Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 33
Mig vantar eitthvað, sem fer vel við eina ljóshærða. SKILAR YÐUR HEIMSINS l" ' ■» 'lijt HVITASTA ,-;k’ II v. ÞVOTTI! okkur, og þú útvegaðir þennan lækn- isasna. Svipur hennar breyttist. — Ég gat mér þess til, að þú geymdir eitrið i skrifborðsskúffunni. Ég tók Því lykilinn að láni eina nóttina. Ég setti magnesíum í staðinn. — Það er alveg eins að sjá. Sniðugt, finnst Þér það ekki? Nú hló hún aftur, en Quinn tók varla eftir þvi. — Barnett læknir verður ekki vit- und hissa, þegar hann heyrir, að Þú hafir skyndilega orðið bráðkvaddur. Hann var meira að segja búinn að vara mig við því. Quinn reyndi að standa upp, en gat það ekki. Hann dó í þeirri fullvissu, að eina tilfinning Barnetts læknis, þegar hann skrifaði dánarvottorðið, mundi vera samúð með ekkjunni. + PEYSA. Framhald af bls. 25. við vinstri axlarsaum, þræðið hann á réttu mót réttu, og saumið nokkuð þétt með aftursting. Pressið sauminn mjög laust út, brjótið síðan kragann yfir á röng- una, og leggið niður við hann í sauminn. KjtchenAid HRÆRIVÉLIN SKIPAR HEIÐURSSESS UM VÍÐA VERDLD SÖKUM GÆÐA □ G ÖRYGGIS HAGKVÆMIR GREIÐSLU SKILMÁLAR Xto&ttMAéJUu*. hJ 4 ekkert V D-10-8-7-2 4 8-7-5-4 Jf, A-10-9-5 A V ♦ * A-D-G-7-6 ekkert A-G-10-6-2 7-6-3 N V A S A V ♦ * K-10-9-8-3-2 5-4 K-D-9-3 2 * 5‘4 V A-K-G-9-6-3 4 ekkert Jf, K-D-G-8-4 Suður Vestur Norður Austur 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar 5 tíglar dobl pass pass 6 hjörtu pass pass 6 spaðar pass pass 7 hjörtu pass pass 7 spaðar dobl pass pass pass Útspil: tígulfjarki. Spilið hér að ofan kom fyrir í járnbrautarlestarspilamennsku, sem mjög er aigeng 1 útlöndum. Menn spila gjarnan á leið til vinnu og einnig á heimleiðinni. Oftast er tíminn heldur knappur, og hefur því skapazt sú regla til þess að flýta fyrir, að spilin eru aldrei stokkuð, heldur tekin saman að loknu spili, dregið í stokkinn og siðan gefin fimm, fimm og þrjú i einu. Eins og að likum lætur, koma heldur skrýln- ar skiplingar í spilin með þessu móti, og þar eð það getur haft mik- il áhrif á sagnirnar, hefur það orðið til þess, að beita verður sérstakri sagntækni. Náungi, að nafni Philip M. Wertheimer, hefur skrifað bók, sem fjallar eingöngu um þessa spila- mennsku. Ein af grundvallarreglum i lienni er sú, að spila verður öll spil til enda, þvi að það tryggir mikla skiptingu í næsta spili á eftir. Önnur regla er það, að bútar eru ekki spilaðir ódoblaðir og þá þvi aðeins, að þeir verði að úttekt. Sé búturinn ekki doblaður, fær sá, sem heldur sögninni, einum slag minna í bút en hann sagði, nema þvi að- eins að bútur sé fyrir, — þá verður að spila spilið. í Ghoulie-bridge, en því nafni heitir spilið, er eigin- lega ókleift að segja til um, hvernig sagnir rnuni ganga, en unnt er að segja, hvernig þær ættu að ganga. Eyður eru svo mikilvægar, að þær ætti maður að sýna, hvenær sem tækifæri og spil leyfa. í spilinu hér að ofan, sem er úr bók Wertheim- ers, er hönd norðurs ekki nógu sterk til þess að segja spaða ofan í sögn vesturs, en vegna hins góða hjartastuðnings er nauðsynlegt fyr- ir norður að segja suðri strax frá spaðaeyðunni. Fimm tigla sögn suðurs er ekki síður mikilvæg sem varnarsögn, ef andstæðingarnir taka upp á því að fórna. Tigulútspilið og lauf til baka til þess að trompa annan tígul gefa n-s 500. En hefði norður spilað út hjarta, vinnst spil- ið. Samt er sjöspaðafórnin' góð, því að sjö hjörtu eru upplögð fyrir n-s. Það borgar sig vel í Ghoulie- bridge að taka litla fórn heldur en að taka áhættuna á því, að alslemm- an sé niðri. Þó að töluverð tilbreyt- ing sé i að spila Ghoulie-bridge, fer ekki hjá þvi, að það getur eyði- lagt hæfileika þinn i að spila venju- legt bridge.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.