Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 4
4 21. desember 2009 MÁNUDAGUR GENGIÐ 18.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,2829 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,17 127,77 206,20 207,20 182,92 183,94 24,577 24,721 21,776 21,904 17,503 17,605 1,4090 1,4172 199,84 201,04 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR FULLT HÚS JÓLAGJAFA 6.990kr. 6.990kr. ÁLFTANES Viðræður vegna hugsanlegrar sameiningar Álftaness og Garðabæjar eru ekki hafnar, að sögn Kristins Guðlaugssonar, forseta bæjarstjórnar. Full- trúar í bæjarstjórn Álftaness hafi ekki haft samband við félaga sína í Garðabæ. Samkvæmt samkomulagi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sem samþykkt var á fimmtu- dag, skal Álftanes þegar hefja viðræður við önnur sveitarfélög um sameiningu. Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri Álftaness, sagði á íbúafundi á fimmtudag að viðræður hefðust þegar í stað. „Títtnefndust“ væri hugsanleg sameining við Garðabæ. Sveitarfélagið hefur frest til 20. janúar til að skila skýrslu um framgang viðræðnanna og annarra endur- reisnaraðgerða. Kristinn Guðlaugsson segir tíðindi af viðræðum verða „eitt af því sem verður bara gefið út 20. janúar“. Álftanes glímir sem kunnugt er við talsverða fjárhags örðugleika og fyrrgreint samkomulag var gert til að forða sveitarfélaginu frá greiðsluþroti. - kóþ Viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar bíða: Álftanes hefur ekki hringt FRÁ ÍBÚAFUNDI Á FIMMTUDAG Fjöldi íbúa mætti á fund með bæjarstjórn, ráðgjöfum og fulltrúum ráðuneytis. Bæjarstjóri Álftaness, síðan í september, er annar frá vinstri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Valt með hestakerru Bíll með tóma hestakerru valt á þjóðveginum milli Bláfjallaafleggjara og Litlu kaffistofunnar skömmu fyrir hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík voru þrír í bílnum og voru tveir þeirra fluttir í burtu í sjúkrabíl. Ekki er talið að fólkið hafi slasast alvarlega. Ökumaður bílsins er um fimmtugt en farþegarnir eru um fer- tugt og sautján ára. Leiðinlegt veður var á slysstað en ekki er talið að hálka hafi verið á svæðinu. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 1° -2° -1° 2° -1° 0° 1° 1° 23° 3° 18° 4° 16° -9° 1° 12° -3° Á MORGUN 6-10 m/s en hvassara SA-til. MIÐVIKUDAGUR 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. -2 -3 -4 -2 -5 0 -3 0 -3 0 -8 9 10 6 9 8 11 12 16 9 13 9 -3 -5 -4 -6 -4 -4 -5 -4 -4 -2 KÖLD JÓL Jóla- veðurspáin er óðum að taka á sig mynd. Norðan- og austanlands verða hvít jól en þeir sem búa sunnan- og vestanlands verða að sætta sig við rauð jól. Norðan- áttin er eindregin næstu daga, það verður áfram kalt og því töluverð vindkæling. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður FÓLK Hollywood-leikkonan Britt- any Murphy lést úr hjartaáfalli í gær, aðeins 32 ára gömul. Hringt var í slökkviliðið í Los Angeles snemma í gærmorgun af heim- ili hennar og eiginmanns henn- ar, handritshöfundarins Simon Monjack. Leikkonan var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Murphy sló í gegn í myndinni Clueless árið 1995. Eftir það lék hún í 8 Mile, Sin City og fleiri vinsælum myndum. Fyrir nokkrum árum sendi hún frá sér lagið Faster Kill Pussycat sem náði töluverðum vinsældum. - fb Brittany Murphy látin: Sviplegt fráfall í Hollywood BRITTANY MURPHY Hollywood-leikkon- an er látin, aðeins 32 ára að aldri. NORDICPHOTOS/GETTY VENESÚELA Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur fyrirskipað að reist verði ný herstöð við landa- mæri Venesúela og Kólumbíu. Grunnt á því góða hefur verið á milli ríkjanna að undanförnu. Stjórnvöld í Venesúela hafa ásakað nágranna sína um njósn- ir auk þess að leyfa Bandaríkja- mönnum að koma upp herstöðv- um sem nota megi til að gera árás á Venesúela. Alvaro Uribe, for- seti Kólumbíu, hefur hins vegar vísað ásökunum stjórnvalda í Venesúela alfarið á bug. Chavez segir að besta leiðin til að komast hjá stríði sé að búa sig undir stríð. Forseti Venesúela: Undirbýr her- inn undir átök LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur upp- lýsingar um að amfetamín sé fram- leitt hér á landi. Karl Steinar Vals- son, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, staðfestir þetta. „Við höfum upplýsingar um að amfetamín hafi verið framleitt á Íslandi og að það sé ennþá gert,“ segir Karl Steinar. „Það er bæði flutt inn og framleitt að einhverju leyti hér innan lands. Í nokkrum málum sem upp hafa komið hefur verið um að ræða smygl á amfet- amíni í fljótandi formi, sem hefur þá átt að fullvinna hér. Hægt er að fullvinna þetta efni á ýmsum stig- um framleiðslunnar.“ Spurður hvort talið sé að amfet- amín sé framleitt í miklu magni hér- lendis kveðst hann ekki vilja tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Götuhópur fíkniefnadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið tæp 44 kíló af fíkniefn- um í húsleitum það sem af er árinu. Á sama tíma í fyrra hafði hópurinn tekið rétt rúm níu kíló. Karl Steinar bendir á að fyrir utan það magn sem hér er um að ræða séu fjölmörg innflutnings- mál, þar sem stórar fíkniefnasend- ingar hafi verið teknar. Þessar tölur segi því aðeins hluta sögunnar, en beri engu að síður vott um frábæran árangur. „Á þessum tíma í fyrra vorum við að hefja undirbúning þess að taka þessar kannabisræktanir. Við vorum þá með ábendingar um að mikil sveifla væri að ganga yfir í innlendri framleiðslu á kannabis- efnum. Við tókum þá ákvörðun að einbeita okkur að þessum málum og það hefur sýnt sig að sú ákvörðun var hárrétt. Við höfum verið að taka meira en eina ræktun á viku að með- altali. Það eru ekki mörg ár síðan sama magn og við erum að taka á viku núna var tekið á heilu ári. Mun- urinn er því yfirgengilega mikill.“ Karl Steinar segir þessa aukn- ingu stafa af því að auk þess sem fíkniefnadeildin hafi einbeitt sér að kannabisræktunum virðist upp- sveifla hafa verið í framleiðslu fíkniefna og sölu þeirra í kjölfarið. Framboð af kókaíni hafi verið held- ur minna en oft áður. Amfetamín hafi hins vegar verið algengasta sterka efnið hér á landi í mörg ár. jss@frettabladid.is KARL STEINAR VALSSON Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu segir það magn sem götuhópurinn hefur tekið á árinu bera vott um frábæran árangur. Amfetamín er enn framleitt hér á landi Götuhópur fíkniefnalögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið tæp 45 kíló af fíkniefnum í húsleitum það sem af er árinu. Karl Steinar Valsson segir lögregluna hafa upplýsingar um að amfetamín sé enn framleitt hér á landi. Magn það sem af er árinu 2009 og á sama tíma árið 2008. Efni: 2008 2009 Ræktanir 403 stk. 59 stk. Kannabisplöntur 403 stk. 8.897 stk. Maríjúana 3.020 g 16,262 kg Kannabisefni 1.459 g 20,491 kg Amfetamín 1.162 g 2.190,85 g Kókaín 1.459 g 618,94 g E-töflur 614 stk. 127 stk. Hass 1.332 g 4.648,72 kg Sterar 2.114 tfl. 11.424 tfl. Sterar 63 ml 2.685 ml Hassolía 150 ml 1,53 ml Samtals 9.150 kg 44.920 kg HALDLÖGÐ EFNI Í HÚSLEITUM LANDBÚNAÐUR Sala á kindakjöti jókst um nítján prósent og sala á kjúklingum um fimmtán prósent í nóvember síðastliðnum saman- borið við sama mánuð í fyrra. Nautakjötssala jókst um rúmlega tólf prósent, en sala á svínakjöti dróst saman um átján prósent. Þetta kemur fram í samantekt Landsambands kúabænda.Fram- leiðsla á kindakjöti dróst á sama tíma saman um tólf prósent og framleiðsla svínakjöts um sautj- án prósent. Framleiðsla á kjúkl- ingum jókst um 25 prósent, og framleiðsla á nautakjöti jókst um fjórtán prósent. - bj Landsmenn auka kjötneyslu: Aukning í öðru en svínakjöti FRAMLEIÐSLA Framleiðsla á kjúklingum og nautakjöti jókst í síðasta mánuði. HÚNAVATNSSÝSLA Björgunar- sveitarmenn í Húnavatnssýslu sóttu kindur í Oddnýjargil upp á hálendi fyrir helgi. Rjúpna- skyttur urðu varar við féð en það var Fjallaskilanefnd Húnavatns- hrepps sem leitaði til björgunar- sveitarinnar Blöndu eftir aðstoð. Fimm björgunarsveitarmenn ásamt hundi fóru upp að Lang- jökli og fundu þar kind með tveimur lömbum. Kindin og annað lambið náðust en hitt lamb- ið komst undan. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort farinn verður annar leiðangur til að ná í lambið sem eftir varð. - sm Óskilafé á Langjökli: Björguðu kind og lambi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.