Vikan - 28.09.1961, Blaðsíða 23
Fabian er einhver nýjasta stjarnan meðal ungling-
anna, og það var Bob Marcucci, 29 ára gamall forstjóri
fyrir plötufyrirtæki, sem uppgötvaði hann. — Þetta var
hrein tilviljun, segir hann, til allrar hamingju fyrir mig.
— Ég var á gangi á götu i Philadelphiu, þegar ég sá
sjúkrabíl fyrir utan hjá einum vini minum. Ég flýtti
mér þangað og fékk þá að vita, að verið var að flytja
nágranna vinar míns á sjúkrahúsið, vegna hjartaslags,
en það var
faðir Fabi-
ans. Svo
kom ég
auga á Fabi-
an, þar sem
hann sat á
tröppun-
um og ég reyndi að tala við hann og hughreysta hann
og segja honum að faðir hans kæmi bráðlega lieim aftur.
Kannski var það hið sérstaka augnaráð hans, eða hvað
hann var bæði likur Elvis Presley og Ricky Nelson,
sem hafði áhrif á mig. Ég veit það ekki, en ég hafði á
tilfinningunni, að það væri eitthvað sérstakt við hann.
Mér leizt eins á hann og annan söngvara, Frankie Avalon,
og alveg ósjálfrátt sagði ég við hann: Ég skal gera úr
þér söngstjörnu. Viltu ekki byrja strax?
Fabian hélt að Marcucci gengi með lausa skrúfu og
sagði honum að hann hefði verið rekinn úr skólakórn-
um. Tveir fyrstu söngkennarar hans hristu einnig höf-
uðið, þegar þeir heyrðu Fabian syngja. Sá þriðji var þó
bjartsýnni og Fabian var í söngtímum tvisvar í viku
eftir skólatíma. Brátt komust táningarnir í nágrenninu
að þessu og báðu Fabian að koma og syngja á skemmtun.
Hann söng — og var kastað beina leið út ...
Fabian var fullur örvæntingar, en Marcucci hughreysti
hann. — Einhvern tima munu þeir betla um eiginhandar-
áritun þína. Og hann hafði rétt fyrir sér.
Nokkrum vikum seinna kom Marcucci af stað auglýs-
ingaherferð í bandarísku blöðunum, sem var mjög nýstár-
leg jafnvel á ameriskum mælikvarða. Hver er Fabian?
Og Ameríka fékk svar. Fabian var ungur drengur með
sérkennilegt augnaráð, dálítið grettinn á svipinn og
með stórkostlega rödd. Og áður en plötufélagið hafði
áttað sig runnu plötur hans út eins og heitt brauð og
hann var kallaður hinn stórkostlegi Fabian.
Fjórða plata Fabians, „I‘m a Man“, komst ofarlega á
vinsældalista, og fimmta platan, „Turn Me Loose,“ gerði
hann heimsfrægan. Þremur dögum eftir að platan kom
á markaðinn fékk hann tilboð frá sjónvarpinu og var
boðin 2% milljón í borgun og platan seldist í milijónum
eintaka. „Tiger“, sem hann söng nokkru seinna náði
einnig mjög miklum vinsældum.
Fox nær í Fabian.
Þetta kvikmjndafélag hefur allar klær úti, þegar um
er að ræða ujgar stjörnur og það leið ekki á löngu,
áður en Fabiín fluttist til Hollywood með tiu vikna
samning upp | vasann og 245 þúsund kr. fyrir fyrstu
kvikmynd sina, „Hound Dog Man“.
Hópur af æpandi unglingum flykktist að flugvellin-
um, þegar hann kom. Þeir brutu rúður í bílnum og
voru næstum því búnir að stinga úr Fabian annað augað.
Eftir að hafa haldið hljómleika í Hollywood Palladium
var Fabian nýjasti guð bæjarins.
Hið eina, sem Marcucci var hræddur um, var, að hinn
16 ára gamli Fabian (nú átján ára) mundi eyðileggja
framtíðarhorfur sinar og gera alvöru úr þeim hótunum
sínum að læra raunverulega að syngja.
Eftirnafn Fabians er Forte og hann er fæddur i
Philadelphiu árið 1943. Hann er góður vinur Frankie
Avalons og er mikið með Annettu Funnicelli. Adressa
hans er Fox Film A/S, Stortingsgt. 28, Oslo.
Fabian í kvikmyndinni
Hound Dog Man. Það þarf
ekki að horfa lengi á
myndirnar til að skilja,
hvers vegna hann töfrar
ungt fólk um allan heim.
Herhergið
Það getur verið mjög
skemmtilegt og þar að auki
gagnlegt að liafa minnis-
töflu á herbergisveggnum.
Búa má töfluna til sjálfur
og efnið í hana er ódýrt.
Það er hægt að lcaupa
rammann í málningarverzl-
unum eða i rammagerðum,
ef maður getur ekki smíðað
sjálfur. Biðjið um blind-
ramma (sams konar og
málverk eru strengd á), þá
fáið þið rétta tegund. Strigi
er strengdur yfir rammann
og festur með teiknibólum
og þá er minnistaflan til-
búin.
Eins og þið sjáið, er hægt
að skreyta hana með
myndum af eftrlætisleik-
urum, úrklippum.
skrautgripum og skemmti-
legum minjagripum og ekki
má gleymast að hafa nagla
fyrir minnisseðla og lykla,
eða hvað sem það nú er,
sem ekki má gleymast.
Það liggja margar leiðir til frægðar-
innar og ein af þeim er að fá sér grímu.
Það gerði ungur maður kvöld nokkurt
við frönsku Rivieruna, þegar hann átti
að byrja að spila fyrir „klíkuna" á staðn-
um. Hann tók trompetinn sinn og spilaði
sem grímuklædd ófreskja betur en hann
hafði nokkurn tíma gert, þannig að þeir
ókunnugir, sem voru til staðar, voru
steini lostnir af undrun. Niðurstaðan
varð sú, að ungi maðurinn hélt áfram
að bera grímuna, hélt sinu rétta nafni,
spilaði áfram á trompetinn sinn og varð
heimsfrægur sem, já, þið þekkið nafnið,
Trumpet-Boy. Þessi mynd er tekin fyrsta
kvöldið, sem hann var með grímuna, og
það varð ekki það siðasta.
Notið vnto
og sópu
Frægur fegrunarsérfræð-
ingur segir hér nokkur orð
um hirðingu húðarinnar og
svarar hinni sígildu spurn-
ingu: Hvers vegna hef ég
svona slæma húð ? Það er
venjulega vegna þess, að
húðin er stífluð af fitu og
þvi þakin fílapensum. En
það er engin ástæða til að
örvænta eða fá minnimátt-
arkennd, því það er alltaf
hægt að gera eitthvað.
Næstum allir unglingar
hafa feita húð, og þess vegna
verða ungar stúlkur að vera
sparar á krem. Hvernig á
þá ung stúlka að hirða húð
sína? Á morgnana á hún
að þvo sér með vatni og
sápu, já, vatni og sápu, það
er nefnilega ekki skaðlegt
fyrir feita húð. Á kvöldin
getur hún notað andlitsvatn,
sem bæði hreinsar og dreg-
ur svitaholurnar saman. Ef
húðin er dálítið þurr eftir
þvott eða hreinsun, er hægt
að nota venjulegt mýkjandi
krem, sem nota má á allt
(t. d. Niveakrem), það gefur
húðinni öll þau efni, sem
hún þarf á að halda. En það
á helzt ekki að nota það
oftar en einu sinni á dag.
En hvað um „meikið", sem
skýlir svo miskunnsamlega
vanköntum húðarinnar? 1
þvi tilfelli er mjög nauðsyn-
legt að ungar stúlkur geri
sér grein fyrir, hvað þær
nota. Það á að nota „meik“,
sem ekki fer niður í húðina,
heldur harðnar utan á
henni, og hlífir henni gagn-
vart óhreinindum. Ef púðr-
að er yfir svo gott undir-
lag, fer púðriö heldur ekki
inn í húðina. En góð með-
höndlun utan frá er ekki
nóg. Innvortis meðhöndlun
er einnig mikilvæg. Helzt á
að banna svínakjöt, feitt
kjöt og feitar sósur, en borða
mikið af ávöxtum, A-vita-
mini (helzt lifur) og geri.
Það er einnig gott (og ekki
fitandi), að drekka nokkur
glös af köldu, soðnu vatni
yfir daginn og allar tegund-
ir af jurtate eru til mikill-
ar hjálpar fyrir óhreina húð.
Það er yfirleitt mjög vitur
legt að halda sig að mat-
vörunum í sinni eðlilegu
mynd og fá t. d. vitamín
með því að borða ávexti.
Hvenær er bezt að byrja
að hugsa reglulega um and-
litið? Satt að segja er bezt
að byrja strax og fólk upp-
götvar, að húðin er farin að
fitna og sýna óhreinindi og
er ekki lengur eins slétt og
fín og hún var í bernsku.
En rétt er að taka það
fram, að betra er fyrir húð-
ina að vera án krems held-
ur en vatns og sápu.
Mynd Þessi er tekin í Albert Hall í London að loknum hljómleikum og
pilturinn, sem stúlkurnar eru að reyna að skipta á milli sin, er sjálfur Adam
Faith. Hann er vinsælasti dægurlagasöngvari Englands fyrir utan Cliff
Richard og byrjaði feril sinn á því að starfa í kvikmyndaveri við að klippa
niður filmur. En hann uppgötvaðist brátt og sló allt í gegn með töfrandi
fallegu brosi, skemmtilegri rödd og ljósum lubba. Adam þykir einstaklega
skemmtilegur og vel greindur og er frægur fyrir persónulegar skoðanir.
Hann er frekar lágvaxinn og ekki smáfriður á móts við súkkulaðidrengi
eins og Cliff, Ricky eða Presley, en þegar hann byrjar að syngja, hefur hann
áheyrendur alveg á valdi sínu. I stuttu máli sagt, hann hefur persónutöfra.
Adam hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, sem orðið hafa mjög vinsælar
og er ein þeirra „Beat Girl“, sem vonandi mun koma hingað innan skamms.
Hið nýjasta, sem við höfum heyrt um Adam, er, að hann sé búinn að skrifa
ævisögu sína, þó að árin séu ekki mörg, og nefnist sagan „Poor Me“.
KyRTlLL
1. Skóla- og heimiliskyrtill úr
ofnu efni. Stór vasi að fram-
an, ermalaus, rúnnaður í háls-
inn. Hálsmálið er kantað með
skáböndum, sem hnýtt eru sam-
an að aftan.
2. Kyrtill, sem nota má í allt.
Hliðarföll með rúnnuðum könt-
um og afrúnnuð samskeyti að
aftan. Hneppt að aftan með
stórum hnöppum. Jafnsíður og
kjóll. '
22 VIKAN
VIKAN. 23