Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 16
16 HÖFUÐBÚNAÐUR MEÐ VÆNGJUM Hann virðist heldur betur komast á flug, þessi þingmaður í Kúveit sem tók upp á því að laga til höfuðbúnað sinn í miðri þingræðu. NORDICPHOTOS/AFP VARSJÁ, AP Víða í Evrópu hefur hitastig fallið niður fyrir frostmark og í Póllandi létust fimmtán manns úr kulda um helgina. Mikil snjókoma hefur valdið töfum á flugi í París og Amsterdam og var flugvell- inum í Manchester og Brussel lokað vegna veðurs. Að auki urðu miklar tafir á lestaferðum víða um Evrópu vegna ísingar á lestarteinum. Flest dauðsföll voru í Póllandi, en þar mældist tuttugu stiga frost um nóttina. Fimmtán manns dóu úr kulda og hefur pólska lögreglan biðlað til fólks að vera á varðbergi og gera lögreglu viðvart, sjái það útigangsmenn á götum úti. Í Austurríki urðu tvær manneskjur úti um nótt- ina á leið heim frá kvöldskemmtun, einn lést í frönsku borginni Marseille og heimilislaus maður fannst látinn við járnbrautarstöð í Mannheim í Þýskalandi, en þar mældist fimmtán stiga frost um helgina. Frosthörkurnar hafa einnig valdið miklum usla í Ítalíu en vegna mikillar snjókomu gengur erfið- lega að flytja nauðsynjavörur milli borga. Einnig er hætta á að ólífu- og ávaxtauppskerur skemmist vegna kuldans. - sm Mikið frost hefur mælst víða um Evrópu og tafir orðið á flugi: Fimmtán létust úr kulda FROSTHÖRKUR Mikið frost er víða um Evrópu. Í Póllandi hafa fimmtán manns látist úr kulda. Tinni 690 kr. Smáratorgi + Kópavogi Sími 580 0000 + www.a4.is Ótrúleg t verð! Bækur frá Fjöl va frá 290 kr. til 690 k r. LOFTSLAGSMÁL Lítið kom út úr lofts- lagsráðstefnunni í Kaupmanna- höfn hvað samþykktir varðar. Eftir maraþonviðræður varð reyndin sú að lítið var fest á blað. Enn eru mikl- ar deilur á milli þjóða um hvernig tekið skuli á hlýnun jarðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir þá staðreynd að allir helstu þjóðarleiðtogar heimsins hafi komið til ráðslags um loftlagsmál þó mikil- væg tíðindi. Það gefi von um að sam- komulag náist á næstunni. Leiðtogar sátu á rökstólum fram eftir degi á föstudag, en síðan var embættismönnum látið eftir að klára textann. Ekki náðist samkomulag um lagalega bindandi samning, líkt og stefnt hafði verið að. Samkomu- lag náðist um markmiðið að loftslag jarðar hlýnaði ekki meira en tvær gráður frá iðnbyltingu, en þjóðir heimsins komu sér ekki saman um hvernig það skyldi útfært. Miklar væntingar voru gerðar til ráðstefnunnar og vonuðust skipu- leggjendur til að til yrði Kaup- mannahafnarsamningur sem legði ríkjum línurnar í loftslagsmálum. Þegar til kastanna kom voru ríkin ekki tilbúin til að gefa eigin hags- muni eftir til að ná samningi. Nokkuð hefur verið rætt um hlut- verk Sameinuðu þjóðanna eftir ráðstefnuna, en kerfi þeirra gerir ráð fyrir að náð sé sameiginlegri niðurstöðu um mál sem snerta þjóð- ir heimsins. Það verður til þess að einstaka ríki geta komið í veg fyrir að samningar náist. Ban Ki-moon, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, sagðist vonast til að samkomulagið í Kaupmannahöfn gæfi tóninn fyrir lagalega bindandi samning sem nást mundi í Mexíkó á næsta ári. Í samtali við breska ríkisútvarpið sagði hann samkomu- lagið vera nauðsynlegan grundvöll frekari samninga. „Mikilvægi þess verður aðeins viðurkennt þegar það verður að alþjóðlegri löggjöf. Við verðum að koma á fót lagalega bind- andi samningi á næsta ári.“ Yvo de Boer, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Sameinuðu þjóð- unum, sagði í fréttatilkynningu að frekari aðgerða væri þörf. „Við verð- um að vera hreinskilin um hvað við höfum í hendi. Alþjóðasamfélagið fer með samning frá Kaupmanna- höfn. En klárlega verður að draga meira úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda ef takast á að koma í veg fyrir meira en tveggja gráðu hlýnun jarðar.“ kolbeinn@frettabladid.is Niðurstaðan vonbrigði Eftir langar samningaviðræður á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn varð niðurstaðan almennt orðuð yfirlýsing, sem er ekki lagalega bindandi. Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn BANDARÍKIN Tólf fangar voru flutt- ir frá Guantánamo-fangelsinu til síns heima um helgina. Sex karl- menn frá Jemen, fjórir Afganar og tveir Sómalar voru fluttir frá fangelsinu. Barack Obama viðurkenndi í nóvember að ekki væri unnt að standa við áætlanir um að loka fangelsinu í janúar. Vonast er til að um 116 fangar verði sendir heim á næstu mánuðum. Jemenar eru helmingur fanga í Guantánamo og óttast bandarísk yfirvöld að þeir muni ganga aftur til liðs við herskáa hópa við heimkomuna. -sm Losna frá Guantánamo: Tólf fangar sendir heim SENDIR HEIM Áætlað er að um 116 fangar verði sendir heim frá Guan- tánamo á næstu mánuðum. Fiskiskip losnaði frá bryggju Sterkur norðanvindur gekk yfir Vest- mannaeyjar í gær. Fiskiskip losnaði frá bryggju þegar landfestar slitnuðu, hraðbátur fauk af kerru og vinnupallar fuku. Tjón mun ekki hafa verið mikið. VESTMANNAEYJAR BANDARÍKIN Demókratar í öld- ungadeild Bandaríkjaþings fullyrða að þeir hafi tryggt stuðning 60 þingmanna af 100 við nýja heilbrigðis- löggjöf Bar- acks Obama. Repúblikanar segja breyting- una of dýra og eru staðráðn- ir í að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Atkvæði um málið verða greidd í vikunni. Með frumvarpinu er tryggt að þrjátíu milljónir Banda- ríkjamanna sem hafa verið án sjúkratrygginga njóti framveg- is trygginga. Í fulltrúadeild- inni var frumvarpið samþykkt án heimildar til að greiða fyrir fóstureyðingar. - sm Nýtur stuðnings meirihluta: Greiða atkvæði nú í vikunni BARACK OBAMA FRÁ RÁÐSTEFNUNNI Aðalritari SÞ vonast til að samkomulagið í Kaupmannahöfn gefi tóninn fyrir lagalega bindandi samning sem nást myndi í Mexíkó á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP Rán með sprautunál Rán var framið í söluturni við Bústaðaveg skömmu eftir hádegi í gær. Ung kona ógnaði starfsstúlku með sprautunál og komst undan með eitthvað af peningum. Ræn- inginn var ófundinn í gær að sögn lögreglunnar í Reykjavík. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.