Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 26
/ : f,.\ . LAUGAVEGI 19 ARFUR FRÁ BRASILÍU. Framliald af bls. 19. skilurðu. Ég hafði orðið fyrir þung- bærum vonbrigðum, og mér ieið illa. . . — Þar hefur karlmaður verið með í spilinu, hugsaði Mikki og fann allt í einu, að hann reiddist þeim fanti, sem farið hafði þannig með hana. Hún hafði eitthvað minnzt á þetta áður, komizt þannig að orði, að þau mundu bæði vera auðblekkt, en hann hafði ekki skilið í það skipti, hvað hún var að fara. Eiginlega skildi hann það ekki enn, — ekki fyllilega. Bn hann fann vakna hjá sér löngun til að koma fram gífurlegum hefnd- um við hvern þann mann, sem reynd- ist henni illa. — Geti ég orðið þér að einhverju liði, . . . mælti hann hikandi. En hún hristi bara höfuðið og brosti til hans. — Þakka þér fyrir, en nú líður mér prýðilega. Ég hefði að sjálfsögðu átt að sjá það fljótt, hvern mann hann hafði að geyma. Það leyndi sér svo sem ekki. En ég vildi bara ekki sjá það. . . Meira sagði hún ekki. Hún hafð: aldrei áður minnzt á Juan. Og hún hafði ekki ætlað sér að minnast á hann í þetta skipti. Hún hafði ásett sér að gleyma honum gersamlega. Ekki svo að skilja, að hún saknaði hans, — hún fyrirleit sig einungis fyrir það, að hún skyldi verða hon- um svo auðunnið herfang, falla fyrir tillitstöfrum hans og trúa öllum hans lygum. — Var það þetta, sem þú áttir við, þegar þú varst að tala um, að við mundum bæði vera auðblekkt? spurði hann. Hún kinkaði kolli. —• Við erum víst bæði gerð úr sama efnivið, sagði hún. En svo kaf- roðnaði hún og bætti við: — Ég á við, að við séum bæði kjánar . . . —■ Mig langar mest til að taka duglega i lurginn á náunganum, sagði hann. Hún leit undrandi á hann. — Hverj- um? spurði hún. — Fantinum, sem sveik þig. . . Hún hló, en fann orð hans vekja með sér heita unaðskennd. — Hann er ekki þess virði, sagði hún...... langt frá því að vera þess virði, hugsaði hún, en þessa stundina var hún honum þakklát fyrir það, að i rauninni var það hans vegnu, að Mikki brást þannig við. — Það var eingöngu hans vegna, að ég kom hingað, mælti hún — og komst um leið að raun um, að einnig það átti hún honum upp að unna. Henni varð litið upp, og augu þeirra mættust. — Ég má líka vera þakklátur fyrir það, sagði hann. Andartak stóðu þau þögul og horfðu á eftir marglitu fiðrildi, sem sveif út yfir hylinn undir fossinum. — Anna, sagði hann lágt og rétti út höndina. En svo áttaði hann sig, tók upp stráhattinn hennar og rétti henni. — Ég hef ekki leyfi til að segja neitt; ég er ekki frjáls maður. . Það var beizkja i röddinni. Að svo mæltu gekk hann á brott frá henni — hröðum skrefum og án þess að líta um öxl. BERYL BÝÐST TÆKIFÆRI. Svo sem hálfri klukkustund síðar drap Anna á herbergfsdyrnjar hjá Beryl. — Má ég líta inn? Mig langar til að segja við þig nokkur orð, mælti Anna. Beryl gerði ekki neina til- raun til að leyna undrun sinni. — Tala við mig? spurði hún. — Um hvað eiginlega ? — Um þig, svaraði Anna og gekk beint til verks. — Mundir þú taka því, ef þér byðist að koma fram i sjónvarpi í Bandarikjunum? Beryl sat við snyrtiborðið og bar gljáa á neglur sínar. EYi nú stakk hún penslinum í glasið og starði tor- tryggin á önnu. — Eg mundi ekki heldur slá hend- inni á móti milljón dollara, ef ein- hver byði mér hana að gjöf. En það eru víst litlar líkur til þess, sagði hún. Anna virti hana fyrir sér. Hárið var allt of bleikt, hárgreiðslan tilgerðar- leg, snyrtingin ýkt, varirnar allt of rauðar, kjóllinn allt of fleginn, og skórnir hæfðu betur Breiðgötu í New York en umhverfi Monte Paraiso. — En neytendum Pepsóda-framleiðsl- unnar mundi eflaust finnast hún heill- andi. — Ég á kunningja í Bandaríkjun- um, sem sér um sjónvarpsdagskrá, •' -> >'S~ — Það er útilokað læknir ég er ekki einu sinni trúlofuð. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.