Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 64
52 21. desember 2009 MÁNUDAGUR Egill „þykki“ Einarsson sendi á dögunum frá sér bókina Mannasiðir Gillz. Bókin hefur notið tals- verðra vinsælda og situr í þriðja sæti á vinsældalista Eymundsson. Fréttablaðið grípur hér niður í kaflann „Hvernig á að sleikja rass- gatið á yfirmanninum“ úr bókinni. Það hafa allir einhvern tímann lent í því að vera í vinnunni og hugsa: „Af hverju er Siggi orðinn yfirmaður þessa sviðs, hann gerir ekki rassgat hérna nema að sleikja rassgatið á öllum yfirmönnunum!” Svarið er ósköp einfalt: Það er af því að Siggi kann að sleikja rass- göt. Jújú, þú getur mætt í vinnuna á réttum tíma, staðið þig mjög vel en ef yfirmaðurinn þinn fílar þig ekki ertu bara stuck einhversstað- ar niðri. Sem þýðir að þú ert fast- ur á ákveðnum stað í vinnunni og getur hvorki fengið hærri laun né náð lengra. Þú vilt vera yfirmaður Lífið snýst um money. Ekki vera metnaðarlaus aumingi sem sætt- ir sig við að vera meðalmaður. Þú vilt ná lengra! Þú vilt vera yfir- maður, láta undirmennina vinna vinnuna fyrir þig og láta budduna þína tikka meðan þú ert í golfi í Portúgal með félögunum. Hvernig gerirðu það? Að sjálfsögðu skiptir menntun máli, að vera duglegur er lykilatriði í þessu eins og öðru. Jafnframt skiptir metnaðurinn miklu máli! En þetta kemur þér bara x langt. Á ákveðnum tíma- punkti, ef þú vilt ná lengra, þá þarftu að læra að sleikja rassgöt. Þegar ég var að vinna í IKEA einu sinni þá voru oftar en ekki rasshausar í yfirmannastöðum sem voru gjörsamlega hæfir. En þeir kunnu þetta – að sleikja rass- göt. „Lestu“ yfirmanninn Það er ekki nóg að vera góður í að stjórna undirmönnum – þú verður líka að læra að stjórna yfirmannin- um. Lærðu að „lesa“ hann. Hvernig skapi er hann í þennan daginn? Er hann pirraður, er hann hress, leið- ur? Tapaði uppáhaldsliðið hans í enska boltanum um helgina? Fylgj- ast með þessu öllu. Það er kannski full hart að kalla þetta að sleikja rassgatið á yfirmanni sínum. Í raun er þess vegna hægt að kalla þetta bara: Hvernig áttu að höndla yfirmann þinn svo allt gangi eins þægilega fyrir sig í vinnunni og mögulegt er. Láttu honum líka vel við þig Ef þú getur ekki fengið yfirmann þinn til að líka vel við þig þá er það ekki honum að kenna heldur þér. Ef áhugamál hans eru til dæmis badminton, hommaklám og enski boltinn þá ert þú að fara að stúdera þessa hluti og ræða þá reglulega við hann. „Hallur, heyrðu varstu búinn að sjá nýjustu hommaklámmynd- ina með vini Haffa Haff? Djöf- ulsins rugl maður, heldurðu ekki bara að hann fái slökkviliðstæki upp í rassgatið á sér! Alveg magn- að.“ LÁTTU HONUM líka vel við þig! Félagi minn, Gylfi Þór Gylfa- son, bjargaði eitt sinn yfirmanni sínum listilega. Gylfi stóð ásamt honum í hópi fólks og yfirmaður- inn rekur við. Gylfi var eldfljótur að hugsa og sagði strax afsakið og tók þannig sökina á sig. Hann fékk svo að hætta fyrr þann daginn á fullum launum! Það getur borgað sig að vera fljótur að hugsa. Allir vilja hrós Hrósaðu yfirmanni þínum reglu- lega. Var hann að loka einhverjum díl í vinnunni eða leysti hann eitt- hvað verkefni vel? Hrósaðu honum. Allir hafa egó og vilja hrós. Ekki hrósa honum samt á hverjum ein- asta degi því þá fer hann að sjá í gegnum þetta. Passaðu þig að segja ekki já við öllu sem yfirmaðurinn segir. Þá fer hann að líta á þig sem rasshaus sem segir einmitt já við öllu til að sleikja hann upp. Vertu af og til ósammála honum og komdu þá með góð rök. Þá sér hann for- ystuhæfileika hjá þér og þú verður mögulega hækkaður í tign. Taktu blað og penna á fundi Ef þú ert að fara á fund með yfir- manni þínum taktu með þér blað og penna. Þú getur verið að skrifa niður uppáhalds bíómyndasetn- ingarnar þínar eða tippa á hvern- ig leikirnir í enska boltanum fara en það skiptir engu máli. Hann sér þig bara vera að punkta niður hjá þér og verður ánægður með hversu metnaðarfullur þú ert. Ég notaði þetta reglulega þegar ég var lag- ermaður og tyllti mér hjá Bjarna lagerstjóra. Ég var að ræða við hann um eitthvert verkefni og teiknaði jullur á blaðið á meðan. Hann var hrikalega ánægður með hvað kallinn var metnaðarfullur. Ekki deila við stjórann ALDREI þykjast vera gáfaðari en yfirmaðurinn. Sérstaklega ekki fyrir framan hóp af fólki. Það er ekkert sem hann hatar meira. Ef þú ert að senda meil á æðsta yfirmann fyrirtækis og ætlar að sleikja rass- gatið á honum ekki bæta þá næsta yfirmanni þínum í CC. Hann verð- ur brjálaður þegar hann sér að þú leitaðir ekki til hans heldur fórst fyrir ofan hann til að vera flottur gæi. Yfirmaður þinn mun lækka þig í tign og gefa þér stígvélið áður en þú veist af. Nú, eða þú verður strípaður þegar bónusinn verður næst greiddur út. Ef starfsmannastjórinn sendir út póst þar sem óskað er eftir sparn- aðarhugmyndum, ekki ríplæja á alla og leggja til að starfsmanna- stjóranum verði sagt upp störfum. Það er búið að reyna það og það gaf ekki góða raun. Þegar starfsmanna- stjórinn talaði um hreinskiptni í ræðu sinni á starfsdeginum, mitt á milli kaflans um hve fyrirtæk- ið væri fjölskylduvænt og kaflans um að fyrirtækið væri í raun fjöl- skylda, þá átti hann ekki alveg við svona mikla hreinskiptni. Ekki fela vandamálin Ef upp kemur vandamál ekki fela það fyrir yfirmanni þínum. Ef hann kemst að því mun taka þig marga mánuði að vinna hann aftur á þitt band. Yfirmaðurinn þinn vill þrátt fyrir allt frekar lausnir en vandamál. Ef þú ert alltaf að koma með vandamál til hans en engar lausnir fer hann að hata þig. Vertu alltaf klár með tvær til þrjár hug- myndir um hvernig má leysa öll mál. Ekki samt koma með of mörg vandamál til hans í einu. Mættu með eitt vandamál í senn. Ef þú reynist einn risastór vandamála- pakki reynir hann að forðast þig og rekur þig á endanum. Brostu Leystu öll verkefni brosandi. Hversu flókið er að brosa? Þegar ég var að vinna sem pizzasend- ill á Pizza Mambó þá var ég pirr- aður í vinnunni einn daginn og brosti ekkert. Daginn eftir var ég lækkaður í tign og gerður að brauðstangatækni. Það tók mig heila viku að vinna mig aftur upp í sendlastöðuna. Fylgstu með dagskránni hjá yfirmanninum. Ekki rölta inn á skrifstofuna hans með eitthvert verkefni sem þarf að leysa ef það er kortér í mikilvægan fund hjá honum. Þá getur hann ekki ein- beitt sér nóg að þér og athyglin er annars staðar. Ef þú drullaðir á þig í einhverju verkefni viðurkenndu það þá. Þegar ég var að vinna í IKEA eitt sinn þá var ég að lagerast á lyftara og að hlusta á snillingana Sigurjón Kjartans og Jón Gnarr í Tvíhöfða. Ég fékk hláturskast og velti þá óvart heilu bretti af skápum sem kostaði ekki undir hálfri kúlu. Ég var að spá í að hlaupa í burtu því það voru engin vitni. Ég var líka að spá í að ljúga því að Stjáni feiti lagermaður hefði gert þetta því ég vissi alltaf að ef það væri hans orð á móti mínum þá yrði mér trúað frekar. En hvað gerði ég? Spark- aði upp hurðinni hjá Bjarna lager- stjóra og sagði: „Gamli, ég skeit, velti heilu helvítis fataskápabretti maður, maður er nú einu sinni mannlegur!“ Og síðan sagði ég strax á eftir: „Djöfulsins rugl hjá ykkur Liverpool-mönnum að missa Gerrard í meiðsli maður, það er hellað!“ Og þá var ég strax búinn að sjatla þetta og hann var ekki brjálaður útí mig. Sýndu hæfileikana Sýndu honum lymskulega að þú hafir hæfileika til þess að láta hlutina gerast og þú getir stjórn- að mönnum. Ég notaði þetta reglu- lega í IKEA. Enda var ég fljótt öppgreidaður úr almennum lag- ergóm í yfirmann vörumóttöku. Ég fylgdist með þegar Bjarni lagerstjóri kom röltandi út gang- inn og passaði að hann sæi mig ekki. Síðan þegar ég vissi að hann var kominn á svæði þar sem hann heyrði í mér þá öskraði ég á Stjána feita lyftaramann: „STJÁNI! Ertu með frómas í hausnum? Ég þarf að afgreiða þessa fataskápa út fyrir klukkan tvö. Drullastu til að taka þá niður eða ég sting þessum fataskáp upp í rassgatið á þér, kapísh!“ Yfirmaðurinn heyr- ir þá hversu grjótharður þú ert og það getur komið þér upp á næsta level. Ef þú ert búinn að vera svo öflugur í að láta yfirmanni þínum líka vel við þig að hann býður þér að sitja við borðið sitt í kaffinu þá verðurðu að leggja þig sér- staklega fram þar. Ekki þá tala um neitt vinnutengt. Gott er að smella fram af og til setningunni „hvern hitti ég aftur sem tal- aði svo vel um þig, oh ég verð að muna það“. Ef þú kannt skotheld- an brandara komdu þá með hann og ef að yfirmaðurinn þinn segir eitthvað sem er fyndið þá skaltu öskra af hlátri, berja í borðið og ky?la hann létt í öxlina. Þá verða vinabönd ykkar strax sterkari. Bjóddu á barinn Á jólaglöggi, árshátíð eða bjór- kvöldi í vinnunni vertu þá fárán- lega hress. Bjóddu yfirmanni þínum á barinn og svo skaltu hlæja að öllu sem hann segir. En ekki elta hann allt kvöldið. Þú reynir bara að „rekast“ á hann af og til. Það eru alltaf 2 3 gæjar sem verða reiðir þegar þeir eru fullir á árshátíðum og fara að öskra á yfirmenn sína. Þeir munu aldrei ná lengra og verða alltaf meðal- menni. Það er alltaf einn fáviti á hverjum vinnustað (í gamla daga hét þetta „það er alltaf gikk- ur í hverri veiðistöð“) – gættu þess að halda þér frá honum á svona kvöldum. Lífið er of stutt fyrir leiðindi þegar maður er að skemmta sér. Og til að dekka allar hugsanleg- ar aðstæður: Reyndu að forðast í lengstu lög að hamra yfirmann þinn inn á salerni í jólapartýinu. Það er vandræðalegt daginn eftir, gæti skemmt jólastemninguna líka og samband ykkar verður töluvert stirðara eftir en áður. Þetta kom fyrir einn góðan vin minn. Millifyrirsagnir eru blaðsins Lífið snýst um money ALLTAF AÐ PUNKTA NIÐUR Egill mælir með því að menn mæti með blað og penna á hvern einasta fund. HÖFUNDURINN Egill Einarsson gaf fyrst út Biblíu fallega fólksins. Nú telur þessi umdeildi kraftajötunn sig geta kennt fólki almennilega mannasiði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.