Vikan - 03.08.1961, Síða 20
. Matthías Jónasson:
Yið g’öngum með grímu til þess að skýla tilfinningum okk-
ar fyrir gráðugri forvitni og illkvittinni dómgirni annarra
manna. Tilfinningar eru alltaf að vakna og þróast í brjósti
okkar og sjaldan þykir okkur æskilegt að aðrir menn verði
þeirra varir um leið og við sjálf.
Q
FÁGAÐ VIÐMÓT.
„Ég fyrirlít fólk, sem gengur með
grímu.“
Þessi orð eru höfð eftir skáldi,
sem ég hefi að vísu nokkrum sinn-
um séð grímulaust. Við yfirborðs-
lega íhugun gætu þau virzt sann-
gjörn. Hvers vegna að dylja sinn
innra mann? Ætli mannlífið yrði
ekki heilbrigðara, ef við létum um-
búðalaust í ljós það, sem okkur býr
í brjósti, settum enga grímu upp?
. .Þannig fer barnið að. f tali þess
og hátterni ríkir kristallstær hrein-
skilni, — þangað til foreldrar fara
að sveigja það undir siðaboð sam'-
félagsins, máta á það grímuna, eins
og líka mætti orða það. Fölskvalaus
hreinskilni barnsins felur í sér
sterka töfra, jafnvel þar, sem hún
misbýður siðavöndum tilfinningum.
En eðli barns er einnig hemjulaust
og dýrslegt, svo að þroski og vel-
farnaður einstaklingsins yrði varla
tryggður með grímuleysinu einu.
Óneitanlega hyrfi líka nokkur
fágun úr viðmóti okkar, ef við köst-
uðum grímunni algerlega. Dýrið er
ávallt grímulaust, en um leið án
áunninnar siðfágunar. Meginþættir
dýrseðlisins, sem flestir koma fram
í manninum, yrðu einráðir um at-
ferli hans, ef hann varpaði frá sér
þeirri fágun í viðmóti, sem með
nokkrum rétti má kalla grímu. Við
ætum þá með tilburðum rándýrsins,
gæfum hatri okkar, fjandskaparhug
og öðrurii ástríðum óhindraða fram-
ráS, en sú rómantik, sem ástir sið-
menntaðra manna eru umvafðar,
félli þá burt með öllu.
Og við hættum að vera menn. Hið
fágaða viðmót er meginþáttur sam-
félagsmenningarinnar og gríman
holdgróin á andlit okkar. Við segj-
um okkur úr lögum við siðmenn-
ingu og samfélagslegt hátterni, um
leið og við köstum grímunni alger-
lega.
MARGÞÆTT HLUTVEK
GRÍMUNNAR.
Skáldið á auðvitað við það, að
það fyrirlíti fólk, sem gengur dag-
lega með grímu hræsninnar. Þeirri
grímu er ætlað að villa um eiganda
sinn, sýna annan mann en raun-
verulega býr í honum, og ævinlega
er hræsnaranum ætlað að hagnast
á þessu dulargervi. f samskiptum
manna ríkir hræsnin í óteljandi af-
brigðum; menn vilja sýnast gáfaðri,
auðugri, voldugri, fegurri og jafn-
vel yngri en þeir eru. Þeirri grímu
mun maðurinn aldrei varpa á bug.
Hins vegar er hræsnin aðeins eitt
og að vísu hið ógeðfelldasta form
grímunnar. Miklu mikilvægara er
annað hlutverk hennar: að skýla
viðkvæmum tilfinningum fyrir
gráðugri forvitni og illkvittinni
dómgirni annarra manna. Alltaf eru
tilfinningar að vakna Og þróast í
brjósti okkar, og sjaldan þykir okk-
ur æskilegt, að aðrir menn verði
þeirra varir, um leið og við verð-
um það sjálf.
Um það er ástin glöggt dæmi. Hún
snertir ávallt tvær manneskjur og
fyrst í stað þær einar. Ástfanginn
unglingur þarf fyrst og fremst ráð-
rúm til þess að gera sér grein fyrir
tilfinningum sínum og því and-
svari, sem þær megi vænta. Þess
vegna breiðir hann hjúp leyndar-
innar yfir hina ungu tilfinningu.
Aðeins maður með vanþroska til-
finningalíf og frumstæða siðfágun
lætur ásthneigð sína í ljós, jafnskjótt
og hún bærir á sér. Dulvituð sjálfs-
varnarhvöt hamlar geðheilum
manni að leyfa framandi sjónum
að skyggnast of snemma og of djúpt
inn í tilfinningalíf hans. Hin eftir-
væntingarfulla prófun, sem maður
og kona gera á gagnkvæmri vakandi
ásthneigð, þarf að hafa yfir sér ör-
ugga leynd, svo að tilfinningarnar
þróist ótruflaðar. Þetta þekkja allir,
sem muna og skilja unga ást. Þá er
að vísu notuð gríma, en þó ein-
göngu í varnarskyni.
Undir fæstum kringumstæðum
þykir mönnum viðeigandi að láta
geðshræringar sínar f ljós, um leið
og þær vakna og leita framrásar.
Við temjum okkur stillingu, bíðum
hentugs tækifæris, leitum hæfilegs
forms og leyfum þá fyrst, er þetta
allt er fundið, tilfinningum okkar
að brjótast fram. Stjórnlaust bráð-
lyndi þykir hins vegar alltaf dálítið
broslegt. Einnig er ýmis kímni og
glettni dulbúin tjáning þess, sem
menn vilja ekki segja beinlínis og
afdráttarlaust. Við berum grímuna
því miklu víðar en á inarkaðstorgi
hræsninnar.
SÁLSKYGGNI OG DUL.
Menn eru misjafnlega næmir á
sálarlíf annarra. Sumir eru svo
blindir, að ætla mætti, að þeir hefðu
enga reynslu af eigin sálarlífi, aðrir
eru gæddir ófreskri sálskyggni, svo
að grípian verður gagnsæ fyrir
þeim og þeir grandskoða það sálar-
líf, sem átti að dyljast bak við hana.
En mörg okkar voru kannski ekki
óðfús að undirgangast slíka gegn-
umlýsingu.
Það er ekki hræsnisgríman ein,
sem við óttumst um, þó að margir
þoli sízt, að henni sé lyft. Það eru
miklu fremur tilfinningar okkar og
aðrar djúpstæðar hræringar sálar-
lífsins, sem við höldum leynd yfir
f lengstu lög og forðumst að láta
svipta hulunni af. Jafnvel þar sem
bitur nauðsyn knýr á, þarf venju-
Ié(ga einnig sterkari vilja annars
manns til þess að losa um dulbún-
inginn.
Nú fjölgar óðum þeim læknum og
sálfræðingum, sem beita eins konar
sálrænni gegnumlýsingu í lækn-
ingaskyni. Fyrir sjúklinginn gengur
þetta þó ekki jafnáreynslulaust og
líkamleg gegnumlýsing. Honum er
sjálfum ætlað það hlutverk að opna
hugskot sitt, að svipta af sér dular-
hjúpi og grímu og sjá sjálfan sig
í köldu ljósi raunsæisins. Þessi
sjálfsafhjúpun verður flestum sjúkl-
ingum erfið, en það sýnir ljóst, hve
holdgróinn dularhjúpurinn og grím-
an eru orðin. Oft hafa þau blekkt
eigandann sjálfan miklu hrapalleg-
Framhald á bls. 26.
ZD VIKAN