Tíminn - 27.03.1986, Qupperneq 21

Tíminn - 27.03.1986, Qupperneq 21
Fimmtudagur 27. mars 1986 nn-lista upp. Utan af hlutunum skar hann ekki, og nokkrum árum síðar sagði hann Cezanne mundu hafa verið brenndan, ef hann hefði búið á Spáni. (Penrose, Picasso, bls. 96) Og vorið 1904 varð hann Sebastia Junyer-Vidal samferða til Parísar, (að sögn Penrose, en Rubin segir þá hafa orðið samferða árið áður,) og hripaði upp stutta myndasögu. f París varð hann að því sinni heimakominn, og sneri aðeins aftur í stuttar heimsóknir. í Barcelona skarst í odda. Einn leiðtoga stjórnleysingja, Alezandro Lerroux, flutti þeim þessa áskorun 1906: „Ráðist inn á hnignandi siðmenningu þessa ólánssama lands og látið greipar sópa; og leggið musteri hennar í rúst, steypið guðum hennar, rífið blæjur af nunnum og alið þær upp til að bera börn og að siða kynstofninn. Brjótist inn á skjalasöfn eignahaldsins og kastið pappírum þeirra á bál. til að eldur megi skíra þetta forsmán siðmenningar... látið ekki altari og grafhvelfingar hefta för ykkar... berjist, drepið, deyið.“ Stuttu síðar voru 22 kirkjur brenndar og 35 nunnuklaustur. Á götum Barcelona sprungu meira en tvö þúsund sprengjur 1907 og framan af 1908. IParís, í Montmartre, hafði Pablo Picasso tekið híbýli á leigu, í senn vinnustofu og vistarveru, áður en hann fór frá Barcelona. Voru þau á efstu hæð í 13 rue Ravignan, (þar sem nú heitir Place Emile Goudeau), og þar átti hann heima fram til 1909. (Mynd 33) Húsið var í vanhirðu, rakt og óhreint. Inníþaðhafði hvorkiverið lagt vatn né gas, hvað þá rafmagn. Sóttu íbúar þess vatn í hana í kjallara. í húsinu voru allmargar vinnustofur með vistarveru, og voru gluggarþeirraábakhliðinni. (Mynd 34) Svo kaldar voru þær, að te fraus í bollum í frostum. Húsið hafði um árabil verið heimkynni listamanna, en Max Jocob uppnefndi það „Þvottaprammann" og festist það nafn við það. Á ýmsum matstofum í Montmartre fengust ódýrar máltíðir, og á einni þeirra komst Picasso í reikningsumarið 1904. Oft fór hann líka á „Le Lapin Lapin“, Fimu kanínuna, en þangað hafði veitingamaðurinn af „Le Zut“ flutt sig um set og höfðu allmargir fastagesta fylgt honum eftir. Á milli borða hoppaði alin kráka, sem dóttir veitingamannsins átti. Dró Picasso hana upp ápastelmynd, „Konu með kráku", en þótt bakgrunnur hennar sé blár, er konan rauðhærð og í bleikum kjól og krákan að sjálfsögðu svört. (Mynd 35) Á „Konu með hárhjálm“, gouache-mynd, (mynd 36), sem hann gerði líka um sumarið, er áferð enn blá, en grá-gul á nær einlitri mynd, „Konu við straubekk", sem hann málaði um haustið þótt að öðru leyti sé af toga bláu myndanna. (Mynd 37) Fyrir henni sat kona á „Þvottaprammanum", sem tók að sér þvotta, og mun hún líka hafa setið fyrir „Konu á undirkjól“, sem hann málaði, þegar liðið var fram á næsta ár. Er hún ein síðasta mikla bláa mynd hans og ekki alveg án klassisks stílmóts. (Mynd 38). í París tók Picasso upp kynni við rithöfunda sem fyrrum í Barcelona. Fyrstur varð á vegi hans Guillaume Apollinaire, en þeir hittust haustið 1904á vínstofu við Gare St. Lazare. Réttri viku síðar mætti hann André Salmon í fylgd með Max Jocob í dyragættinni á „Þvottaprammanum", og örkuðu þeir allir þrír á vínstofuna við Gare St. Lazare til fundar við Apollinaire, og var það Max Jacob dýrðlegt kvöld. Síðar um haustið bættust Pierre Reverdy og.Maurice Reval í hóp þeirra, (en til kunningsskapar Picasso við Georges Duhamel, þá 29. „Harmleikur“ -listai enn læknanema, mun hafa komið einueða tveimurárum síðar). Reval reit síðar: „Ég naut þeirra fríðinda að sjá hann mála nokkrar þessara (ath. bláu) mynda. Greinilega var hann svo niðursokkinn í viðfangsefni sitt, að hann virtist úr eigin blóðdropum draga upp verurnar, sem á léreftinu birtust. þótt ekki væru þær líkar honum áliturn." (Maurice Reval, Picasso, Genf, 1953, bls. 28) 35. „Kona með kráku“ 1904. VIÐ vatnshanann í kjallaranum í Þvottaprammanum" sá Picasso haustið 1904 unga konu á aldur við hann sjálfan, Fernande Oliver að nafni, sem gift hafði verið myndhöggvara, en var við hann skilin að borði og sæng. Sýndi Picasso henni myndir sínar og hvítar mýs í kommóðuskúffu sinni. Lynti þeim vel og tóku stuttu síðar upp sambúð, sem varaði í 6 ár. (Mynd 39) Síðar sagði hún frá Picasso og vinum hans í fjörlegri minningabók, Picasso et ses amis, og frá því, hvernighann kom henni fyrir sjónir í fyrstu. Hann var lítill, dökkur, þéttvaxinn, kvikur, sjaldán í rónni. Augu hans voru djúp ogathugul, allt að þvístarandi. Utanásérbarhann ekki, af hvaða þjóðfélagsstigum hann var. Hann var illa til fara og hirðuleysislega, að hálfu klæddur sem verkamaður, að hálfu sem bohemi. Svartirhárlokkarféllu fram á enni, en sítt hár hans straukst við snjáðan jakka. Fyrsta hálfa annað árið eða þar um bil lifðu þau við nauman kost eða á 2 frönkum á dag, að hún segir, ogeldaði hún á olíuvél. En svo gestkvæmt var hjá þeim, að þau settust sjaldan ein að máltíð. Tvisvar eða þrisvar í viku fóru Picasso og Fernande Oliver ásamt kunningjum úr „Þvottaprammanum" á fjölleikahús við rætur Montmartre, Cirque Medrano, en þar höfðu málarar ekki verið sjáldséðir fyrr á árum, Dcgas, Toulouse-Lautrec, Forain og Seurat. Fjöllistamenn við kúnstir sínar eða að tjaldabaki teiknaði hann og suma þeirra málaði hann síðar. Fjöllistafólk var honum ekki nýlunda. Af því hafði hann öðru hverju gcrt myndir, síðan hann málaði „Harlequin" í París sumarið 1901 í þann mund, er hann hóf að mála bláar myndir.(Mynd 40) „En fíngerðustu efnisþætti sína sótti Picasso í tregablandið flökkulíf cirque forain, - spígsporandi fimleikamcnn og loddara (herlequins), einmana, aumkunarverðar toginleitar mannverur. sem alltaf dreymir um betri daga, hvíld að ferðarlokum." (Maurice Raynal, Picasso, bls. 26) Á dálæti Picasso á fjöllistamönnum er leitað skýringa, jafnvel langt yfir skammt. Sagði Jung hann sjá ímynd sína í þeim. Þá er þess minnst, að Cezanne málaði tvær myndir af fjöllistamönnum, (þótt að fyrirmynd hefði son sinn og kunningja hans). Á annarri þeirra, („Harlequin"), lengdi hann hlutfallslega hægri fótlegg. Hinaþeirra, „Mardi-Gras“, 30. „Gamall gítar-leikari“ 31. „Gamall gyðingur" 32. „Máltíð blinds manns“ 33. Picasso 1904. Ljósmynd. 36. „Kona með hárhjálm" 1904. 37. „Kona við straubekk" 1904. 38. „Kona á undirkjól“ 1905. 34. „Þvottapramminn", 13 rue Ravignan. Örvar sýna vinnustofu 39. Femande Oliver og Picasso Picasso. Ljósm. 1906. Ljósmynd. Tíminn 21 lista- hafði Picasso séð á málverkasölu Vollard 1901 (?) „I því myndefni fólust þannig fyrstu áhrif Cezanne á Picasso. Það var unt það bil sex árurn áður en hann var undir það búinn að átta sig til fulls á hinum miklu stíllegu breytingum, sem verk Cezanne höfðu í för með sér.“ (Penrose, Picasso, bls. 100) Afornsölu gegnt Cirque Medrano voru ntyndir L innan um aðra muni. Eigandinn, Pere Soulier, gamall glímukappi, tók ungum málurum vel og keypti af þeim myndir, þegar þeim lá mikið við. Galt hann ekki alltaf þeirrar greiðasemi. Eignast hafði hann málverk eftir meistara, Renoir, Cezanne og meira að segja Goya. Og eitt sinn keypti hann 10 teikningar af Picasso fyrir 20 franka. í kröggum reyndu Picasso og kunningjar hans líka að selja myndir á málverkasölum í rue Lafitte. Þær söluferðir fóru oftast Manolo Hugue, de Soto og Max Jakob. Ef þeir seldu mynd, var andvirðinu bróðurlcga skipt. Að nokkru í söluvon gerði Picasso haustið 1904 koparstungu (cða zinkplötu- stungu), „Rýra máltíð“, mynd af konu og manni, sjóndöprum eða blindum. viðborð. (Mynd41). Sótti hann ráð til Ricardo Canals, þá búsettum á „Prammanum,", sem um gcrð koparstungna hafði veitt honum tilsögn í Barcelona fimrn árum áður. Eugenc Delatre, gamall kommúnarði, þrykkti stunguna í litlu upplagi. Það seldu Pere Soulier og Clovis Sagot, málverkasali í rue Lafitte, en ekkert gaf það í aðra hönd. Fyrst í stað virtist Fernande Oliver, að Picasso fyndi engan tíma til að niála, en fljótlega sá hún, hvernig á stóð. Hann málaði á nóttunni. „Flestar myndir hans fram til 1909 voru málaðar viðolíulampa, sem hann hafði hangandi yfir höfði sér, en sat á gólfinu fyrir framan myndstrigana. En lengi framan af þraut olíu, svo að hann hélt á kerti í vinstri hendi, en málaði með hinni hægri... Vegna þessarar áráttu hans að vinna á nóttunni, var hann oft á fótum fram til klukkan sex á morgnana.“ (Penrose, Picasso, bls. 103) Haraldur Jóhannsson 40. „Harlequin" 1901. 41. „Rýr máltíð“ 1904.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.