Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 70
58 21. desember 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Þýska úrvalsdeildin Kiel - Hamburg 29-29 Aron Pálmarsson kom ekki við sögu hjá Kiel. Füchse Berlin - Rhein-Neckar Löwen 33-28 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 1 mark fyrir RNL, Ólafur Stefánsson 5 en Snorri Steinn Guðjónsson ekkert. Rúnar Kárason skoraði 3 mörk fyrir Füchse. Hannover-Burgdorf - Lemgo 26-25 Hannes Jón Jónsson skoraði 3 mörk fyrir Hann- over-Burgdorf. Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson ekkert. Göppingen - Gummersbach 31-29 Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gumm. TuS N-Lübbecke - Balingen 32-24 Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Lübbecke en Þórir Ólafsson lék ekki með vegna meiðsla. Flensburg - Minden 35-21 Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Flens burg. Ingimundur Ingimundarson skoraði 4 mörk fyrir Minden og Gylfi Gylfason 2. STAÐAN Kiel 15 13 2 0 518-388 28 Hamburg 15 13 1 1 513-401 27 Flensburg 15 11 0 4 468-416 22 RN Löwen 15 10 1 4 461-403 21 Göppingen 15 10 1 4 454-447 21 Lemgo 15 9 2 4 431-402 20 Gummersb. 15 8 3 4 437-404 19 Grosswallstadt 15 8 3 4 413-401 19 Füchse Berlin 15 8 0 7 430-427 16 Magdeburg 15 7 0 8 441-452 14 Wetzlar 15 6 1 8 400-437 13 Lübbecke 15 4 3 8 419-428 11 Melsungen 15 5 0 10 402-449 10 H-Burgdorf 15 4 1 10 380-44 9 Balingen 15 3 0 12 377-405 6 Minden 15 1 3 11 355-414 5 Düsseldorf 15 2 1 12 358-440 5 Dormagen 15 2 0 13 381-480 4 Danska úrvalsdeildin Nordsjælland - GOG 28-31 Gísli Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Nord- sjælland og Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 fyrir GOG. FHK Elite - Skjern 33-24 Björn Ingi Friðþjófsson leikur með FHK. ÚRSLIT FÓTBOLTI Þrótturum barst góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í 1. deild karla í knattspyrnu er Halldór Hilmisson gekk aftur í raðir liðsins. Halldór lék með Þrótturum í fimm ár áður en hann fór í Fylki árið 2006. Þar hefur hann ætíð gegnt lykilhlutverki og lék á þeim þremur árum sem hann var í Árbænum 68 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim tólf mörk. Halldór hefur einnig leikið með Val, Fram og FH á ferlinum. Hann gerði tveggja ára samning til Þrótt en þjálfari liðsins er Páll Einarsson sem var aðstoðar- maður Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki í sumar. Halldór er 32 ára gamall og hefur á ferlinum leikið 121 leik í efstu deild og skorað í þeim þrettán mörk. - esá Liðsstyrkur til Þróttar: Halldór aftur til Þróttar Á LEIÐ Í ÞRÓTT Halldór Hilmisson í leik með Fylki síðastliðið sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Rússar urðu í gær heimsmeistarar í handknattleik kvenna eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik, 25-22. Staðan í hálf- leik var 14-11, Rússum í vil. Þetta er í fjórða sinn sem Rúss- ar verða heimsmeistarar og þriðja skiptið í röð. Yelena Dmit- iyeva skoraði átta mörk fyrir Rússa í leiknum. Norðmenn unnu lið Spánverja í leik um þriðja sætið. Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari Noregs. Rúmenar urðu í áttunda sæti á mótinu en Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, leikur með rúmenska landsliðinu. Eftir úrslitaleikinn var Liud- mila Postnova, Rússlandi, útnefnd besti leikmaður keppninnar. - esá HM í Kína lauk um helgina: Rússar enn og aftur meistarar HEIMSMEISTARAR Rússar urðu heims- meistarar í þriðja sinn í röð um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Barcelona varð um helg- ina heimsmeistari félagsliða eftir sigur á argentínska liðinu Estudi- antes, 2-1, í framlengdum úrslita- leik sem fór fram í Abu Dhabi. Lionel Messi skoraði sigurmark Börsunga í framlengingunni. Þeir argentínsku komust yfir með marki Mauro Boselli í fyrri hálfleik en þrátt fyrir þungar sóknir Börsunga tókst þeim ekki að jafna fyrr en seint í leiknum. Varamaðurinn Pedro Rodriguez skoraði jöfnunarmarkið þegar ein mínúta var til leiksloka eftir send- ingu frá Gerard Pique. Pep Guardiola, stjóri Barce- lona, hefur náð frábærum árangri með liðinu en aldrei áður hefur liði tekist að vinna sex titla á einu og sama árinu. Eftir leikinn báru tilfinningarnar hann yfirliði og hann grét þegar hann gerði sér grein fyrir hversu stórt afrek hans og lærisveina hans var. Hann sagði í viðtölum eftir leik- inn að nú væri óhjákvæmilegt að frægðarsól liðsins myndi lækka aðeins. „Okkur tókst þetta með mikilli vinnusemi en leikmenn búa einnig yfir miklum hæfileik- um. Ég held að það verði allt í lagi með okkur,“ sagði hann. „Það er óviðjafnanlegt að vinna sex titla. Þetta krefst meiri ábyrgðar af okkur og við þurfum að leggja áfram mikið á okkur til að halda okkur í hópi þeirra bestu. En ég mun aldrei gleyma því að það voru leikmennirnir sem náðu þessum árangri.“ Barcelona er nú þriðja liðið sem hefur tekist að vinna alla þrjá Evr- óputitlana sem og heimsmeistara- keppni félagsliða. Hin eru Ajax og Juventus. Eiður Smári Guðjohnsen á sinn þátt í þessum árangri en hann vann alls fimm titla með félaginu á á rinu – í spænsku úrvalsdeild- inni og spænsku bikarkeppninni, Meistaradeild Evrópu sem og í spænska og evrópska ofurbikarn- um. Hann gekk svo í raðir Monaco í Frakklandi í haust. - esá Barcelona varð heimsmeistari félagsliða og fyrsta liðið til að vinna sex titla á einu og sama árinu: Óviðjafnanlegu ári að ljúka hjá Barcelona SEX STJÖRNU MAÐUR Pep Guardiola, stjóri Barcelona, klæddur í bol með sex stjörnum sem táknar árangur félagsins á árinu. Til vinstri er Joan Laporta, forseti Barcelona. NORID PHOTOS/AFP Kjartan Henry Finnbogason er á leið aftur til Sandefjord í Noregi eftir að hafa verið í láni hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Falkirk í haust. Lánssamningur Kjartans rennur út um miðjan janúar og á hann von á því að fara aftur til Noregs þá. „Jú, það hefur gengið það illa hjá liðinu að það virðist ekki annað vera í sjónmáli,“ sagði Kjartan við Fréttablaðið í gær. „En það var reyndar aldrei í myndinni að ég yrði hér áfram á lánssamningi. Falkirk stendur til boða að kaupa mig en ég á ekki von á að það gerist.“ Samningur Kjartans við Sandefjord rennur út í desem- ber á næsta ári og má hann ræða við önnur félög næsta sumar. „Því vildi Sandefjord ekki lána mig lengur en til áramóta. Annars væri það eins og ég væri að fara frítt frá félaginu.“ Kjartan Henry hefur sjö sinnum verið í byrjunarliði Fal- kirk á leiktíðinni en hann skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu í haust, í 2-1 tapi fyrir Dundee United. En Kjartan hefur ekkert spilað síðan í lok október vegna meiðsla. „Ég er ekkert svekktur yfir því að fara aftur til Noregs en hins vegar hafa þessi meiðsli hafa verið mjög leiðinleg. Ég togn- aði á liðbandi í hné fyrir sjö vikum en upphaflega var talið að ég yrði í 4-6 vikur að ná mér. Ég fór í sprautu í fyrradag og vona ég að það verði til þess að ég geti eitthvað spilað með liðinu um hátíðarnar enda eru margir leikir þá,“ sagði Kjartan. Falkirk er á botni deildarinnar og hefur mórallinn í liðinu verið eftir því. „Það er mikið búið að ræða um hvort reka eigi þjálfarann og það er mikil pressa á liðinu. En á meðan hef ég þurft að sitja uppi í stúku og horfa á.“ Honum líst þó vel á framhaldið og ætlar að reyna að sanna sig á ný í Noregi. „Yfirmaður íþróttamála hjá Sandefjord kom til Skotlands og sá mig spila á móti Celtic. Hann sagði mér að reyna að ná mér góðum og koma svo af fullum krafti í undirbúnings- tímabilið fyrir tímabilið í norsku deildinni.“ Kjartan Henry hóf atvinnumannaferil sinn hjá Celtic í Skotlandi en hann gekk í raðir Sandefjord í fyrra og hefur síðan þá skorað tíu mörk í 33 deildarleikjum. KJARTAN HENRY FINNBOGASON: AFTUR Á LEIÐ TIL NOREGS FRÁ SKOTLANDI Það var aldrei í myndinni að lána mig lengur > KR spilaði í Kína um helgina KR lék tvo sýningarleiki við Beijing Aoeshen í borginni Chengdu í Kína um helgina. KR tapaði báðum leikj- unum, þeim fyrri 101-73 og þeim síðari 104-81. KR-ingar léku þó vel enda þurftu leikmenn að leggja á sig langt ferðalag auk þess sem leiktíminn var lengri, 48 mínútur, en þeir hafa vanist. Leikir hér á landi og annars stað- ar í Evrópu eru 40 mínútur. Tommy Johnson var stigahæstur KR-inga í fyrri leiknum með 22 stig en Semaj Inge skoraði nítján stig í þeim síðari. HANDBOLTI Kiel tókst að halda toppsæti sínu í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta eftir að hafa gert jafntefli við Hamburg á heima- velli, 29-29, í toppslag deildarinn- ar. Kiel er því enn taplaust eftir fimmtán fyrstu umferðir tíma- bilsins en þetta var annað jafn- tefli liðsins í vetur. Kiel hefur nú leikið 35 leiki í röð á heima- velli án taps. Síðast tapaði liðið á heimavelli fyrir meira en tveimur árum – þá fyrir Hamburg. Hamburg er þó aðeins einu stigi á eftir Kiel og því spenn- an enn mikil á toppi deildarinn- ar. Þessi tvö eru þó svo gott sem stungin af, sérstaklega þar sem Rhein-Neckar Löwen tapaði fyrir Füchse Berlin á útivelli í gær. Kiel var án Daniels Narcisse í gær en hann á við meiðsli að stríða. En þrátt fyrir það fékk Aron Pálmarsson ekki tækifæri í leiknum sem var jafn og spenn- andi strax frá fyrstu mínútu. Hamburg náði frumkvæðinu í leiknum og var með fjögurra marka forystu, 16-12, þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik. En heimamenn náðu að bíta frá sér og minnka muninn í eitt mark, 17-16, áður en flautað var til hálfleiks. Kiel komst svo tvisvar yfir í síðari hálfleik en enn voru það gestirnir sem höfðu und- irtökin á lokakafla leiksins, þökk sé góðri frammistöðu Johannes Bitter í markinu. Filip Jicha skoraði jöfnunarmark Kiel þegar ein mínúta var eftir og þar við sat. Lærisveinum Dags Sigurðs- sonar, þjálfara Füchse Berlin, hefur ekki gengið neitt sérstak- lega vel á heimavelli þeirra í Berlín í haust en annað var upp á teningnum í gær. Þá tók liðið á móti Rhein-Neckar Löwen sem með sigri hefði getað styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og saxað á forystu toppliðanna tveggja. En refirnir frá Berlín yfirspil- uðu ljónin frá Mannheim strax frá fyrstu mínútu og voru mest með sjö marka forystu, 19-12 í upphafi síðari hálfleiks. Besti maður Füchse Berlin var markvörðurinn Petr Strochl sem varði alls átján skot. Bartlomiej Jaszka var markahæstur með sex mörk en Rúnar Kárason lét talsvert að sér kveða og skoraði tvö mörk. Ólafur Stefánsson var meðal markahæstu leik- manna Rhein-Neckar Löwen og skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr víti, en hann reyndi að keyra áfram sóknarleik sinna manna eins og hann gat. Guð- jón Valur Sigurðsson skoraði eitt en Snorri Steinn Guðjóns- son ekkert. „Við erum mjög ánægðir með sigurinn og gríðarlega stoltir af liðinu,“ sagði Dagur Sigurðsson eftir leikinn. „Allir leikmenn stóðu sig mjög vel en við gáfum aldrei tommu eftir í leiknum. Forystan sem við byggðum upp í leiknum dugði til að missa ekki leikinn úr höndunum eftir að við lent- um í vandræðum með varnarleik þeirra,“ bætti hann við. „Ég get ekkert sagt við því að hafa tapað tveimur stig- um hér í dag. Þeir voru einfaldlega mun hungraðri og ákveðnari en við í leiknum,“ sagði Martin Schwalb, þjálfari Rhein- Neckar Löwen. eirikur@frettabladid.is Toppbaráttan enn galopin Kiel og Hamburg skildu í gær jöfn í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í hand- bolta, 29-29. Þá hafði Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin, betur gegn Ólafi Stefánssyni, æskufélaga sínum, og félögum í Rhein-Neckar Löwen á heimavelli. ENN EKKI TAPAÐ HEIMALEIK Kiel hefur ekki enn tapað á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta síðan Alfreð Gíslason tók við. NORDIC PHOTOS/ BONGARTS FÓTBOLTI Framkvæmda stjóri Bay- ern München, Uli Hoeness, segir að Luca Toni sé frjálst að fara frítt frá félaginu þegar félagaskipta- glugginn opnar um næstu áramót- in. Samband Toni og Louis van Gaal knattspyrnustjóra er mjög slæmt og vill Hoeness binda enda á þá neikvæðu fjölmiðlaumfjöll- un sem hefur verið vegna máls- ins, eins og hann sagði sjálfur við þýska fjölmiðla í gær. - esá Bayern München: Leyfir Toni að fara frítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.