Vikan


Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 32
m x mm-íii Það leynir sér ekki að í slíku tilliti er aðdáun og viss ótti — um að gefa of mikið til kynna. N I Eirkjustræti. Sími 12838. hafa hárfín mælitæki, sem sýna Þjöppun, nýtingu á eldsneyti, hraða kveikjunnar og svo framvegis. Þetta kemur fram eins og hjartalínurit; ljósmerki á skermi sýna hvar hlut- irnir eru í lagi og hvað Þarf lagfær- ingar. Bilaskoðunin annast sjálf lagfær- ingar á framhjólastillingum, hjóla- jafnvægi og mótorstillingum. Þegar um aðrar bilanir er að ræða, er bent á þær og þá verður að fara annað til þess að fá viðgerðina framkvsémda. Samtals eru Það 73 atriði, sem skoð- uð eru og eru gefnar einkunnir fyrir hvert atriði eins og sést á meðfylgj- andi eyðublaði, sem við birtum hér mynd aí. Einkunn 1 þýðir nýtt eða mjög gott, 2 þýðir gott ástand, 3 sæmilegt, 4 þarf viðgerðar og 5 táknar, að viðkomandi hlutur sé ónýtur eða beinlínis hættulegur. Við spurðum að því, hvort menn kæmu mikið með bila í skoðun, sem þeir hefðu í hyggju að kaupa, og þeir svöruðu því til, að menn kæmu frek- ar með bilana í skoðun eftir að kaupin hefðu verið gerð og töldu það heldur undarlega ráðstöfun. Betra væri að vita um ástand bílsins áður en hann væri keyptur þvi ágalli, sem ekki liggur opinn fyrir og kæmi í ljós við skoðun, getur valdið kaupandanum miklum íjárútlátum, og jafnvel selj- andanum óþægilegum eftirkaupum. Það eru einkum menn, sem ekki ætla sér að selja, heldur eiga bilana sína áfram og fara vel með Þá, sem hafa gerzt viðskiptavinir Bilaskoðun- arinnar enn sem komið er og Það er í rauninni ekkert annað en gott um það að segja. Það þurfa allir bíla- eigendur að gera að minnsta kosti einu sinni á ári, sögðu þeir okkur. Það getur verið sparnaðarráðstöfun enda þótt skoðunin kosti 700 krónur. Það reynist ævinlega kostnaðarminna að lagfæra bilanir á byrjunarstigi. Málin standa nú þannig, að hirðu- samir bílaeigendur hafa tekið því með þökkum að geta látið skoða bíla sína hátt og lágt, en ennþá sem komið er hefur Bílaskoðunin ekki stuðning bílasalanna í bænum og eigendurnir sögðu, að þeir vissu dæmi þess, að þeir hefðu beinlínis rekið áróður á móti þeim. Ef þannig heldur áfram, verður Bílaskoðunin ekki til þess að skapa viðskiptaöryggi í verzlun með notaða bíla og það er illa farið. Þró- unin hlýtur þó að verða á sama veg og i nágrannalöndum okkar, að eng- inn kaupi notaðan bíl án þess að hon- um fylgi nýlegt vottorð frá viður- kenndri bílaskoðunarstöð. + ARSENIK. Framhald af bls. 5. hyggjur. Ég ætla að gefa yður lyf- seðil fyrir nokkrar töflur ... Takið þær þrisvar á dag eftir mat. Quinn gerði sér ljóst, að hið eina, sem hann gæti gert, væri að gefa Angelu duglegan skammt af eitrinu strax og auka það svo smám saman á næstunni. Það reið á að fara að engu óðslega. Meira að segja Bar.nett læknir gæti orðið tortrygginn, ef hún dæi of skyndilega. E’n hann gat ekki Þolað það að bíða endalaust eftir ár- angrinum með því að gefa henni smáskammta. Ónæmi hennar var Þegar undravert, næstum ótrúlegt. Það var kannski hugsanlegt, að smá- skammtar gerðu hana ónæma. Hann gaf henni eitt og hálft gramm, hallaði sér síðan aftur á bak og beið síðan vongóður eftir árangr- inum. Angela brosti tilgerðarlega eins og venjulega, var leiðinleg og heimsk, ljót og þreytandi. Hún hélt áfram að búa til ólystugan mat kvölds og morgna. Arsenikið hafði engin áhrif | á hana. i 1 örvæntingu tók hann heil tvö : grömm og setti út í kaffibollann ‘7 hennar. — 1 kvöld hefurðu heldur betur lagað sterkt kaffi, sagði hún. Þú ætl- ar þó ekki að láta mig vaka alla nóttina, eða er það kannski það, sem þú vilt, elskan? Nú var Quinn orðinn taugaveiklað- ur svo að um munaði. Hann var eld- rauður i andliti og með höfuðverk. Hann langaði mest til að hlaupa út á götuna og öskra og öskra. Angela var alvarlega áhyggjufull vegna heilsu hans. Barnett læknir ráðlagði meiri meðul og minni á- hyggjur. Hann gekk afsíðis með Ang- élu og sagði, að eí ekki yrði vart við bata, yrði hann neyddur til að láta flytja Quinn á sjúkrahús. Quinn brosti gleðisnauðu brosi, þar sem han stóð á hleri. Minni áhyggjur! Hvernig var hægt að hafa engar áhyggjur, þegar konan manns hámaði í sig arsenik, eins og það væru styrjuhrogn? Hann lét sér sem snöggvast detta talíumefni í hug, en það hafði verið skrifað of mikið um eitt slíkt til- felli í Sydney ekki alls fyrir löngu, til þess að apótekara og efnafræðinga mundi ekki gruna margt, ef einhver leikmaður færi að kaupa efnið. Meira að segja jafnómögulegur læknir og Barnett var mundi fara að forvitn- ast um, hvers vegna Angela færi að missa hárið. Nei, það var ekki nema um eitt að ræða, gefa henni bara banvænan skammt strax. Þrjú grömm! Það var nægilegt til að drepa naut. Nú var hann orðinn svo örvænt- ingarfuliur og æstur, að hann hugs- aði ekkert út i, hvað Barnett læknir mundi halda, ef Angela andaðist snögglega. Við hádegisverðinn fékk hann jafn- ing eins og venjulega. Quinn var svo taugaóstyrkur, að hann gat varla komið bita niður, þó að hann helti piparrót yfir matinn til að fá skárra bragð. 1 miðri máltíðinni heyrði Ang- ela, að tevatnið sauð frammi í eldhúsi, og hljóp fram. Eldfljótt tæmdi hann dósina út í jafninginn hennar og hrærði í, Þar til ekkert var sjáanlegt. Angela kom inn með teið og settist til að ljúka við matinn. Þegar hún var búin, brosti hún á- nægð, ýtti frá sér diskinum og hall- aði sér aftur á bak. — Eg elska góðan mat. En mér þykir ekki góð pipar- rót. Skyndilega breyttist rödd hennar og varð hörkulegri en hann hafði áð- ur heyrt hana, — að minnsta kosti ekki eins og góð og þér þykir hún. Hann leit undrandi upp. Nú minnti hún hann frekar á gamm en gamia hænu. — Þú veizt vist ekki, að þú ert byrjaður að tala upp úr svefni, — eða hvað ? Hún hélt miskunnarlaust á- fram. En það er það, sem þú gerir. Það sýnir það, að þú ert að verða elliær, elskan mín! Og gettu bara, um hvað þú ert að tala! Fyrst trúði ég varla mínum eigin eyrum, -— ekki fyrr en þú byrjaðir að koma þessu í lag með líftryggingarnar. Það var sann- arlega skrýtin tilviljun! Hann svimaði. Hann verkjaði í höf- uðið og allan skrokkinn.—■ Tilviljun? hafði hann upp eftir henni. — Það er einmitt orðið, hjartað mitt. Þú varst svo uppþornaður, ljót- ur og heimskur, þegar ég hitti þig, en þú stráðir peningum út um allt og áttir enga vini né ættingja, sem gátu gert okkur lífið erfitt. Þú varst hreinasta gersemi. Og þú hafðir fengið þá góðu hugmynd að kvænast mér vegna peninganna, — nákvæm- lega eins og hinir þrír. Quinn var nú orðinn svo ruglaður, að hann hélt jafnvel, að hann hey~ði ofheyrnir. Angela talaði eins og þau væru starfssystkin. — Þrír? Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú hafir myrt Þrjá eigin- menn? — Já, er þetta ekki fyndið? Hún hló, Og þú hefur hjálpað mér svo vel með öll smáatriðin. Þú líftryggðir Oryjji Hún skapar sjálfstraust og öryggi, vissan um það að vekja jákvæða eftirtekt. Þó það sé hinsvegar ljóst að það er maðurinn sjálfur sem mestu varðar, gefur smekklegur klæðaburður nokkuð til kynna um — hinn innri mann. 32 vuían

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.