Vikan


Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 14
Fyrsta hringingin dó út, og í Þögn- inni sem varð milli hennar og þeirrar næstu, fann Sonja hjartað berjast um ákaft i brjósti sér. Næsta hringingin risti sundur hinn mjúka og myrka hjúp þagnarinnar eins og glóandi sverð. — Ég verð vist að svara, sagði hún, en sá um leið og hún hafði sleppt orðinu, að það var undirmeðvitund- in, sem hafði ráðið þessu viðbragði hennar. Að sjálfsögðu gat hún látið hjá liða að svara, þetta gat ekki ver- ið neitt áríðandi og að öllum líkindum var það einhver, sem hringdi i skakkt númer. Efn í undirvitund hennar hafði samstundis vaknað sá óttakenndi grunur, að einhver kynni að vera að njósna um ferðir mannsins, sem lá að henni og vafði hana örmum. — Ég get svarað, ef þú vilt, sagði hann. — Ertu ekki með réttu ráði, spurði hún, spratt upp og tók talnemann I því að þriðja hringingin kvað við. Ótti hennar hvarf jafn skyndilega og hann hafði vaknað. Það var lítil telpa, sem spurði grátandi eftir mömmu sinni; hafði ekki hugmynd um hvert hún hafði farið, þvi síður hvers vegna hún spurði eftir henni i þessu símanúmeri, mamma varð bara að koma heim strax. — En mamma þín er ekki stödd hérna. Ef þú getur sagt mér hvað þú 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.