Vikan


Vikan - 03.08.1961, Side 10

Vikan - 03.08.1961, Side 10
 Þegar þú ert á skemmtistað og hlustar á hljómsveitina leika hvcr-t lagið af öðru, hugleiðirðu sjálfsagt ekki vinnuna sem liggur að baki hvers lags, áður en það er leikið fyrir þig. Því betur sem hljómsveitin leikur og ]>ví skemmtilegri sem hljóðfæraleikárarnir eru á sviði, þeim mun meiri æfing liggur að baki. Þess vegna er það dálítið fróðlegt að skyggn- ast á bak við tjöldin og forvitnast um hvað fari fram og hvernig það fer fram á æfingum hjá einni hljómsveit. Vikan gerði sér lítið fyrir og brá sér á æfingu hjá hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu. Fyrir þá, sem ekki hafa verið viðstaddir slikar æfingar áður, eru það töluverð við- brigði að ganga inn í veifingasal, þar sem öllum síólum cn raðað upp á borð, ekkert ljós, ekkert þjónustulið, aðeins nokkrir menn á sviðinu. Nú er enginn klæddur einkennis- búningum hljómsveitarinnar, heldur hver í fötum eins og hann hefur smekk til. Við tökum okkur stöðu öllu viðbúnir og köstum síðan kveðju á Svavar. Hann tckur undir af festu og stillingu. Hann hefur greinilega alla þræði í höndum sér, og skörungsskapurinn og einbeitnin kemur skýrt i ljós, þegar hann varpar Jjeirri spurningu til Magnúsar Ingimars- sonar píanóleikara: Hvað leikum við næst? Það verður að samkomulagi, að leika „Litla stúlkan mín“. Nú mætti ætla, að þeir gætu leikið það af snilld jafnt i vöku sem svefni og óþarfi að æfa það frekar. En þeir hafa þann eiginleika til að bera, sem prýðir álla sanna listamenn. „Æfing þokar okkur í áttina til Ilins fullkomna", en þann- ig vill einn nútímaheimspekingur okkar íslendinga hafa gainlan málshátt. Hljómsveitin staldrar við aðra hverja nótu og menn spyrja hver annan af mikilli samvizkusemi: Er þetta nógu gott'? Getum við boðið fólkinu þetta'? Það tekur þá einar tíu mínútur að leika þetta lag, sem þeir eru jirjár inínútur kannski fjórar, að leika fyrir áheyr- endur. Næst fara Jieir út í það að athuga lag og ljóð, sem þeim Iiefur borizt fra einhverjum ójickktum höfundi. Magnús, sem setur út fyrir hljómsveitina, leikur það nokkr- um sinnum á píanóið. Síðan er Ragnar Bjarnason fenginn til að syngja ineð. Það vita allir sem hlusta á útvarpið að gagni, eða sækja Sjálfstæðishúsið, hvernig Ragnar syngur. Það væri að gcra lítið úr hlutunum, að segja að okkur hafi brugðið, þegar Ragnar hóf upp raust sína. Það er nær sanni að segja, að mönnum lá við yfiriiði. Hann ýmist skrækti eða urraði, Jió eðlilegur raddhljómur hans kæmi inn í við og við. Hvað var á seyði'? Hafði hann sprungið? Ó nei. Hins vegar var iagið þannig samið, að hlaupið var úr einni áttundinni í aðra, og venjuieg söngrödd átti þess e-ngan kost að fylgja laginu. I>ar sem Ragnar brást, tók Reynir harmonikkuleikari .lónasson undir sig stökk, greip nóturnar og kyrjaði þetta á þingeyska vísu, Svo vei tókst þetta hjá Reyni, að jafnvel Svavar brosti dauflega. Eftir þessi átök hvílir hljómsveitin sig og ræðir Iítillega fram- / Hljómsveitarstjórinn, SVAVAR GESTS. og* hljómsíveit i Frainhald á bls. 43. GUNNAR, MAGNÚS, ÖRN og SVAVAR, 1D VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.