Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 5
f fullri ulvöru:
Ab nuglýsA síiia
snUlingn
Finnar eru fyrir marga hluti ein
hin merkasta þjóð á Norðurlöndum,
og þótt viðar væri leitað. Þrátt fyrir
síendurteknar þrengingar og þraut-
ir af völdum styrjaldanna og stjórn-
málaviðhorfa í nágrenninu og þung
efnahagsleg áföll i þvi sambandi,
hefur þeim ekki einungis tekizt að
koma þjóðarbúskap sínum sífellt
aftur á réttan kjöl og búa almenn-
ingi sómasamleg lifskjör, lieidur
hafa þeir og fylkt sér í fremstu röð
menningarþjóða heimsins af afrek-
um á sviði íþrótta, bókmennta, vís-
inda og lista.
Á árunum eftir fyrri heimsstyrj-
öldina, voru Finnar eina þjóðin sem
greiddi þær striðsskaðabætur sem
krafizt var, að fullu og öllu og án
þess að fara einu sinni fram á
nokkra eftirgjöf. Var þetta og enn
merkilegra afrek fyrir það, að þá
var finnska þjóðin flakandi i sárum
eftir innrásir aðvífandi herja og
innri átök, byggðir brenndar, akrar
eyddir og atvinnuvegir í kaldakol-
um. Munu þess fá eða engin dæmi
að nokkur smáþjóð hafi risið svo
skjótt við og eflzt til sjálfstæðis og
afreka á öllum sviðum eins og Finn-
ar þá. Um þrengingar Finna af
völdum stórveldaátakanna í siðari
heimstyrjöld er óþarft að fjölyrða;
þeir atburðir eru öllum enn í minni.
Þetta hefur Finnum því aðeins
tekizt, að þeir eru ekki einungis
harðdugleg þjóð og bráðvel gefin,
heldur hagnýta þeir sér og sérhvert
tækifæri til að afla sér trausts og
álits allra þjóða með því að sýna
umheiminum hvað i þeim sjálfum
býr, án þess þó að beita þar nokkru
auglýsingaskrumi. Þegar þeir hafa
eignazt framúrskarandi snillinga —
og þá hafa þeir eignazt fleiri en
flestar þjóðir — þá hafa þeir gert
allt til þess að umheimurinn fengi
að vita af þeim og kynnast afrekum
þeirra. Er það nærtækt dæmi, að
þeir verja árlega milljónum króna
til þess eins að kynna tónverk snill-
ingsins Sibelíusar á erlendum vett-
vangi, enda er han nú löngu heims-
frægur fyrir tónverk sin. Þegar
Nurmi, hinn frægi hlaupagarpur
þeirra, var upp á sitt bezta, gerðu
þeir hann að einskonar „farand-
sendiherra“ sínum meðal stórþjóð-
anna, og spöruðu ekki neitt til þess
að keppnisleiðangrar hans inættu
verða sem glæsilegastir. Árlega
verja þeir og miklu fé til að kynna
umheiminum hinn merkilega menn-
ingararf sinn, hetjukviðurnar „Kale-
vala“, og styrkja og styðja sina eig-
in listamenn til að ieggja hann til
grundvallar listsköpun sinni á sem
víðtækastan hátt. Má geta þess sem
dæmis, að þeir hafa endurvakið
fornfinnska mynzturgerð i sam-
bandi við allskonar listiðnað —
gerð silfurmuna, skartgripa, leir-
muna og tréskurðarverka — og
kenna þau við Kalevala.
Þannig auglýsa Finnar snillinga
sína og snilli meðal erlendra þjóða.
En þeir gæta þess stranglega um
leið, að hvorttveggja standi fyrir
sínu og sé þjóðinni til álitsauka.
Fjarri fer því, eins og gefur að
skilja, að sá auglýsingakostnaður
skili sér aftur í beinum gjaldeyri;
tónverk Sibelíusar og Kalevalakvið-
urnar gefa ekki cyri i erlendri mynt
í aðra hönd upp í allan auglýsinga-
kostnaðinn svo dæmi séu nefnd. En
hvorttveggja aflar þjóðinni álits og
aðdáunar meðal allra menningar-
þjóða — og dýrmætari gjaldeyri
getur ekki.
Við msettum margt gott af Finn-
um læra, og hefðum betur tekið
okkur þá til fyrirmýndar frekar en
ranu ber vitni. Meðal annars hvað
það snertir, að smáþjóð getur afl-
að sér trausts og virðingar, ekki
síður en stórþjóðirnar, með því að
sýna og sanna öllum umheimi hvað
í henni býr, og gera um leið hinar
ströngustu kröfur til sjálfrar sín
á öllum sviðum. Að sumu leyti er
aðstaða okkar jafnvel betri en þeirra
— við eigum til dæmis enn merki-
legri og stórbrotnari menningararf
en þeir, merkilegri og stórbrotnari
en flestar þjóðir að fornu og nýju.
Þótt nútimabókmenntir okkar séu
að sumu leyti enn á milli vita, höf-
um við eignazt nóbelskáld, sem sóm-
ir sér vel hvar á þingi sem er.
Annars eru aðstæður okkar kannski
eitthvað lakari. Myndlist okkar er
enn á bernskuskeiði, en engu að
siður höfum við þegar eignazt snill-
inga á þvi sviði, sem allar mcnning-
arþjóðir myndu kunna að meta, gæf-
ist þeim kostur á að kynnast verk-
um þeirra; einnig höfum við eign-
azt nokkra tónlistarmenn, sem hvar-
vetna mundu vekja athygli.
Hve miklu fé hefur svo íslenzka
rikið varið til að afla þjóðinni álits
og trausts annarra þjóða á svipað-
an hátt og Finnar hafa gerl?
Drómundur.
OSTUR
á
jólaborðið
n
■
!0.
I
o
o
K>
OSTA- OG SMJÖRSALAN SF
þannig mætti að orði komast, þannig
að enginn þarf að vera í vafa um
„ættina". Og afturbyggðu bílarnir
geta verið hinir fallegustu og glæsi-
legustu, línusamræmið ekki minna og
getur jafnvel orðið hreinna þegar
bezt tekst til. Og það er hreint af
og frá að nokkrum þyki það minnk-
unn eða „ófínt“ að aka í afturbyggð-
um bil — í Svíþjóð eru þeir til dæmis
kallaðir „herragarðsbílar", en það
slagar hátt upp í aðalinn þar í landi.
Hér birtast myndir af þeim fjór-
um afturbyggðu bílum, sem nú eru
Framhald á bls. 31.
Volkswagen 1500.
Heildsölubirgðir:
SNYRTIVÖRUR
Sími 17177
VIKAN 5