Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 19
Lísu opinberast furSulegir hlutir. — Hún
kvíður þeim degi, þegar Cleveland kveður. . .
niður í ketilinn í gilinu um það bil
þrjátíu metrum neðar. — Mæla vatns-
orkuna? endurtó|k hún. — Og til
hvers?
— Jú, ef hún reynist nægjanleg til
að knýja rafal, þá getum við komið
okkur upp eigin rafstöð bæði til ljósa
og hita — og til þess að við gætum
fengið okkur sjónvarp og þvottavél,
Anna gat skilið það. En hún vissi
nú munur . . .
kæliskáp og allt þess háttar. Það yrði
líka, að aðrar eins framkvæmdir
hlutu að kosta drjúgan skilding. En
hún vildi ekki fyrir nokkurn mun
draga úr vongleði hans.
— Og hvers vegna ertu með þessa
trjákubba? spurði hún.
— Ef ég gæti mælt nákvæmlega,
hve lengi hver kubbur er á leiðinni
frá brún og niður í hylinn, gæti ég
reiknað út fallorkuna, svaraði hann.
■— En það er illkleift að gera það einn
síns liðs.
Anna rétti fram höndina. Lánaðu
mér úrið þitt, og þá skal ég taka
tímann.
Það leyndi sér ekki i röddinni, að
hann var aðstoð hennar feginn. —
ætlarðu að hjálpa mér, Anna? spurði
hann. Lisa ætlaði að koma, en nún
virðist hafa gleymt sér.
— Segðu mér bara, hvað ég á að
gera, mælti Anna.
Mikki tók af sér armbandsúrið og
rétti henni. — Þú skalt horfa á sek-
únduvísinn og taka tímann, frá því
að ég gef þér merki og þangað til
kubburinn fellur niður í hylinn.
Hún brosti. — Þetta er ósköp ein-
falt. Nú er bara að komast niður í
gilið.
— Farðu gætilega. Það er sleipt á
steinunum.
— Ég klifra eins og steingeit, svar-
aði hún og hló enn.
Hann horfði á eftir henni, Þar sem
hún stökk fimlega stein af steini nið-
[ ið í gilið. Lokkar hennar flögruðu til
. golunni, og þunnur sumarkjóllinn
blakti um hné henni. Þetta var vist
í fyrsta skipti, sem hann sá hana á
^ kjól, annars var hún alltaf klædd
reiðbuxum og hvítri silkiblússu. Hún
er aðlaðandi, hugsaði hann. En það
var nú fyrst og fremst fallorkan, sem
hann var að hugsa um. Ef hann gæti
komið upp rafstöðinni, mundi það
gerbreyta öllum viðhorfum í sam-
bandi við gistihúsið. Og þegar búið
væri að koma þar upp tennisvelli,
golfbraut, — já, og mála húsið, —
þá mundi þetta verða allt annað.
— Viðbúinn! hrópaði Anna niðri í
gilinu.
— Ágætt, svaraði hann og þreif til
viðarkubbanna.
STRENGIR HJARTANS.
Þau endurtóku síðan tilraunir sín-
ar hvað eftir annað, þangað til þau
þóttust hafa komizt að öruggri niður-
stöðu. Þá kom hann niður af syll-
unni, dró umslag og blýant upp úr
vasa sinum og tók að reikna af kappi.
Hún skildi ekki reikningana, en hrifn-
ing hans og ákafi höfðu sterk áhrif á
hana.
—■ Orkan er meiri en ég hafði þor-
að að gera mér vonir um, sagði hann
Ioks. — Þetta verða nægilega mörg
hestöfl til að fuUnægja allri okkar
rafmagnsþörf.
Og allt í einu kom Anna auga á Mikka,
þar sem hann stóð á klettasyllu við foss-
brúnina.
— Það er stórkostlegt, svaraði hún.
■— En hvernig hyggstu svo koma upp
stöðinni?
— Það er nú það. Hann strauk
fingrunum gegnum hárið. — Það
mundi að sjálfsögðu kosta mikið fé,
sagði hann, og dró þá nokkuð úr á-
kafanum. — Það er alls ekki víst, að
það reynist framkvæmanlegt, en ég
þakka þér fyrir hjálpina engu að
siður.
— Það verður framkvæmanlegt,
sannaðu til, sagði hún. — Þetta hefst
ekki allt í einu, en það hefst af smátt
og smátt, það er ég viss um. Og jafn-
vel þótt þér takist ekki að láta alla
drauma Þína rætast, þá er Monte
Paraiso dásamlegur staður. , Að
minnsta kosti uni ég mér hér ágæt-
lega. . .
1 rauninni hafði hún sagt meira
en henni sjálfri þótti gott. Hún flýtti
sér að bæta við: — Ég á við, að það
geri ekki svo mikið til, Þótt rafmagn
og annað þess háttar vanti enn sem
komið er.
— Hún er falleg, hugsaði Mikki.
Það var kominn roði i vanga henni og
vindurinn hafði leyst lokkana úr læð-
ingi hnakkahnútsins, svo að þeir
mynduðu mjúka umgerð við vangana.
Augu hennar voru venju fremur skær,
— og hún undi sér vel að Monte Para-
iso, í gistihúsinu hans, sem Beryl
fann allt að.
Er þér alvara með þetta, Anna?
spurði hann.
— Já, svaraði hún, og hana furð-
aði sjálfa á því, að þetta skyldi vera
satt. Og eitthvað, sem hún kærði sig
ekki einu sinni um að skilgreina, varð
til þess, að hún bætti við: — Þegar
ég kom hingað fyrst, bjóst ég alls
ekki við, að sú yrði raunin. Ég kom
hingað á flótta frá öllu og öllum,
Framhald á bls. 26.
VIKAN 1 9