Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 27
þa5 e>o íeihot að halda þvottinum hvítum og bragglegum ef þér notið Sparr í þvottavélina. Sparr inniheldur CMC, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr gerir hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Kynnið yður verðmuninn á erlendum þvottaefnum, og yður mun ekki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því. SAPUGERÐI N FRIGG sagði Anna rólega, og hann er alltaf á hnotskóg eftir nýjum stjörnum. Ef þér er þægð í því, skal ég skrifa hon- um. . . Svo bætti hún við: — En þá yrðir þú vitanlega að fara til Banda- rikjanna. Ertu fús til þess? — Hvort ég er, svaraði Beryl. íín svo var eins og hún fengi eftirþanka. — En hvar ætti ég að fá peninga fyrir fargjaldinu þangað? Þessu hafði Anna gleymt. — Ef Al- an leikur hugur á að fá þig í dag- skrána, þurfum við ekki að hafa nein- ar áhyggjur af því, svaraði hún. — Þetta yrði að taka greinilega fram í bréfinu. — Alan? — Alan Hermann. Það er hann, sem sér um þessa dagskrá. Ég skal skrifa honum tafarlaust. — Ég bíð svarsins með mikilli eítir- væntingu, varð Beryi að orði, en vit- anlega kom henni ekki til hugar að þakka önnu fyrir . . . Ef hún kæm- ist til New York. . . Ef henni byðist raunverulega tækifæri. •— En svo vaknaði tortryggni hennar aftur: — Hvað skyldi þessum Hermann ganga til? Hann hefur aldrei séð mig, — veit ekki einu sinni, að ég er til. — Fyrir min orð veitir hann þér á- reiðanlega tækifæri, svaraði Anna. Ég geri að minnsta kosti ráð fyrir því, hugsaði hún. Beryl horfði spyrjandi á hana. — Þú þekkir hann þá náið? — Já, svaraði Anna, en hafði ekki neina löngun til að segja Beryl meira um það. Hvorug þeirra hafði minnzt á Mikka eða trúlofunina. Og það var ekki fyrr en Anna var á leiðinni út úr herberginu, að Beryl þótti viss- ara að vara hana við. — Ég kysi helzt, að þú nefndir þetta ekki við neinn, fyrr en þér hefur borizt svar frá þessum Hermann, sagði hún. — Það skil ég mætavel, svaraði Anna og gekk á brott. Vitanlega haga ég mér eins og fífl, sagði hún við sjálfa sig. En það voru henni ekki neinar fréttir. Henni hafði verið það ljóst lengi, að það væri hættulegt að fara að skrifa Alan Hermann. E'n bæði hún hann að skrifa Beryl svarið, mundi hann ekki komast að því, hvar hún sjálf liéldi sig. Og þegar þau Beryl og hann, hefðu komizt að samkomulagi . . . — Mér stendur vitanlega á sama um það, sagði hún við sjálfa sig. Það eina, sem nokkru máli skiptir, er að Mikki losni við Beryl. . . Leikritinu var lokið öðru sinni. Og enn var það sent til umboðsmannsins í New York, og Cleveland beið svars- ins með meiri eftirvæntingu en nokkru sinni fyrr. Innan skamms barst símskeyti frá umboðsmanninum. Lísa skrapp í jeppanum til Nova Friburgo að vitja um það; þar lá lika bréf til Beryl, stimplað í New York. — Hvern getur hún eiginlega þekkt í New York? spurði Kittý, móðir Lísu, sem hafði skroppið þetta með henni, en Lísa var engu fróðari, og svo fóru þær að tala um annað. Lísu fannst sem simskeytið mundi brenna gat á veskið, þegar hún steig benzíngjafann í botn og knúði Gæð- ing til að fara á kostum á heimleið- inni, þótt honum væri það bersýnilega þvert um geð. Beryl stóð úti á veröndinni, þegar þær óku í hlað. Lisa afhenti henm bréfið, hélt síðan rakleitt inn til Victors og rétti honum símskeytið. Framhald á næstu síðu. vi<an 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.