Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 60
48 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
folk@frettabladid.is
> BÓNORÐ Í VÆNDUM?
Kanye West er sagður vilja giftast kær-
ustu sinni, fyrirsætunni Amber Rose.
Samkvæmt heimildum breska
dagblaðsins The Daily Star er
rapparinn sagður ætla að bjóða
Rose í rómantíska ferð til Dóm-
iníska lýðveldisins í Karíba-
hafinu í byrjun næsta árs og
biðja hennar þar. Þar munu
þau gista í átta herbergja
lúxus-villu sem kostar hvorki
meira né minna en 2.000
pund á nóttu.
„Ég held að það liggi um þrjú þúsund
heimildir til grundvallar þessari
bók. Þetta er heimildarvinna á við
tvær doktorsritgerðir,“ segir Jónas
Knútsson, sem sendi á dögunum
frá sér Bíósögu Bandaríkjanna.
Jónas hóf vinnu við bókina
árið 2000 og síðan þá hefur
gríðarlegur tími farið í verk-
efnið. „Þetta var eiginlega
stórslys. Ég hafði áður samið
fjórar greinar um kvikmynda-
sögu Þýskalands fyrir Mogg-
ann. Fyrst ég var búsettur í Banda-
ríkjunum fannst mér gráupplagt að
fara í bíósögu Bandaríkjanna,“ segir
hann. „Þetta er eiginlega verkefni
sem fer úr böndunum og er miklu
stærra í sniðum en maður gerir sér
grein fyrir. Maður áttaði sig á því
að maður veit miklu minna um bíósögu
Bandaríkjanna en maður heldur. Þetta
er stór og mikil saga sem býr þarna að
baki.“
Jónas er mikill kvikmyndaáhugamað-
ur og er með BA-gráðu frá New York-
háskólanum í kvikmyndaleikstjórn og
kvikmyndafræðum. Hann hefur meðal
annars gert heimildarmynd um Sverri
Stormsker sem var sýnd í Sjónvarpinu.
Hann er einnig með háskólapróf í latínu
og hefur unnið mikið sem þýðandi.
Jónas vonast til að Bíósagan verði þýdd
á erlend tungumál, enda hefur slík saga
ekki áður verið tekin saman með þessum
hætti síðan 1950. Alls eru 350 blaðsíður í
bókinni og 600 ljósmyndir. „Hún er hugs-
uð sem uppflettirit sem menn grípa í á
góðri stundu,“ segir Jónas, sem sjálfur
er mikill Gög og Gokke-aðdáandi. - fb
Eins og tvær doktorsritgerðir
ELSKAR GÖG OG GOKKE Jónas hefur sent frá
sér bókina Bíósaga Bandaríkjanna sem hann
byrjaði að skrifa árið 2000. MYND/CHRISTIAN TUEMPLING
Tónlist ★★★★
Lover in the Dark
Berndsen
Örlí-eitís alla leið
Platan Lover in the Dark er hugarfóstur Davíðs
Berndsen og Sveinbjörns „Hermigervils“ Thor-
arensen. Þeir semja lögin saman, Davíð syngur og Sveinbjörn sér nánast
um alla tónlistina. Báðir eru miklar hljóðgervlanördar og fíklar í hljóðgerv-
laknúna eitís-músík – og þá frekar í „örlí-eitís“, en það sem á eftir kom,
axlarpúðaklætt og stífmálað. Þetta er vissulega hljóðheimur sem er löngu
hættur að vera nýr og ferskur enda búið að vinna með þessi sánd út og
suður áratugum saman. Einu sinni voru gítarleikarar vissir um að svuntu-
þeysirinn myndi steindrepa alla tónlistarsköpun, en nú er enginn að spá í
þessu lengur. Músík er bara músík,
sama á hvað fólk býr hana til. Strák-
arnir yfirkeyra sig ekki á áhrifavöld-
unum. Þeir vitna reyndar ótt og títt
til skyrtuklæddra höfðingja fortíðar
og hljómsveita eins og O.M.D. og
Human League, en bæta þó við
fróðleik og vitneskju frá árunum
þrjátíu sem liðin eru og þónokkru
frá eigin brjósti.
Þessi plata er ljómandi skemmti-
leg, létt og hress með svalari
þyngslum inn á milli. Afburðalag er Supertime, sem frábært bílslysamynd-
band var gert við í sumar. Jafn grípandi lag með svona flottu myndbandi
ætti léttilega að ná almennilega í gegn. Það er enginn skortur á góðum
lögum, þótt þau komist kannski ekki alveg jafnfætis Súpertæminu. Til
að mynda eru hin laufléttu Young Boys og In Sight mjög góð stuðlög og
vélmennarokkið í The Perfect Human er töff og gantast með framtíðarsýnir
fortíðar og þess alvarleika sem þessum framtíðarspám fylgdu – þú veist,
vélmennin tækju völdin, og allt það.
Vissulega fer það mikið eftir því hversu svag fólk er fyrir tímabilinu sem
platan vitnar til hvernig verkið leggst í það. Hér er fátt sem gleður þá mörgu
sem finnst eitísið hin myrka öld tónlistarlegrar niðurlægingar. Hinir komast
í feitt og ættu auðveldlega að geta kjamsað á þessari fínu skífu. Menn
voru tilraunakenndir og framsæknir á þessum tíma, en samt að gera popp.
Berndsen líka. Dr. Gunni
Niðurstaða: Ljómandi góð poppplata klædd í smart föt frá byrjun níunda
EFTIRMINNILEGT MYNDBAND Við besta
lag disksins, Supertime.
MYND/LÉO STEFÁNSSON
Gönguskór á jólatilboði
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Fjöldi þekktra einstaklinga
féll frá árið 2009 og var
poppgoðið Michael Jack-
son þar á meðal. Andlát
frægra stjarna vekur ávallt
eftirtekt, og líður mörgum
áhangendum sem þeir hafi
misst einhvern nákominn.
FALLNAR STJÖRNUR MICHAEL JACKSONPoppgoðið Michael Jack-
son lést 25. júní.
Hann hné niður
á heimili sínu í
Los Angeles eftir
að hafa fengið
hjartaáfall. Hann var
úrskurðaður látinn við
komuna á spítalann. Dauði
Jacksons þótti dularfullur og er
talið að ofnotkun verkjalyfja hafi verið
orsök hjartaáfallsins. Jackson skilur eftir sig þrjú
börn.
NATASHA RICHARDSON
Leikkonan Natasha Richardson lést eftir
höfuðhögg hinn 18. mars. Richardson
hafði verið í skíðakennslu í Kanada
þegar hún datt og hlaut höfuðhögg,
leikkonan neitaði þó að gangast undir
læknisskoðun og fór þess í stað heim
að hvíla sig. Nokkrum tímum seinna var
hún flutt á sjúkrahús vegna höfuðverks
en lést á leiðinni. Richardson var gift
leikaranum Liam Neeson og áttu þau
saman tvo drengi.
DOM DELUISE
Gamanleikarinn Dom
DeLuise lést 4. maí
eftir að nýrun hættu
skyndilega að starfa.
DeLuise hafði lengi þjáðst
af sykursýki og of háum
blóðþrýstingi vegna
offitu og má rekja nýrna-
sjúkdóminn til þessa.
Coldplay ætlar að selja föt sín og
gefa ágóðann til góðgerðamála.
Hljómsveitin vonast til að safna
þúsundum punda fyrir góðgerða-
samtökin Kids Company með því
að selja fatnað svo sem skó sem
þeir klæddust á Glastonbury-tón-
listarhátíðinni og fyrsta gítar
söngvarans Chris Martin. Þá ætla
þeir að selja jakkana fjóra sem
hljómsveitarmeðlimirnir bjuggu
sjálfir til og klæddust á heimstón-
leikaferðalagi sínu Viva la Vida.
Talið er að mesti hagnaðurinn
muni hljótast af sölu á gítar
Chris, en hann notaði gítarinn til
að semja mörg af fyrstu slögurum
Coldplay. Annar varningur verður
einnig til sölu, svo sem snjáð der-
húfa gítarleikarans Jonny Buck-
land sem hann var með daglega
á tónleikaferðalagi sveitarinnar.
Salan fer fram á eBay síðu Kids
Company og stendur yfir til 31.
desember.
Föt Coldplay
til sölu
LÁTA GOTT AF SÉR LEIÐA Allur hagnaður
af sölunni á fötum og varningi Coldplay
mun renna til góðgerðasamtakanna
Kids Company.
DAVID CARRADINE
Leikarinn David Carradine fannt
látinn á hótelherbergi í Bangkok í
Taílandi 4. júní í sumar. Lögreglan
kom að leikaranum þar sem hann
hékk inni í fataskáp, aðkoman þótti
hin undarlegasta og vildi lögreglan
ekki útiloka þann möguleika að ein-
hver hefði myrt leikarann. Að lokum
úrskurðaði dómari að Carradine
hafði fallið fyrir eigin hendi.
Carradine var einna þekktastur fyrir
leik sinn í kvikmyndunum Kill Bill.
FARRAH FAWCETT
Leikkonan Farrah Fawcett lést 25. júní
eftir áralanga baráttu
við krabbamein.
Fawcett hafði glímt
við krabbamein frá
árinu 2006 og hafði
hún skrásett alla
sjúkrasögu sína frá
árinu 2007. Krabba-
meinið breiddist út
og Fawcett lést á
gjörgæslu Saint John’s
spítalans í Santa Mon-
ica. Fawcett var einna
þekktust fyrir leik sinn
í sjónvarpsþáttunum
Charlie‘s Angels.
PATRICK SWAYZE
Leikarinn og dansarinn Patrick
Swayze lést 14. september
eftir erfiða baráttu við
krabbamein. Swayze var
ávallt mjög opinskár
með sjúkdóm sinn og
lét meðal annars hafa
eftir sér við eitt tæki-
færi; „Ég er aðeins
einn af mörgum
einstaklingum sem
þurfs að berjast við
þennan sjúkdóm.“
Eftirminnilegustu
hlutverk Swayze voru í
kvikmyndunum Dirty
Dancing og Ghost.