Vikan


Vikan - 03.08.1961, Síða 29

Vikan - 03.08.1961, Síða 29
CJef junnr mikSu úrvali Ákltedi Viðurkennd gæðavara heima sem heiman. Gæði, fjölbreytt litaval og ótrúlega hagstætt verð, hafa gert Gefjunaráklæði að út- flutningsvöru. Gefjunaráklæðin eru vinsæl- ustu og mest notuðu áklæðin á fslandi. Framleidd í fjöl- mörgum gerðum og ávallt í nýjustu tízkulitum. Tí xkuitttv Aðalútsölustaður Kirkjustræti 8—10. Sími 1 28 38. II * '4 ’bUPnap Hrútsmerkiö (21. marz—20 apr.): Þú skalt ekki vera hræddur við að breyta út af venjunni í þessarri viku, því að stjörnurnar benda á, að allt nýstárlegt, sem þú tekur þér fyrir hendur muni ganga að óskum. Þú munt þurfa að velja milli tveggja kosta i vikunni. NautsmerkiÖ (21. apr.-—21. maí): Það skiptast á skin og skúrir í vikunni, og átt þú eiginlega sjálf- ur sök á dökku hliðum vikunnar, því að þú hagar þér óskynsamlega, líklega á vinnustað. Fimmtudagurinn verður mikill heilladagur, þvi að þá tekst þér að gera alvöru úr einhverju, sem þú hefur lengi haft á prjónunum. Tvíburavierkið (22. maí—21. júní): Þér væri rétt- ast að breyta dálítið um vinnuaðferðir og verja tíma þínum í þarflegri hluti, því> að allt bendir til þess að þú sért farinn að standa í stað. Æsku- fólk, sem fætt er undir tvíburamerkinu, á von á óvenjuskemmtilegri helgi. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þessi vika ein- kennist af vináttu og ást. Margt ungmennið mun kynnast góðum félaga, sem jafnvel gæti orðið ævifélagi. Laugardagurinn er dálítið varasanaur, því að þá verður lögð fyrir þig gildra, sem þér sérstaklega er hætt við að falla í, sakir eins veikleika þíns. Þú munt komast að því að þessi nýi vinur þinn, er ekki allur þar sem hann er séður. Ljónsmerlcið (24. júlí—23. ág.): Þú munt eiga mjög annríkt í þessarri viku, og hættir þér þvi miður einmitt til þess að leggja árar i bát þessa dagana, en svo má aldrei verða. Heima við gerist óvenjumikið, liklega verður mikið um gestagang. Þú kynnist manni eða konu fyrir nokkrum vikum, en hefur ekki séð hann (hana) lengi. Nú kemur þessi persóna mikið við sögu. Heillatala 8. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þessi vika er einkum konum heilladrjúg. Karlmenn vara sig ekki á alls kyns freistingum og gildrum, og það eru vist ekki margir þeir karlmenn, sem fæddir eru undir Meyjarmerkinu, sem ekki verður á eitt- hvert glappaskot. Þó bendir allt til þess, að mánudagurinn verði öllum til heilla, ekki sízt hvað allan fjárgróða snertir. Heillalitur bleikt. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Það hefur eitt- hvað valdið þér áhyggjum undanfarið, en nú gerist eitthvað, sem verður til þess að þú að mirinsta kosti sættir þig við þetta. Þú hefur ekki farið rétt að kunningja þínum í þessu máli, sem snertir ykkur báða. Vertu ekki svona önugur við einn vinnufélaga þinn, það skapar leiðinlegt andrúmsloft á vinnu- stað. Talan 4 virðist skipta mjög miklu. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú leggur út í eitthvert hættuspil í vikunni, og allt virðist benda til þess, að þú hafir lánið með þér. Þú hefur ekki komið rétt fram gagnvart einum fjöl- skyldumeðlim undanfarið, og ef þú reynir ekki að breyta betur, gæti farið illa. Líklega gæti gleymska þín orðið til þess að valda þér talsverðum vonbrigðum. Hefurðu endurnýjað happdrættismiða? BogamaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Það rís upp einhver deila á vinnustað, og skaltu reyna að skipta þér eins lítið af þessu og mögulegt er, annars gæti illa farið. Það verður skírskotað tií drengskapar þíns og fórnfýsi í vikunni, og ef þú veigrar þér ekki við að fórna dálitlum tíma fyrir aðra, verður þér launað ríkulega, þótt síðar verði. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú verður upp- fullur af hugmyndum i vikunni, en hætt er samt við, að þig skorti frumkvæði til þess að hrinda þeim beztu i framkvæmd. Þér verður boðið út í vikunni, og rekst það heimboð liklega á eitt- hvað annað, sem þú hafðir á prjónunum. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú hefur lengi unnið að verkefni, sem hefur valdið þér talsverðum áhyggjum, af því að þú hefur ekki getað ráðið fram úr því einn þins liðs. 1 þessarri viku berst þér skyndilega hjálp úr óvæntri átt. Það er mikil rómantik yfir vikunni, og líklega lendir þú í saklausu en skemmtilegu ástarævintýri. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): 1 fyrstu verður vikan fremur d'apurleg og jafnvel hundleiðinleg, en þá gerist eitthvað, sem kemur lífi í tusk- urnar svo um munar. Þú skalt þaulhugsa fyrir- fram allt, sem þú skrifar í vikunni. Þú ætlast til of mikils af einhverjum i fjölskyldunni. 4

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.