Vikan


Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 31
þar var saumspretta á stakknum. Upp fró þvi hef ég þjáðst af gigt i vinstri öxlinni, finn meira að segja til hennar, þegar ég er að skrifa þessar línur. Ekki veit ég hvernig á því stóð, en smám saman styrktist isinn þarna svo á kafla, að það myndaðist held spöng. Svíri kom til min og ráðlagði mér að leysa nokkra af hundunum frá sleðanum, svo þeir gætu hlaupið heirn — þvi að hundarnir komast alltaf heim, ef þeir fara lausir. Þá gætu konurnar séð, að við værum á leiðinni. Við gengum svo hægt og gætilega þangað, sem sleði Qolugta stóð. Qolugta svaf eins og selur á sleð- anum með hund undir höiðinu, hund ofan á sér og hunda á háðar hliðar. Hann hafði hersýniiega steingieymt því, að meiðarnir á sieðanum stóðu niður úr ísnum, og kalt hyldýpið undir. Við vöktum hann, og hann leysti nokkra af hundunum irá sleðanum og sleppti þeim lausum, eins og við höi'ðum þegar gert. Við reyndum að iosa um sieða hans, en það reynd- ist með öllu ógerlegt, einkum iyrir það, að isinn undir fótum okkar var enn ekki nógu traustur til þess að hann þyldi átakið. Okkur kom þvi að siðustu saman um að skiija hann eftir, þvi að tveir gátu hæglega set- ið á mínum sleða. Og enn lögðum við af stað eftir isinum, ótraustum og svikuium. Einn gekk á undan með skutui og hjó honum stöðugt niður. Við urðum að fara krókaleiðir, en það var lika það sem dugði. Loks náðum við heim í þorpið, þar sem okkur var innilega fagnað. Enginn gerðist þó til þess að vor- kenna okkur vegna 'hrakninganna. Hinsvegar fannst öllum það ákaf- lega hlægilegt, að við skyldum hafa verið svo heimskir að halda að við kæmumst leiðar okkar án þess að sofa og hvílast. Öllum varð það líka hlátursefni, að hafa hlakkað svo mikið til að fá eggin, að ekki var etið nema það allra minnsta til þess að geta hesthúsað sem mest af þeim, þegar við kæmum með þau. Nú var öll sú fasta til einskis, og því var hlegið og hlegið. Og nú vorum við sannarlega svefn- þurfi, og spjarir okkar blautar — og það þurfti að dytta að aktygjun- um. Og enn skall á hríð og hvass- viðri, svo ekki var viðlit að hugsa til ferðar. Navarana hafði sagt vin- konum sínum margt um þá hótíð, sem biði okkar heima; nú hló hún dátt að þvi, að gestirnir inundu eta upp aiian veizlumatinn að okkur fjarverandi. Og við vissum að veizlu- gestirnir mundu se-gja sem svo, að það yrðu vonbrigði fyrir okkur, þeg- ar við kæmum loks heim, að verða að lifa eingöngu á rostungskeli dag eftir dag, því að annað yrði okkur ekki eftir skilið af öllum matnum, en allar kræsingarnar sem við höfð- um geymt til hátíðarinnar upp- étnar. Hriðin og hvassviðrið stóð í marga sólarhringa. Kannski hefðum við getað náð heim um jólin, en það var alltof mikil áhætta. Okkur leið líka vel þar sem við vorum. Allir voru okkur góðir, konurnar saum- uðu mér nýja loðsokka, karlarnir smiðuðu dráttarstengur úr hval- beini og gáfu mér; éinnig forláta hundasvipur, En jólin hurfu okkur út í veður og vind. Vikan og tæknin. Framhald af bls. 5. Peter Freuchen. efst í tízku á meginlandi Vestur- Evrópu, enda allir framleiddir Þar; þrir þeirra njóta þegar mikilla vm- sælda, en fjórða gerðin er eiginlega varla komin á markaðmn ennþa, og er hennar þó beðið með mikilli óþreyju og eftirvæntingu — en þaö er afturbyggða gerðin af Þýzka folks- vagninum, „VW 1500“. Hmar gerð- irnar eru „Opel Caravan og „Ford Taunus 17“, eða öðru nafm „Turn- ier“, báðar gerðirnar framleiddar a Vestur-Þýzkalandi eins og lika „ v w n5Q0“ — og loks „SAAB 95 ‘ sem framleidd er i SvíÞjóð, af systurfynr- tæki SAAB flugvélaverksmiðjanna hehnsfræg^r-^zkaiandi og Norður- löndum mun „Opel Caravan“ njóta „irmn mestra vinsælda þeirra þnggja af fyrrnefndum gerðum, sem Þega(r eru á markaðinum, en allir spa því, að VW 1500“ muni reynast honum skæður keppinautur, þegar til aem- ur. „Opel Caravan" er afbrigöi af Opel Kecord“ og framleiddur í Opel- ver ksmið j unum frægu i Yestt‘f" Þýzkalandi, en eins og allir vita eru bær í eign GM-bílahringsins banda- riska. Að ytra útliti Þykir „Caravan- inn‘ einhver hinn glæsilegasti aftur- byggði bill, sem verið hefur á raark- aðinum árið 1961, og er talið að hann eigi vinsældir sinar ekki hvað sízt Þyi að þakka, en auk þess er Þetta hið vandaðasta farartæki í alla staði. Um tvær hreyfilstærðir er að velja; 1,5 lítra, 55 hestafla og 1,7 htra, bS hestafla, og er sú hreyfilstærð mun eftirsóttari. „Caravaninn' er ætlaður fyrir fimm farþega, eða 470 kg farm, auk bílstjórans. Farrýmið, aftan framsætis, er 1,80 m á lengd, og má því hæglega búa þar um sig í rekkju, ef Þvi er að skipta. Undir gólfinu þar er 9 sm djúpt geymsluhólf, þar sem koma má fyrir áhöldum, stígvélum og öðru smádóti. Gólfið er gljáborið, og verður þvi að breiða eitthvað á Það, þegar um farangur er að ræða, til að koma i veg fyrir að Það rispist. „SAAB 95“ er tiltölulega nyr a markaðinum, Það er ekki nema ár siðan hann var framleiddur til solu, en hann hefur engu að síður þegar aflað sér mikilla vinsælda. Hreyfill- inn er þriggja strokka tvigengill, 42 hestafla. Hann er ætlaður fyrir sjö farþega, og-er tveim þannig búið sæti aftast, að þeir horfa aftur og snúa baki við þeim, sem sitja i miðsætinu. en aftasta sætið ná svo fella niður í gólfið ef vill. Hann ber 450 kg farm auk bílstjórans. Það er og kostur við „SAAB 95“ að gólfið er Þakið plastlagi, sem gljáir vel, en rispast þó ekki nema farangurinn sé Þvi „harðari i horn að taka“. „SAAB 95 nýtur mikils álits fyrir styrkleika og vandaðan frágang, og er Því spáð að fáir afturbyggðir bilar muni reynast honum endingarbetri. „Ford Taunus 17 M“ eða „Turni- -er“, það er að segja nýjasta gerðin, ,er mun glæsilegri en afturbyggða gerðin 1961, og er talið að hann gefi „Opel Caravan" að minnsta kosti ekkert eftir. Auk Þess er viðurkennt ;að bíiarnir frá Taunusverksmiðjunum séu hinir vönduðustu í alla staði. Hann er gerður fyrir fimm — að meðtöldum bilstjóranum, eða 550 kg farm — auk bílstjórans, og ber þvi mest þeirra fjögurra, sem hér eru taldir. Þá er hann og frábrugðinn þeim að því leyti til, að afturhurð- inni er ekki lyft upp, heldur er hún á gólfhjörum, og getur ef vill orðið einskonar framlengine: af Því. Gólfið •er lagt sterku, gljáandi plasti. „VW 1500“ verður meðal annars frábrugðinn þessum þrem, að gólfið aftan framsætis liggur hærra. Kem- ur það af þvi, að hreyfillinn er undir gólfinu, og hleri á hjörum yfir, undir plastmottunni. Ekki er því hægt að komast að hreyflinum ef farangur er ■á gólfinu, en ekki þarf þó að hreyfa Reynið dircuzcr pcnna Síaukin sala þeirra er bezta trygg- ingin fyrir gæðum þeirra, Ereuzer pennar eru framleiddir undir stöðugu eftirliti færustu fagmanna. Kreuzer pennar eru framleiddir úr beztu fáanlegum bráefnum og með ný- tízku hárnákvæmum vélum. Kreuzer pennar eru fáanlegir í ritf anga verzlunum. Heildsölubirgðir: H. A. Tulinius heildverzlun. GLEÐILEG JÓL, gæfuríkt komandi ár. - Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Búnaðarbanki íslands farangurinn við áfyllingu. Að sjálf- sögðu hefur „VW 1500“ farangurs- rýmið frammi i fram yfir hina, en annars liggja ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um einstök tilhögunar- atriði. Hreyfillinn verður 55 hestafla SAE, og talið er að bíllinn verði gerð- ur fyrir fimm í sæti eða 450 kg þunga fyrir utan bílstjóra. Vafalaust á þessi gerð af VW eftir að njóta mikilla vinsælda, en um reynsluna verður vitanlega ekkert sagt að svo stöddu. Ekki er neinum vafa bundið, að síaukin sala á afturbyggðum bílum verður til þess að verksmiðjurnar leggja allt kapp á að gera þá sem bezt úr garði; sér Þess raunar greinileg merki að sú samkeppni sé þegar haf- in, notendunum að sjálfsögðu til mik- illa hagsbóta og þæginda. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.