir sem þekkja liðið mitt að þetta er ekki það sem við erum þekktar fyrir. Við spiluðum lélega vörn og fengum sem dæmi mjög fáar villur í fyrrihálfleik sem er mjög óeðli- legt. Það segir mér sem þjálfara að við vorum ekki að spila nógu grimma vörn. Þær eru að yfir- dekka okkur og við þorum ekki að bregðast við því. Ég held að ég hafi talið rétt að við höfum verið með sex loftbolta í fyrri hálfleik,“ sagði Jón Halldór. Birna Valgarðsdóttir vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik og skoraði þá 20 af stigum sínum en það hafði líka mikil áhrif að Guð- rún Gróa Þorsteinsdóttir klippti nánast Kristi Smith út úr leiknum. Kristi skoraði flest öll stigin sín þegar Gróa sat á bekknum. - óój KR-konur unnu ellefta sigurinn í röð í Iceland Express deild kvenna í gær er Keflavík kom í heimsókn: Sameinað átak kom KR aftur á sigurbrautina BARÁTTA Ekkert var gefið eftir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Chelsea mátti hafa veru- lega fyrir sigrinum gegn Her- manni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í gær. Botnliðið beit hraustlega frá sér og var ekki fjarri því að taka stig af toppliðinu. Avram Grant sneri aftur á Stam- ford Bridge í fyrsta skipti eftir að hann var rekinn frá Chelsea í gær og honum var klappað lof í lófa af stuðningsmönnum félagsins. Nicolas Anelka kom Chelsea yfir á 23. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Portsmouth byrjaði síð- ari hálfleik hraustlega og jafnaði á 51. mínútu. Aukaspyrna liðsins fór í andlit varnarmanns Chelsea og endaði síðan fyrir fótum Piquionne sem gat ekki annað en skorað. Chelsea gaf nokkuð eftir í kjöl- farið og Portsmouth fékk færi á að komast yfir. Það var fátt sem benti til þess að Chelsea væri að fara að gera neitt þegar Wilson braut afar klaufalega á Ivanovic. Vítaspyrna var dæmd sem Lampard skoraði örugglega úr. 2-1 og Chelsea komið aftur á sigurbraut. Cesc Fabregas kom Arsenal yfir á 7. mínútu gegn Burnley eftir ævintýralegan klaufaskap í vörn Burnley. Héldu margir að Arsenal myndi valta yfir nýliðana í kjölfar- ið en það átti ekki að verða. Thomas Vermaelen braut klaufa- lega af sér á 28. mínútu. Hin örugga vítaskytta Graham Alex- ander steig á punktinn og skor- aði með því að skjóta boltanum í mitt markið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Arsenal missti því af dýrmætum stigum. Þungu fargi var létt af Rafa Benitez, stjóra Liverpool, þegar Liverpool náði loksins að landa sigri er Wigan kom í heimsókn á Anfield. David Ngog kom Liver- pool yfir með laglegu skallamarki og Fernando Torres afgreiddi leik- inn á 79. mínútu er hann skoraði af harðfylgi eftir að hafa klúðr- að dauðafæri. Charles N´Zogbia minnkaði muninn í uppbótartíma en Wigan var aldrei nálægt því að stela stigi. Hið óútreiknanlega lið Totten- ham gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Man. City, 3-0. Niko Kranjcar var með tvö góð mörk og Jermain Defoe skoraði þriðja markið. henry@frettabladid.is Aftur á beinu brautina Eftir fjóra leiki í röð án sigurs tókst Chelsea að vinna leik. Lundúnaliðið lagði þá Portsmouth, 2-1, og náði um leið þriggja stiga forskoti á toppi ensku deildar- innar. Liverpool vann fínan sigur á Wigan en Arsenal missteig sig gegn Burnley. HERMANN Á FERÐINNI Hermann Hreiðarsson átti ágætan leik með Portsmouth í gær. Hann er hér í baráttunni við Branislav Ivanovic. NORDIC PHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.