Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 29
BÖRNUNUM LÍÐUR ÞVÍ AÐEINS VEL í SKÓLANUM • AÐ ÞAU SÉU HRAUST • AÐ ÞAU KUNNI LEXÍURNAR • AÐ ÞAU SÉU HREIN • AÐ ÞAU SÉU SNYRTILEG TIL FARA II * _ 4 'biiwai0 Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þú teflir á tvær hættur í vikunni, og líklega munu enda- lok þessa máls verða Þér í hag, en það er sann- arlega ekki þér að þakka. Þú munt þurfa að leggja allhart að þér á vinnustað, enda hefurðu slegið slöku við siðustu vikur. Þú munt líklega þurfa að koma fram fyrir hönd einhvers fjölda. Heillalitur rauðleitt. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú munt lifa mjög óvenjulegu lífi í þessari viku, og ekki þarftu að kvíða því að vikan verði leiðinleg. Þú hefur óviljandi komið af stað illum orðrómi, en nú gefst þér tækifæri til þess að bæta fyrir það. Það hefur borið fullmikið á afbrýðissemi í fari þínu undanfarið, en það er sannarlega engin ástæða til þess. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þú hefur ver- ið allt of tækifærissinnaður undanfarnar vikur, og nú mun þetta koma þér í koll, og átt Þú fyrir þeim skell. Þú verður beðinn um eitthvað í vik- unni, og ráðleggja stjörnurnar þér eindregið að verða við þeirri beiðni, enda þótt Þú verðir að nota mikinn hluta fristunda hinna til þess. Þú færð gott bréf í vikunni. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú virðist vera eitthvað þunglyndur þessa dagana, og er það kannski ekki furða. En nú mun eitthvað gerast, sem kemur þér í betra skap. Þú virðist samt gjörsneyddur allri sjálfgagnrýni þessa dag- ana, og verður þú að bæta úr því hið snarasta. Miðviku- dagskvöld er það kvöld, sem skiptir framtíð þina mestu í þessum mánuði. Heillatala 11. Ljönsmerkiö (24. júli—23. ág.): Þú verður gagn- rýndur talsvert í vikunni fyrir framkomu þina í máli, sem þér kemur í rauninni ekkert við. Fimmtudagurinn mun skipta elskendur miklu, og þá ríður á að fara að öllu með gát, og gæta þó mest tungu sinnar. Þú gerir allt of miklar kröfur til ein- hvers í fjöiskyldunni og þetta finna meira segja kunningjar þinir Reyndu að breyta betur. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú hefur strit.að mjög mikið undanfarið, en sannleikurinn iltH er sá, að þér hefur engu að síður orðið lítið úr verki. Þú vinnur ekki að nægilegri skynsemi. Reyndu að taka upp hyggilegri vinnuaðferðir, því að með því aukast afköstin til muna með minni fyrirhöfn. Heillatala 16. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Það skiptast á skin og skúrir í vikunni, og yfirleitt verður 1''>tta hin óvenjulegasta vika Hætt er við því að þú kunnir illa að taka mótlætinu og verði það til þess að þú nýtur ekki hins góða. Þú hefur gagnrýnt eitthvað i fari kunningja þíns, en sannleikurinn er sá, að þú ert haldinn þessum sama leiða kvilla sjálfur. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú munt eiga afar annríkt heima við í vikunni, líklega í sam- bandi við einhverja flutninga eða eitthvað þvilíkt. Þú færð skemmtilega hugmynd, sem ráðlegt er samt að salta í bili. Vinur þinn gerir allt of háar kröfur til þín, og verður þú að reyna að sýna honum fram á, að þú ert mennskur maður eins og hann. Bogmannsmerkiö (23. nóv,-—21. des): Þú ert allt of gagnrýninn á aðra þessa dagana en gleymir svo að gagnrýna sjálfan þig. Laugardagurinn get- ur orðið þér afdrifaríkur. Þá mun eitthvað gerast, sem skiptir framtíð þína miklu, og veiztu líklega bezt, hvernig þér er ráðlegast að haga Þér þann dag. Bréfa- skriftir skipta þig mjög miklu í vikunni. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Það kann að virðast sem svo, að lítið sem ekkert gerist i þess- ari viku, og líklega mun þér finnast hún hund- leiðinleg, en sannleikurinn er sá, að bak við tjöldin er margt og merkilegt að gerast, sem skiptir þig mjög miklu. Listrænir hæfileikar þínir fá mjög að njóta sín í þessari viku. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú ert allt- of hlédrægur þessa dagana og tekur of lítinn þátt í því, sem kunningjar þinir eru að gera. Þú ert haldinn einhverri minnimáttarkennd, en sann- leikurinn er sá, að þín er saknað í hópi kunningja þinna. Þút ert allt of fljótfær þessa dagana, og muntu kom- ast að því, svo um munar um helgina. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Föstudagurinn er dagur vikunnar, og það, sem gerist þann dag, mun verða til þess að áform þín breytast mjög, og það til batnaðar. Þú verður fyrir áhrifum af þér eldri persónu, og er það vel. Þú leggur í eitthvert stórfyrirtæki í vikunni en ferð allt of geyst af stað Gættu tungu þinnar alla vikuna. Þú ert allt of lausmáll ©

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.