Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 50
38 21. desember 2009 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Þórólfur Guðnason og Har- aldur Briem skrifa um bólu- efni Þorsteinn Sch. Thorsteinsson ritar grein í Fréttablaðið þ. 17. desember sl. þar sem hann mótmæl- ir þeirri ákvörðun að velja bóluefn- ið Pandemrix® til notkunar hér á landi við bólusetningu gegn svína- inflúensu. Þorsteinn hefur nýlega ritað tvær greinar í Morgunblaðið um nákvæmlega sama efni og var fyrri grein hans svarað í Morgun- blaðinu þann 1. desember. Þar sem allar þrjár greinar Þor- steins eru nánast eins og einni þeirra hefur áður verið svarað þá kann að vera óþarfi að svara grein hans í Fréttablaðinu. Þó er óhjá- kvæmilegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur í greininni. Þorsteinn talar um að fjöldi aðila víðs vegar um heiminn hafi lagt fram kæru vegna skaða sem þeir hafi hlotið af völdum bóluefnisins. Því er til að svara að hvergi hefur komið fram að fjöldi einstaklinga hafi hlotið skaða af bóluefninu. Hið sanna er að Lyfjastofnun Evr- ópusambandsins sem fylgist með öryggi bóluefnisins hefur þvert á móti fullyrt að bóluefnið sem notað er hér á landi uppfyllir alla staðla um öryggi. Stofnunin bendir einn- ig á að reynslan af bólusetningu tuga milljóna einstaklinga á síðustu mánuðum sýni að bóluefnið er jafn öruggt og önnur bóluefni. Þorsteinn heldur því fram að landlæknisembættið hafi ekkert fjallað um squalene-efnið sem notað er sem ónæmisglæðir í bóluefninu. Hið rétta er að landlæknis embættið fjallar um skvalen (e. squalene) á upplýsingasíðu sinni (http://influ- ensa.is) og hefur auk þess fjallað um skvalen víða í fjölmiðlum og m.a. í áðurnefndri grein í Morgunblaðinu 1. desember sl. Skvalen hefur verið rannsakað í bóluefnum hjá tugum milljóna einstaklinga og alvarlegum aukaverkunum ekki verið lýst. Bandarískir hermenn í Persaflóa- stríðinu sem Þorsteinn telur að hafi orðið fyrir skaða af völdum skvalen í bóluefnum höfðu margar nærtæk- ar skýringar á þeim andlegu og lík- amlegu sjúkdómum sem þeir urðu fyrir. Það er í raun furðulegt að láta sér detta í hug að skvalen, sem átti að hafa verið í bóluefninu sem þess- ir hermenn voru bólusettir með, hafi valdið þessum sjúkdómum. Þetta er sérstaklega furðulegt þegar haft er í huga að þessum sjúkdómum hefur ekki verið lýst hjá milljónum ann- arra einstaklinga sem fengið hafa skvalen í bóluefnum og svo þeirrar staðreyndar að squalene var ekki í neinu af þeim bóluefnum sem her- mennirnir voru bólusettir með. Þorsteinn telur upp nokkra sér- fræðinga sem eiga að hafa lýst yfir skaðsemi skvalen í bóluefnum. Ekki er að finna neinar rannsóknir frá þessum einstaklingum um þetta efni í viðurkenndum vísindatíma- ritum og verður því að draga í efa sérfræðiþekkingu þeirra á efninu. Sóttvarnalæknir telur að bóluefnið sem valið var hér á landi til að hindra útbreiðslu svínainflúensunnar og til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar hennar sé öflugt og öruggt. Hann hvetur alla landsmenn til að láta bólusetja sig svo koma megi í veg fyrir annan faraldur svínainflúens- unnar síðar á þessum vetri. Þórólfur er yfirlæknir og Haraldur sóttvarnalæknir á Sóttvarnasviði landlæknis- embættisins. Enn um bóluefni UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradótt- ir skrifar um orkumál Hrunið ætti að hafa kennt okkur það að einkaaðil- ar fara ekki endilega betur en opinberir aðilar með fjármagn, fyrirtæki, orð- spor eða auðlindir. Auðlind- ir þjóða geta aldrei verið einkamál fárra, þær eru lífsviður- væri þjóða, sá grunnur sem hvert samfélag hefur til að byggja á. Þróa sína atvinnuvegi og ná samfélags- legum árangri. Þjóðin öll á að njóta auðlinda sinna og nýting þeirra á að vera með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Úr sjávarútvegi höfum við slæma reynslu af því að framselja nýtingu sameiginlegra auðlinda til útvalinna einstaklinga. Skuldsetning sjávar- útvegs hefur með framsali aflaheim- ilda margfaldast og mörg sorgleg dæmi eru um það að einkahagsmun- ir hafi verið teknir fram fyrir hags- muni heildarinnar, þar sem kvóti hefur verið seldur frá heilu byggðar- lögunum. Það mikil gæfa að tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkj- un og Orkuveita Reykjavíkur, eru enn að fullu í almannaeigu. Orku- fyrirtækin gegna mikilvægu hlut- verki sem liggur bæði í því að nýta mikilvægar auðlindir landsins, auk þess að veita mikilvæga grunnþjón- ustu. Nýting á sameiginlegum orku- auðlindum verður að vera sjálfbær og í sátt við umhverfið og ráðstöf- un orkunnar verður að fara saman við þjóðarhagsmuni. Að fyrirtæk- in verði áfram í opinberri eigu er grundvöllur þess að tryggja að svo verði. Ekki er nóg að orkufyrirtækin hafi viðunandi hagnaðarvon af orku- sölunni heldur ber okkur skylda til að beina notkun inni í þjóðhagslega hag- kvæman farveg. Horfa verður til fjöl- breytni, mannaflsþarfar og umhverfissjónarmiða þegar við horfum til uppbyggingar á raforkufrekum iðnaði. Sú grunnþjónusta sem Orkuveitan veitir, rafmagn, hitaveita, drykkjarvatn, gagnaveita og fráveita er þess eðlis að miklir samfé- lagslegir hagsmunir liggja í því að þessi starfsemi sé á hendi opinberra aðila sem hafa fyrst og fremst samfélagslega hagsmuni í fyrirrúmi. Einnig er mikil vægt að skýr pólitísk ábyrgð og pólitískt aðhald sé á þessum rekstri alveg eins og annarri samfélagsþjón- ustu sveitarfélaga. Einkarekstur og samkeppni hafa vissulega kosti fyrir uppgang í sam- félaginu en einkarekstur er ekki sjálfkrafa betri en opinber rekstur. Sérstaklega þegar kemur að þáttum þar sem nauðsynlegt er að hagsmun- ir heildarinnar séu ávallt ofar einka- hagsmunum, þetta á við um helstu innviði samfélagsins og sameigin- legar auðlindir. Fyrningarleiðin sem ríkistjórnin boðar, byggir á innköll- un aflaheimilda yfir langan tíma og virkar þá eins og afskriftir aflaheim- ilda í bókhaldi útgerða, alveg eins og afskriftir skipa og annars búnaðar. Þetta er góð leið til að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við þurfum að passa að mistökin endurtaki sig ekki. Kreppan sem við nú göngum í gegn- um má ekki verða til þess að við selj- um frá okkur framtíðina. En velferð þjóða er nátengd því að þær nýti auð- lindir sínar í þágu heildarinnar. Þetta verðum við að hafa hugfast þegar næstu skref verða tekin hvað varð- ar orkufyrirtækin okkar. Mikil tæki- færi liggja í þeirri þekkingu sem við búum yfir á sviði umhverfisvænnar orkunýtingar. Þau tækifæri eiga til langrar framtíðar að nýtast þjóðinni allri. Höfundur er borgarfulltrúi. Auðlindir og nýtingarréttur UMRÆÐAN Hildur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar um ungt fólk og at- vinnumál Fyrir skömmu ritaði Sindri Snær Einarsson, varaformað- ur Landssambands æskulýðsfé- laga, grein hér í blaðið um úrræði til handa ungu atvinnulausu fólki og hvaða leiðir mætti fara í þeim efnum til að tryggja betri nýtingu fjármagns í þágu þessa hóps. Ég tek undir þær hugmyndir sem lagðar eru fram í greininni. Mik- ilvægt er að nýta fjármagn til handa ungu fólki án atvinnu á sem bestan hátt og leggja áherslu á að sem flest virkniúrræði séu í boði fyrir hópinn. Þegar virkniúrræði fyrir ungt atvinnulaust fólk eru rædd þarf að horfa til þess að um er að ræða mjög fjölbreyttan hóp. Í því ljósi er afar mikilvægt að úrræði fyrir hann séu sem fjölbreyttust svo allir finni eitthvað við sitt hæfi. Það hentar alls ekki öllum að vera í skóla og meðan enga vinnu er að fá er mikilvægt að þessi hópur geti fundið sér eitthvað að hafa fyrir stafni sem bæði eykur færni þeirra og losar þau úr víta- hring aðgerðaleysis. Hér koma félags- og æskulýðssamtök sterkt inn. Innan veggja alla þeirra fjöl- breyttu flóru félags- og æskulýðs- samtaka sem starfandi eru hér á landi er að finna fjöldann allan af áhugaverðum og uppbyggjandi verkefnum sem ungt fólk getur tekið þátt í. Í starfi hjá félags- og æskulýðssamtökum fer fram mikil óformleg menntun sem nýt- ist einstaklingum vel í formlegu námi, einkalífi og launuðum störf- um. Félags- og æskulýðssamtök standa nú frammi fyrir samdrætti líkt og aðrir í þjóðfélaginu á sama tíma og hlutverk þeirra hefur aldrei verið mikilvægara. Við hjá Landssambandi æskulýðsfélaga leggjum því mikla áherslu á að vel sé staðið við bakið á félaga- og æskulýðssamtökum og þau nýtt til að byggja samfélagið upp að nýju. Það hefur löngum verið sannað og kom síðast fram á fundi Háskóla Íslands og Almannaheilla þann 27. nóvember sl., að það fjármagn sem lagt er til félags- og æskulýðssam- taka skilar sér margfalt til baka til þjóðfélagsins. Hæfileiki félags- og æskulýðssamtaka felst í því að geta gert meira úr peningum en ríkið. Það er því hagur ríkisins á tímum samdráttar og sparnað- ar að styðja dyggilega við bakið á félags- og æskulýðssamtökum þegar hugað er að úrræðum á vandamálum þjóðarinnar og þá sérstaklega ungs fólks. Þegar fjármagni er útdeilt til félaga- og æskulýðssamtaka er mikilvægt horfa til þess hvað á að leggja áherslu á. Í ljósi þess að nú er verið að ræða úrræði fyrir atvinnulaust ungt fólk er mikilvægt að fjármagnið fylgi unga fólkinu. Á Íslandi rennur nú stærstur hluti fjármagns til æskulýðsmála til um 10-20% af æsku landsins og langminnsta fjármagnið fer til þess aldurs- hóps sem er í hvað mestri hættu á tímum efnahagsþrenginga og er nú stærsti hópur atvinnulausra hér landi eða 16-25 ára. Til að geta nýtt fjármagn sem best þarf það að fylgja unga fólkinu og þeirra áhugamálum. Sindri kom inn á í grein sinni, sem nefnd var hér í upphafi, að það að styrkja sjóði til handa ungu fólki og setja á fót úrræði á við Austurbæjarbíó væru kostir sem hefðu sannað sig. Undir það tek ég en legg einnig áherslu á að styrkir til æskulýðs- félaga sem bjóða upp á verkefni og tækifæri fyrir ungt fólk eru enn ein lausnin sem mikilvægt er að horfa til. Að sjálfsögðu eru þetta ekki einu lausnirnar en nauðsyn- legt er að huga að þeim til jafns við menntunar úrræði innan hins formlega skólakerfis. Aðalatriðið er að sem flest úrræði séu í boði fyrir ungt fólk og hugað sé að þeim öllum þegar fjármagni er úthlutað. Til að hægt sé að horfa til framtíðar og skoða fjárúthlut- anir til ungs fólks er mikilvægt að þeir sem útdeila fjármagninu hafi sett sér stefnu í málefnum ungs fólks. Grunnurinn að sann- gjarnri úthlutun fyrir ungt fólk er að stefna af þessu tagi sé til og að fjármagnið fylgi henni. Hafi menn stefnu í málaflokknum er minni hætta á að upp komi fum og fát og gripið sé til aðgerða sem ekki eru hugsuð frá öllum sjónar- hornum þegar þrengir að hópn- um og vandamál koma upp. Menn vita þá hvert þeir stefna. Margar nágrannaþjóðir okkar hafa sett sér stefnu sem þessa og má þar meðal annars nefna bæði Svía og Finna. Reynsla þeirra af heildar- stefnu í málaflokknum er góð og ættu því ráðamenn hér á landi að líta til þeirra og kanna hvað er hægt að læra af reynslu þeirra af stefnumótun í málaflokki ungs fólks. Mikilvægt er að við gerð stefnu í málefnum ungs fólks séu störf í félags- og æskulýðsfélögum virt sem tækifæri fyrir einstakl- inga og viðurkennd sú óformlega menntun sem ungt fólk öðlast í starfi sínu á þessum vettvangi. Með skýrri stefnu í málaflokki ungs fólks, auknum stuðningi við félags- og æskulýðsfélög, fjöl- breyttum virkniúrræðum, sterk- um styrktarsjóðum til handa ungu fólki og æskulýðsfélögum og tækifærum fyrir ungt fólk til formlegrar menntunar eru meiri líkur á að hægt sé að taka á þeim vanda sem ungt fólk stend- ur frammi fyrir í dag sem og að horfa til framtíðar í málefnum ungs fólks og skapa þeim tæki- færi í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga. Tækifæri í æskulýðssamtökum Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Lágmarkskaup 5.000 kr. Enginn munur á kaup- og sölugengi. » » » » » innlán ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf90% 10% RÍKISVÍXLASJÓÐUR Traustur kostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir ÞÓRÓLFUR GUÐNASON HARALDUR BRIEM SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.