Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 58
46 21. desember 2009 MÁNUDAGUR menning@frettabladid.is Ath kl. 20.30 Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur sína árlegu aðventutónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld.Tónleik- arnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Áheyrendum er hins vegar boðið að styrkja ferðasjóð kórsins og leggja honum þannig lið til útrásar. Kórinn mun svo syngja í miðnætur- messu kl. 23.30 á aðfangadagskvöld í Seltjarnarneskirkju. Bókmenntir ★★★★★ Vegur minn til þín Matthías Johannessen Án efa ein merkasta ljóðabók síð- ustu ára á íslensku: ljúfur skyldu- lestur ljóðaunnenda. Undirritaður hefur nú legið yfir þessari bók öllum stundum í örfáa sólarhringa og hvetur alla til að leyfa sér þann munað – bókin er enda auðug í öllum skilningi: ríflega 150 úrvalsljóð á 250 síðum og í kaupbæti einkar vandaður og skilmerkilegur eftir- máli Ástráðs Eysteinssonar sem skýrir allt sem skýra þarf á faglegu mannamáli. Bið ekki um það betra. Óska höfundi og útgáfunni til ham- ingju og lesendum góðra stunda. Takk fyrir mig. Frekari ummæli um bókina eru óþörf – þó má hnykkja á örfáum atriðum: Bókin er afar fjölbreytt bæði að efni og formi. Yrkisefnið er land og saga; tíminn, tíðarandinn og tilvistin; „tilraunadýrið maður“ – ábyrgð mannsins gagnvart sjálf- um sér, samtíð sinni, samfélagi, samborgurum, menningu, náttúru, tungu, arfleið og æru; almættið, eilífðin og dauðinn; trú og efi (Guð, guðir, goð og gátur þeirra); skarkali og þögn; kærleikur og ást; sköpunin, skáldið, listin og ljóðið. Ljóðin eru ýmist hreinræktaður módernismi (atómljóð) – arfur Eliots og Pounds, eða hefðbundinn íslenskur bragur – arfur Eddu, Egils, Lilju, Hallgríms, Jónasar og Steins, ellegar jafnvel hvorttveggja í senn í einu og sama ljóðinu sem er vandmeðfarið en heillandi kennimark þess- arar bókar og markar henni nokkra sérstöðu en minnir um leið á önnur roskin íslensk öndveg- isskáld okkar tíðar, svo sem Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri og Helga heitinn Hálfdanar- son. Þá gerir höfundur sér far um að kveða kalda stríðið í kútinn og gengur jafnvel svo langt (óbeint þó) að reisa „auðvaldinu og landvættum þess“ sögulega níðstöng – má kalla það uppgjör? Svari hver fyrir sig. En meginglíma lesandans við skáldskap þessarar bókar felst þó ekki í pólitík heldur vísunum ljóð- anna (skírskotunum/tilvísunum í skáldskap og sögu) og sjónarhorni ljóðmælandans eða samleik skálds- ins og lesandans sem er vissulega bæði flókinn og fjölbreyttur – hver það er sem mælir og hlýðir hverju sinni liggur víða ekki ljóst fyrir og tekur stöðugum breytingum. Fyrstu persónu fornafnið bæði í eintölu og fleirtölu og ekki síður annarrar per- sónu fornafnið eiga sér ótal viðmið í þessari bók og fæ ég ekki betur séð en skáldið gefi lesanda sínum vísvit- andi frelsi til að meta það endrum og sinnum – einstaka ljóð breytir til dæmis alveg um merkingu, hefur endaskipti á inntaki sínu, eftir því hvernig er valið. Eða ef til vill er réttara að segja að inntak ljóðsins sé fólgið í þessum tvíleik eða marg- ræðni. Sjálfsagt er að hvetja lesend- ur til að gaumgæfa þetta vandlega, halda vöku sinni, velta fyrir sér ótal tilbrigðum og leyfa sér að komast að fleiri en einni niðurstöðu. Ráðgát- ur ljóðanna eru vissulega margar og ögrandi (og ertandi) og þess þá heldur mikilvægt að leitin að ráðn- ingunni hafi tilgang í sjálfu sér og virki óspart ímyndunarafl lesand- ans og hugarflug (jafnvel sjálf hans og ævisögu) fremur en að beinast einatt að höfundi og „helli“ hans. Þannig getur lesandinn betur sam- samað sig skáldinu og mælandanum: snúið við hefðbundinni hlutverka- skipan án þess að rjúfa trúnað við höfundinn eða horfa framhjá erindi hans og boðskap. Í þessum efnum (sem öðrum) finnst mér bókin raun- ar mjög örlát við lesendur sína. „...það er eins og öldin arki hjá / og eilífðin standi á hleri“ segir á síðu 201. En eilífðin er ekki ein um það: ljóðin sjálf „standa víða á hleri“ og tileinka sér síðan orð og æði þeirra sem á er hlýtt – sem oftar en ekki er skáldskapur (eða önnur sann- indi) fyrri tíðar – og gera að sínum. Í þessum efnum er hugur lesandans bundnari og „frelsi“ hans snöggtum minna en þegar lesa skal úr fornöfn- um og finna þeim viðmið. Vísanir af þessu tagi eru vinsælt módern- ískt einkenni og þrengja gjarnan í senn og víkka skírskotun ljóð- anna – þ.e.a.s. víkka skírskotun þeirra sé lesandinn með á nót- unum og þekki „fyrir- myndina“ og bæti inntaki hennar við orðmynd ljóðs- ins (sem heftir raunar um leið „frjálsa túlkun“) en þrengja eða torvelda skiln- inginn sé sú þekking ekki til stað- ar og ekki opinberuð í ljóðinu. Hjá einstaka módernistum er þetta stíl- bragð allsráðandi og ber uppi heila ljóðabálka eða bækur sem eru þá fyrir vikið óaðgengilegar „venju- legum“ lesendum án athugasemda og skýringa. Er þá nærtækast að vitna til Eyðilands Eliots (eins og höfundur gerir í þessari bók) sem stendur íronískt undir nafni án útskýringa höfundar síns. Hér er farin nokkuð önnur leið: vísanir eru hér langflestar „alkunnar“ og sjaldan mjög langsóttar (og ýmsum þeirra gerð skil í eftirmála) og auk- inheldur í flestum tilfellum „ábót“ en ekki forsenda þess að njóta megi ljóðsins – skilja ljóðið ekki eftir í óvissu eða tómi þótt vísunin fari framhjá lesandanum. Yggdrasill Eddu og hellir Platóns koma til að mynda ítrekað fyrir augu lesandans án þess að slá hann út af laginu eða krefja hann um þekkingu og hefur höfundur raunar sérstakt lag á að ljá ljóðum sínum vængi sem bera þau jafnt að skynsviði og skilningi þess sem flest veit og fátt eitt. Má ætla að það sé meðvituð kúnst í þessari bók enda lagskipting ljóðanna hvergi til lýta eða trafala en ætíð kærkomin búbót þeim sem til þekkja. Vegur minn til þín er kærkomin ljóðabók, rík af merkum skáldskap, ort af miklu viti og víðtækri þekk- ingu, metnaði og djúpri tilfinningu – minnir á sígild rímuð sannindi: „Si cor non orat, in vanum lingua labor- at“ (komi bænin ekki frá hjartanu er barátta tungunnar unnin fyrir gýg). Sigurður Hróarsson Niðurstaða: Ein merkasta ljóðabók síðustu ára – auðug í öllum skilningi Sígild sannindi og munaður > Ekki missa af Jólapokagluggasýningu í anddyri Listasafns Árnesinga í Hveragerði. Hún er hluti af jóladagatali Hveragerðisbæjar, sem snýst tákn sem tengjast jólunum. Þau eru unnin af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni. Listasafninu var útdeilt jólapoka og textinn: „Jólasveinninn ber poka fullan af gjöfum til byggða. Á táknrænan hátt hengjum við síðan poka á jólatréð, eins og til að taka við gjöfum náttúrunnar.” Af því tilefni leitaði Listasafnið til tuttugu listamanna og úthlutaði þeim hvíta bréfpoka til að vinna með. Afraksturinn er nú eru til sýnis í anddyri safnsins og aðgengilegur til skoðunar í gegnum gluggana á heimasíðu safnsins. Á morgun kl. 21.00 munu þau Hallveig Rúnars- dóttir sópransöngkona og Steingrímur Þórhalls- son orgelleikari halda kyrrðar- og íhugunartón- leika í Neskirkju eins þau hafa gert af og til undanfarin ár við góðan orðstír. Tilgangur tónleikana er að hafa stund fyrir fólk til að setjast niður við kertaljós og fallega tónlist til að leitast við að finna hinn sanna anda jólanna í hinum mikla hraða og hávaða sem einkennir vestrænt jólahald nú á dögum. Boðið verður upp á blöndu af íslenskum jóla- og aðventulögum kryddað með Maríutónlist og aríum eftir Händel. Vegna þeirrar efnahagslegu lægðar sem gengur yfir landið hafa þau ákveðið að frítt skuli vera inn á tónleikana til að enginn þurfi frá að hverfa af fjárhagsástæðum en við munum hafa verður safnbauk við inngang fyrir frjáls framlög. Þau framlög sem berast eftir tónleikana munu renna óskipt til Fjölskylduhjálpar og Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur. Hallveig Rúnarsdóttir og Steingrímur Þórhallsson eru listamenn af yngri kyn- slóðinni sem hafa vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir tónlistarflutning sinn. Þau hafa starfað mikið saman við Neskirkju síðastliðin ár, þar sem þau stofnuðu ásamt fleirum endur- reisnarhópinn Rinascente. Þau hafa bæði hlotið frábæra dóma fyrir störf sín og er skemmst að minnast þátttöku þeirra í velheppnuð- um flutningi á Messíasi eftir Händel. - pbb Kyrrðartónleikar í Neskirkju BÓKMENNTIR Matthías Johannes sen skáld hefur sent frá sér stóra ljóðabók. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í kvöld verða haldnir tónleikar í djasskjallaranum Café Cultura við Hverfisgötu. Saxófónleikararn- ir Haukur Gröndal og Óskar Guð- jónsson munu leiða djasshljóm- sveit með úrvalstónlistarmönnum. Haukur og Óskar eru tveir af okkar allra bestu djassleikurum og verður án efa líf í tuskunum. Eftir hlé verður að venju svokölluð „djammsessjón“ en þá er þeim sem það kjósa frjálst að koma upp og leika með þeim félögum af fingr- um fram. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Bebopfélags Reykja- víkur en félagið hefur staðið fyrir tónleikum á hverjum mánudegi í allt haust. Blásið verður til leiks kl. 21.30 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Djassað í kvöld HAUKUR GRÖNDAL KLARINETTULEIKARI TÓNLIST Hallveig Rúnarsdóttir sópran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.