Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 30
Tekst þeim að stöðva bílasvindlið
Þetta eru nýju
Moorley-pejfsuumr
Þær fást í flestum sérverzlunum.
G. BERGMANN
Laufásveffi 16. — Sími 18970.
Einkunnir
fyrir 73 atriði
<3
Séð yfir þann hluta verstæðisins,
sem lýtur að skoðun á undirvagni
og hjólastillingum. 97—98% af öll-
um bílum eru með skakkar fram-
hjólastillingar.
Mér var fyrir nokkru sögð saga
af ungum og reglusömum pilti, sem
var byrjaður að vinna fyrir sér og
átti sér það áhugamál æðst að eign-
ast bíl. Hann bjó með móður sinni
og var að nokkru leyti fyrirvinna
hennar, svo það gekk að vonum hægt
að spara saman bilverð. Hann gafst
lika upp við það og þegar hann hafði
handbærar þrjátíu þúsund krónur,
fór hann á stúfana eftir bil og hugð-
ist fá lán fyrir því sem á vantaði.
Þessi ungi maður var álíka reyndur
og gætinn sem flestir á hans reki og
áhuginn fyrir því að komast á eitt-
hvert farartæki varð þolinmæðinni
yfirsterkari, sem til þess þarf að leita
mjög lengi. Hann gat fengið tíu ára
gamlan amerískan bil á 65 þúsund
eru gefnar fyrir hvern bíl í
Bílaskoðuninni h- f. og eigand-
inn veit nákvæmlega um ástand
bílsins.
krónur og hann tók þvi boði; hafði
þá fengið 35 þúsund króna lán til Þess
að borga mismuninn, því seljandinn
vildi fá allt útborgað.
Hann hafði varla ekið bilnum meira
en eina viku, þegar mótorinn brotn-
aði; stimpilstöng hafði bilað og farið
út í gegnum vélina. Það kostaði hann
nokkur þúsund krónur til viðbótar
að lagfæra vélina eftir þessa bilun,
en þar með var ekki allt hans ólán
úti. Skömmu síðar brotnaði girkass-
inn og það var álitin svo kostnaðar-
söm viðgerð, að nú gafst ungi mað-
urinn upp. I stað þess að fá lán fyrir
viðgerðinni, reyndi hann að selja
bílinn í því ástandi sem hann var
og þegar það loks tókst, sat hann
eftir með þrjátiu þúsund króna skuld,
sem hann nú er að borga niður og
sér framá langan tíma áður en því
verði lokið.
Þessi saga er því miður ekkert eins-
dæmi; hún er miklu fremur einkenn-
andi fyrir þau ódæmi, sem eiga sér
stað í bílasölu hér á Islandi og það
3Q VUfAN