Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 34
Fyrr á öldum vafði austurlenzka konan hár sitt upp á frumlegan og listrænan hátt. Nútíma konan hefur næmt auga fyrir kvenlegri hárnsyrtingu, og hefur því tileinkað sér fegurstu hárgreiðslur eldri kynslóða — með Suzie Wong hnakkaspennunni. Spennurnar fást í mörgum geröum og litum í snyrtivöruverzlunum og víðar. EINKAUMBOÐ: H. A. Tulinius BYLTINGARÞRÁ OG ÍHALDSEÐLI. Framhald uf bls. 12. voru feðurnir hættir því líka. Ekki beinlínis. að óskir þeirra hefðu allar rætzt. En kannski hefur þeim verið farið að skiljast, að að sprettinum loknum stóð maöur enn í sömu gráu, óskáldlegu mussunni og fjarri þeim töframætti, sem gerir óskirnar að raunveru. Samt urðu þeir gripnir nokkurri eftirvæntingu, þegar við börnin hlupum: Skyldi þeim takast að ná honum ? Þannig er það einnig á leikvangi alvörunnar. Eldmóður framvindunnar tendrast fyrst og fremst í brjósti æskunnar. Hann logar misjafnlega lengi. Aðeins fáir afburðamenn halda honum ófölskvuðum fram I elli. Smám saman sezt að okkur geigur, að allt þetta flan sé tilgangslaust, og okkar gamalkunna veröld verður þá allt i einu svo örugg og notaleg. En gegnum heilbrigða æsku fer æsandi seiður hins óþekkta eins og kitlandi skjálfti. Hana sundlar ekki við að sleppa sér. Öryggi kunnugleikans. Samt má maðurinn aldrei missa með öllu af því öryggi, sem kunnugleikinn veitir. Sú þörf stendur svo djúpum rótum í eðli okkar, að jafnvel hinn róttækasti byltingarmaður dirfist ekki að afneita henni. öllum byltingum er það sameiginlegt, að þær fleyta geysimiklu af gamalli þekkingu, trú og siðum yfir í þann nýja heim, sem þær skópu. Svo sterk ítök á fortíð- in í okkur, að hún sleppir okkur jafnvel ekki í þeirri svipan, þegar skapandi orka okkar nýtur sín bezt. 1 fyrstu bernsku byrjuðum við að skapa þennan hlýlega heim kunnug- leikans. Veröldin var svo köld, stór og framandi, og þó að könnunarþrá okkar væri sterk, flýðum við alltaf á ný til hólmans litla, þar sem við þekktum hvern stíg. Þess vegna nut- um við ævintýrisins því innilegar sem við heyrðum það oftar. Það var svo notalegt og hughreystandi að vita, hvað koma myndi næst. 1 þessum notalega krók kunnugleikans stæltist djörfung okkar, að mæta hinu ókunna. Og reynslulítill hugur okkar, sem svo oft var lostinn furðu yfir hinu nýstárlega, sem Þyrptist að hon- um, sefaði óró sína við ylinn frá hinu þekkta og gamalkunna. Þetta svið kunnugleikans vill eng- inn okkar yfirgefa að fullu. Geim- farinn, sem missti samband sitt við jörðu og þyti markmiðslaust út í ó- kunnan geiminn, myndi aðeins skamma hríð standast uppnámið, sem algjör ókunnugleiki veldur. Um leið og vonarneistinn slokknaði, að n^ aftur til hins þekkta heims, vferi skorið á líftaug hans. Þanni'g er eðli manns: annars veg- ar ástriðan, sem geysist út í gjör- byltingu og hikar ekki við sjálft ginnungagap, hins vegar tjóðurband kunnugleikans, sem við megnum >

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.