Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 6
SMÁSAGA eftir Toni Barri Flutningamennirnir kinkuOu kolli og brostu i kveöjuskyni til litla drengs- ins, sem hafði hreiðrað um sig undir skrifborðinu. Svo fóru beir leiðar sinnar. Annetta lokaði á eftir þeim og hallaði sér síðan upp að herbergis- veggnum andartak. — Þessi skyndi- lega kyrrð vakti með henni dapurlega einstæðingskennd. Dyrnar inn í stof- una stóðu opnar. Þar inni hafði þyngstu húsgögnunum verið komið á sinn stað, svo að hún þyrfti ekki að bjástra við þau. Annars var allt í einni kös, — húsgögn, blómapottar, bækur og kassar með fatnaði og borð- búnaði. ! Annetta varp þungt öndinni. Þetta virtist allt svo vonlaust og ófram- kvæmanlegt. Hvernig átti hún, sem aldrei hafði þurft að dýfa fingri i kalt vatn, að geta nokkurn tima lok- ið því að koma þessu öllu fyrir í röð og reglu, þegar hún þurfti auk þess að gæta tveggja ára barns? Þessa stundina var sem henni væri þrotin öll sú bjartsýni og dugnaður, sem að undanförnu höfðu sett svip sinn á all- ar fyrirætlanir hennar. Þess I stað lagðist tilfinningin um ábyrgð og skyldur, sem hún hafði tekizt á hend- ur, eins og lamandi drápsklyfjar á ungar og grannar herðar hennar. Hún stóð þarna eins og í leiðslu og starði fram undan sér, þangaö til veik og syfjuleg barnsrödd vakti hana af dvalanum. Þá rétti hún úr sér og gekk inn 1 stofuna. — Hef ég nú gleymt miðdegisblund- inum þínum, Öli litli, mælti hún ást- úðlega, um leið og hún lagðist á hné við skrifborðið og rétti fram her.durnar. Komdu, litli vinur! Hann hjúfraði sig að henni og lang- geispaði, þegar hún reis á fætur með hann í fangi sér og bar hann inn í litla herbergið við hliðina á stofunni, sem honum var ætlað. Dapurleikinn var horfinn á einu vetfangi eins og dögg fyrir sólu, og á neðan hún var að afklæða drenginn og búa um hann, hjalaði hún við hann um það starf, sem biði þeirra næstu dagana. Þegar hún hefði komið þessu öllu í viðun- andi horf, sett upp gluggatjöldin og gengið frá blómunum, þá yrði við- kunnanlegt inni hjá þeim. Hún brosti af ánægju við tilhugsunina. Þegar Óli var sofnaður, lokaði hún herberg- isdyrunum gætiíega, en í stuö þess að taka samstundis til óspilltra mál- anna settist hún í sófann og kveikti sér í sígarettu. . . . Þessi íbúð var henni ekki aðeins tákn þess, að nú hefði hún endanlega kvatt hið áhyggjulausa tilduislíf sjálfumglaðrar, ungrar stúlku, — hún var henni einnig tákn þess, að hún hefði stigið fyrsta skrefið til að hrinda í framkvæmd þeirri ákvörðun sinr.i að helga sig eingöngu umsjá og upp- eldi systursonar síns. Henni duldist ekki, að það mundi reynast ýmsum erfiðleikum bundið. Einungis það, að hún haföi sjálf notið umönnunar ann- arra hingaö til, gat orðið nóg til þess, að henni yxu smámunirnir einir svo í augum, að þeir yrðu henni í raun- inni alvarlegur þrándur í götu. Þar að auki varð hún nú, enda Þótt hún væri efnahagslega sjálfstæð, að temja sér gætilega meðferð á peningum, sem eflaust yrði henni erfitt fyrst i stað. Hún hafði ekki neinn áhuga á hjónabandi, enda þótt það mundi að sjálfsögðu létta henni ábyrgðina gagnvart drengnum og um leið bæta honum að nokkru Þá ógæfu, að faðir hans vildi ekkert skipta sér af hon- um, eftir að hann varð móöurlaus. Hjónaband systurinnar varð henni nánast víti til varnaðar. Það fór hrollur um hana enn, þegar henni varð að hugleiða það, hve litlu mun- aði, að það yrði hún sjálf, sem sætti þeim illu örlögum. Fyrst I stað hafði hún hatað systur sína fyrir það, að hún skyldi kasta sér i arma þess manns, sem hún hafði gert ráð fyrir að yrði sinn lífsförunautur. En smám saman fór hún að skoða Það, sem síðar gerðist, nokkurs konar hefnd, því að sjálf hafði hún gerzt sek um svipað athæfi, áður en henni v£ir þannig goldið líku likt. Annetta starði í reykinn, sem lið- aðist upp af sígarettuni. . . En hvað þetta hefði allt farið á annan hátt, ef hún hefði kunnað að meta ást Jans, áður en það var um seinan. En hún hafði einungis talið hana eitt af því, sem leiddi af sjálfu sér, öldungis eins og allan þann munað, sem hún átti við að búa hversdags- lega. — Þær systurnar, hún og Evý, höfðu misst foreldra sína, skömmu eftir að styrjöldin hófst, en auðug frænka þeirra tekið þær að sér. Jan átti heima í næsta húsi við þær, og í æsku höfðu þau þrjú verið óað- skiljanleg leiksystkin. Þó var Jan alltaf Annettu samrýndari og var henni jafnan skjöldur og skjól — og það eins, þegar þau eltust. Henni féll róleg og örugg framkoma hans og ást- úðleg umönnun vel i geð, en dýpri voru tilfinningar hennar gagnvtart honum ekki. Engu að siður gerði hún sér það að leik að gefa honum stöð- ugt undir fótinn, eftir að hún komst að raun um, að hann unni henni. Hún var um tvitugt, þegar leiðir hennar og Leifs lágu saman. Þau hittust fyrst hjá einhverjum sameig- inlegum kunningjum. Hann var heimsmaður fram í fingurgóma, hríf- andi, glæsilegur og öruggur í sjálfs- trausti sinu. Hann hóf leiftursókn þegar fyrsta kvöldið, og hún lét sigr- ast samstundis. Hann ráðgerði að flytjast til Kanada, og hún hét því að slást í fylgd með honum. Jan var fyrsti maðurinn, sem hún trúði fyrir því, að hún væri heitbundin Leifi, og sársaukinn í svip hans hefði ekki get- að orðið meiri, þótt hún hefði rekið honum löðrung. Nokkrum dögum eftir hvarf hann á brott úr bænum, og síðan hafði hún ekki séð hann eða til hans spurt. Föður sinn hafði hann misst árið áður; móðir hans seldi húsið og fluttist til systur sinn- ar, sem bjó ógift í höfuðstaðnum. Eftir að hún kynnti Leif fyrir frænku sinni og Evý, mátti kalla, að hann væri daglegur gestur þar á heimilinu. Fyrst i stað veitti hún því ekki athygli, að neitt óeðlilegt væri við samband hans og Evý, en ekki leið á löngu, áður en hana tók að gruna margt. Engu að síður kom það yfir hana sem reiðarslag, þegar Evý lagði spilin á borðið og sagði henni, að hún gengi með barn Leifs. Mánuði siðar voru þau svo komin í hjóna- bandið og lögð af stað til Kanada. Hin aldraða frænka þeirrn systra hafði alla samúð með Annettu, og þegar hún lézt árið eftir, kom á dag- inn, að hún hafði arfleitt hana að öllum eignum sínum. Þegar Annetta reit systur sinni formlega tilkynningu um það, bjó hún ein síns liðs i þessu ríkmannlega húsi og hafði Þjón og tvær þjónustustúlkur til að stjana við sig. Auðæfin veitti henni þó ekki neina sanna ánægju. Smám saman fór hún að líta hlutina í öðru Ijósi. Nú gat hún ekki lehgur komizt hjá því að viðurkenna, að hún saknaði Jans. . . _ Tveimur árum eftir, að Þau Evý og Leifur héldu til Kanada, barst Annettu bréf frá henni. Hún stóð nú ein uppi í fjarlægu landi með dreng- inn þriggja missera gamlan. Leifur var skilinn við hana og í þann veginn að kvænast annarri. Hún var félaus með öllu og Þar að auki veik og sár- bað Annettu um hjálp. Eitt andar- tak fannst Annettu sem þetta væri Evý aðeins réttlát hefnd, en svo blygðaðist hún sín fyrir sjálfselsku sína og bjó tafarlaust för sína til Kanada. Endurfundirnir . við Evý gerðu hana óttaslegna. Hún kom henni Þegar í læknishendur, en það reyndist um seinan. Annetta hét henni því, þegar hún lá á banabeði, að hún skyldi taka drenginn að sér, ef faðir hans brygðist. Skömmu áður hafði Annetta fengið lögfræðing til að ná sambandi við hann, þótt hún segði systur sinni það ekki, og hafði hann þá svarað því til, að hann gæti ekki tekið drenginn til sín. Enda þótt þetta hlyti að valda ger- breytingu á högum Annettu, varð hún því innilega fegin að mega taka Óla iitla að sér. Þegar heim kom og hún fór að athuga efnahag sinn, varð henni ljóst, að hún varð að draga til muna úr útgjöldunum, ef hún átti að geta tryggt sér og drengnum fjár- hagslegt öryggi í framtíðinni. Þegar hún hafði rætt málið við lögfræðing frænku sinnar heitinnar, ákvað hún að selja húsið. Það hafði að sjálf- sögðu vakið óskipta athygli bæjar- búa, þegar hún kom heim aftur frá Kanada með son systur sinnar og fyrrverandi unnusta síns. Það varð að minnsta kosti til Þess að rifja upp hneykslið, og til þess að það bitnaði ekki á Óla litla fluttist hún með hann til höfuðborgarinnar, þar sem hún tók íbúð á leigu. Þegar er vika var liðin, var hún farin að venjast þessari lifsvenju- breytingu. Enn varð hún þó að ætla sér af, svo að annríkið yrði henni ekki um megn, en stolt hennar og ánægja gerði meir en vega upp á móti þreytunni og svefnleysinu, þegar henni tókst að ljúka því dagsverki, sem hún hafði sett sér fyrir. En enda þótt allt gengi vonum framar, varð henni oft ósjálfrátt að óska, að hún hefði einhverja manneskju, sem hún gæti leitað ráða hjá, þegar ein- Hún hafði lofað að taka að sér barn systur sinnar, og hún vildi gera það ein. Hún vildi ekki gifta sig og lenda jafn- vel í því sama og hún hverja óvænta örðugleika bar að höndum. Það bjuggu fimm aðrar fjöl- skyldur við þennan sama stigagang, en svo var að sjá sem Þær ynnu allar að heiman, að minnsta kosti heyrðist hvorki- frá þeim hósti né stuna allan daginn. Öðru hverju heyrði hún þó að einhver kom eða fór um dyrnar að íbúðinni, sem lá næst hennar, en ekki hafði hún þó séð neinn þaðan enn sem komið var. Svo gerðist Það einn morguninn, að Óli litli skokkaði fram á ganginn, á meðan hún var að tína upp kart- öfluhýði, sem hún hafði misst á gólfið. Þegar hún veitti honum eftir- för, lá hann á hnjánum við bréfrauf- ina á hurðinni að nágrannaíbúðinni og hélt á banana í höndum sér held- ur en ekki hróðugur. Hún bar hann inn til sín, en sá svo eftir því, að hún skyldi' ekki hafa hringt dyra- bjöllunni og Þakkað þessum vingjarn- lega granna eða grönnum sínum fyrir drenginn, hugsaði þó sem svo, að ef- laust ætti hún eftir að kynnast þeim eitthvað og Þá gæti hún bætt fyrir þessa gleymsku sína. Það tækifæri fékk hún óvænt strax Q VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.