Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 102

Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 102
82 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR „Nei, ég held að þetta sé ekkert sams- æri gegn mér, þessir menn hafa eitthvað annað við tímann að gera. En þetta eru stór nöfn til að fara í samkeppni við,” segir Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri. Nýverið var tilkynnt að sjálfur Mel Gibson hyggðist gera víkingamynd og hefði feng- ið Leonardo DiCaprio í aðahlutverkið. Stór nöfn, svo ekki sé meira sagt. Baltasar hefur, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, einn- ig verið að undirbúa risastóra víkingamynd sem taka á upp hér á Íslandi. Um yrði að ræða dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar og hafa samningaviðræður um framleiðslu og dreifingu staðið yfir við eitt af stærri framleiðslu fyrirtækjum Hollywood að und- anförnu. En samkeppnin er hörð og Gibson er mik- ill söguáhugamaður þegar kemur að kvik- myndagerð, gerði síðast Apocalypto þar sem hið forna tungumál maya var notað og þar áður Píslarsögu Krists. Lítið fæst upp- gefið um söguþráð kvikmyndarinnar heldur eingöngu að tökur eigi að hefjast eftir hálft ár, öllu eigi að tjalda til og að myndin fjalli frekar um líf og menningu á víkingatíma- bilinu heldur einhvern einn stakan atburð í sögunni. Hið merkilega er að víkingamynd- ir hafi ekki beint átt uppá pallborðið hjá amerískum áhorfendum og flestar verið hálfslappar. „Þetta er svona svipuð nálgun og við höfum haft í huga og þetta eru auðvit- að merkileg tilviljun. En maður gefst ekk- ert upp þótt maður fái samkeppni frá svona risum. Kvikmyndir um þetta efni hafa lengi verið í bígerð útí Hollywood og núna virðast menn ætla að láta slag standa,” segir Balt- asar en víkingamyndin hans er í eðlilegum farvegi, búið er að byggja leikmynd og er hún nú að veðrast austur á fjörðum. - fgg MORGUNMATURINN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. sæti, 6. ryk, 8. liðamót, 9. kóf, 11. tímabil, 12. langt op, 14. örðu, 16. kind, 17. skel, 18. tæfa, 20. tveir eins, 21. strengur. LÓÐRÉTT 1. tif, 3. eftir hádegi, 4. snautaðu, 5. sérstaklega, 7. köldusótt, 10. námsgrein, 13. líða vel, 15. grobb, 16. frændbálkur, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. im, 8. hné, 9. kaf, 11. ár, 12. klauf, 14. agnar, 16. ær, 17. aða, 18. tík, 20. uu, 21. taug. LÓÐRÉTT: 1. tikk, 3. eh, 4. snáfaðu, 5. sér, 7. malaría, 10. fag, 13. una, 15. raup, 16. ætt, 19. ku. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Kolkrabba nota verkfæri þegar hann skýldi sér með kókos- hnetu. 2 Nærri sex þúsund, 5.687. 3 David Lynch. „Ég borða yfirleitt bara súr- mjólk með múslí.“ Sigríður Friðriksdóttir, sem rekur kaffihús í Hellisgerði í Hafnarfirði. „Ég er búin að vera að lesa í yngri bekkjum grunnskóla í fæðingar- orlofinu mínu og það er alveg magnað hvað þau taka vel í þetta,“ segir Ingibjörg Vilbergsdóttir, annar höfundur bókarinnar Flug- vélakossar. Bókina skrifaði hún með tengdamóður sinni Nancy Myer sem er búsett í Bandaríkj- unum, en bókin fjallar um Daní- el og ömmu hans sem hann sakn- ar mikið þegar hún er fjarri, svo hann lærir leið til að senda henni flugvélakossa. „Hugmyndin kviknaði þegar Daníel sonur minn var þriggja ára. Þá var hann ekki alveg að skilja hvað fjarlægðin er mikil á milli Íslands og Bandaríkjanna og saknaði ástvina sinna þegar fríinu lauk og við fórum heim. Hann var rosalega hrifinn af flug- vélum og tók upp á því að senda flugvélakossa til ástvina sinna í Bandaríkjunum til að takast á við söknuðinn,“ segir Ingibjörg. Aðspurð segir hún þær tengda- mæðgur ekki hafa látið fjarlægð- ina stöðva sig við gerð bókarinn- ar. „Við skrifuðum bókina með hjálp internetsins, sendum tölvu- pósta fram og til baka og unnum alla hugmyndavinnuna í tölvusam- skiptum,“ segir hún, en um mynd- skreytingar í bókinni sá Jean Ant- oine Posocco. Flugvélakossar kemur út bæði á íslensku og ensku og segir Ingi- björg bókina innihalda byrjenda- lestrartexta. „Þar sem við Nancy erum báðar grunnskólakennarar notuðum við þá kunnáttu sem við höfum. Það er stórt letur í bókinni og mjög skemmtilegt og mynd- rænt efni,“ segir hún. - ag Skrifuð í gegnum tölvupóst FLUGVÉLAKOSSAR Ingibjörg og Nancy ásamt fjölskyldu þeirra, en flugvélakoss- ar Daníels Thors, sonar Ingibjargar, urðu kveikjan að bók þeirra tengdamæðgna. Fáir hrukku í kút þegar Arnaldur Indriðason þeyttist á topp metsölu- lista Eymundssonar hinn 1. nóvem- ber með bókinni Svörtuloftum. En sá maður er ríkur í dag sem veðj- aði á að honum yrði velt úr sessi af sjálfshjálparbókinni Meiri ham- ingja eftir Tal Ben-Shahar og að fast á hæla hans í þriðja sætinu sæti sjálfur Egill „þykki“ Einars- son með Mannasiðabókina sína. Þegar jólaverslunin fikrar sig nær hámarkinu má flestum vera ljóst að miðað við bókainnkaup- in vill íslenska bókaþjóðin annað hvort verða hamingjusöm á ný eða læra mannasiði að hætti Gillzen- eggers. „Þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spaugstofumaðurinn sem gefur út bókina Meiri hamingja ásamt konu sinni, Ásdísi Olsen. „Fólk áttar sig kannski á því að þarna er hugmyndafræði og boð- skapur sem á vel við um þessar mundir. Þetta er bara vísbend- ing um að fólk vilji í auknum mæli taka ábyrgð á sjálfu sér og sinni líðan.“ Karl bendir þannig á að þjóðin hafi að undanförnu velt sér upp úr ástandi sem hún hafi ekki átt neina sök á og að nú sé kannski bara kominn tími til að Íslend- ingar horfi inn á við. „Við getum ekki alltaf bent á annað fólk og kennt því um hvernig okkur líður, við verðum bara að bjarga okkur sjálf,“ segir Karl og upplýsir um leið að nú sé verið að vinna í því að fá Tal Ben-Shahar til Íslands. „Vonandi svarar hann því trausti sem þjóðin er að sýna honum.“ Egill „þykki“ Einarsson var ekki síður kátur en Karl, enda hefur nánast allt sem hann hefur snert á þessu ári snúist í höndunum á honum, bæði póker og Wipeout. „Ef einhver hefði nú verið svo hjartgóður að benda mér á þetta á sínum tíma, að ég ætti bara að snúa mér að skrifum og bókaútgáfu, þá hefði það verið fínt,“ segir Egill en þegar hefur norskur útgefandi sett sig í samband við hann og óskað eftir því að fá að þýða Mannasiða- bókina. „Slíkt ætti náttúrlega ekki að vera mikið mál því ég á auðvit- að norskt nafn uppi í erminni,“ segir Egill og vísar þar til nafns- ins „Störe“ sem hann notaði um skamma hríð. Bæði Karl og Egill eru síðan sammála um að þjóðin sé í stuði fyrir svolítið léttmeti eftir þungavigtarumræður um ESB og Icesave í þjóðfélaginu. „Það er bara gaman að sjá hversu vel bók- menntaþjóðin er að taka þessu,“ segir Egill. freyrgigja@frettabladid.is EGILL ÞYKKI: HEF FUNDIÐ FJÖLINA Á NÝ ÓVÆNT NÖFN Á TOPPN- UM FYRIR BÓKAJÓLIN SAMAN Á TOPPNUM Egill „þykki“ Einarsson er í þriðja sæti metsölulistans hjá Eymundsson en Karl Ágúst Úlfsson velti sjálfum Arnaldi úr sessi með bókinni Meiri hamingja. Arnaldur situr því í öðru sæti listans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Baltasar hræðist ekki Mel Gibson HVERGI BANGINN Baltasar Kormákur hefur verið í samningaviðræðum við stórt fram- leiðslufyrirtæki í Hollywood um bæði framleiðslu og dreifingu á víkingamynd- inni sinni. Mel Gibson hyggst einnig gera vík- ingamynd með Leon- ardo DiCaprio í aðalhlutverki. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Auglýsingasími – Mest lesið Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagott- leikari í hljómsveit- inni Hjaltalín, verður ekki með sveitinni á síðustu metrunum fyrir jólin. Hún þurfti að fara til Bandaríkjanna vegna fráfalls í fjölskyldu hennar og verður hún því ekki með Hjaltalín þegar hún spilar á Nasa á laugardaginn. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardaginn voru smellahöfundar síðasta árs, Ingó Veðurguð og Toggi og félagar sem sömdu Þú komst við hjartað í mér, ekki sáttir við höfundaréttargreiðslurnar frá STEF. Þeir mættu því á skrifstofu STEF á mánudaginn til að krefjast svara. Þar var þeim tekið fagnandi enda STEFi í hag að rétt sé frá málum gengið. Fóru poppararnir nokkuð sáttir frá þessum fundi, en enn er þó verið að kafa í smáatriðin til að sjá hvort einhvers staðar leynist ekki matar- hola. Eins og Fréttablaðið greindi frá á þessum stað í gær var stuttmynd kvikmyndagerðarmannsins Rúnars Rúnarssonar, Anna, sýnd á DR fyrir skemmstu á ágætistíma. En það sem ekki kom fram í frétt- inni er að Anna er þegar farin að sanka að sér verðlaunum og er nú kominn með sex slík á ferilskrána. Þetta er samt ekki neitt miðað við Smáfugla Rúnars en hún fékk 61 verðlaun á sínum tíma. Þess ber þó að geta að Anna er 31 mínúta að lengd og það gerir hana ógilda á ansi mörgum hátíðum. - fb, drg, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.