Vikan


Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 29
Jólanóttín 1961 * n T '4 'hHPinap HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þetta verður fremur tilbreytingasnauð vika í flesta staði —■ bó bendir eitthvað til þess að miðvikudagurinn verði sú dagur vikunnar, sem allt snýst um, Ef einhver morlrsdagur er í fjölskyldu þinni þann dag, skaltu varast að lfta í ljós snefil af eigingirni — það geeti komið þér illilega í koll. Heillatala 5. NautsmerkiÖ (21. apr—21 maí>: Þetta verður skemmtileg vika, einkum þó helgin. Irá muntu kynnast einhverju, sem þig hefur lengi langað til að kynnast, og þú munt síður en svo verða fyrir vonbrigðum við þau kynni. Einn hæfileiki þinn fær rækilega að njóta sín einhvern daginn — líklega í hópi nol'.kurra vina. Vanrækir þú ekki einn vin þinn þessa aag- ana?.Reyndu nú að bæta honum það upp. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Það skeður ýmislegt óvænt í þessari' viku, og yfirleitt mun lánið leika við þér. Þó skaltu varast óþarfa hnýsni í einkamál annarra. Það hefur borið allt- of rnikið á forvitni í fari þínu síðustu vikur. Eitt- hvað hefur valdið þér áhyggjum undanfarið, en hætt er við að þár gerir þú úlfalda úr mýflugu. KrabbamerkiÖ (22. júni—23. júií): Þú hefur lengi beðið eftir einhverju, se.n átti að gerast í þessari viku, en líklega verður bið á því fram i næstu viku, en láttu það samt ekki á þig fá. Þú verður fyrir miklum áhrifum af einhverju, sem þú lest eða heyrir, og er það vel. Eitt kvöldið kemur gamall kunn- ingi þinn í heimsókn, og verður það skemmtilegt kvöld. LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ág.): Á laugardag gerist atburður, sem þér mun í fyrstu finnast meira en lítið dularfullur og mun þetta valda þér einhverjum áhyggjum — en i rauninni er þetta alls ekki eins dularfullt og sýnist, eins og koma mun í ljós eftir helgina. Amor verður eitthvað á ferðinni — kannski ekki beinlínis hjá þér, en í kunningjahóp þinum Meyjarmerkiö (24 ág.—23. sept.): Þetta verður mgm óvenjuleg vika í alla staði og eftir því skemmti- nrfW leg. Gamall draumur þinn rætist núna, af hverju sem það nú stafar. Samkomulagið verður ekki sem bezt heima við, og getur þú hæglega bætt úr því, ef þú lætur af þessu óeðlilega stolti þinu, sem nálg- ast drambsemi. Vogarmerki (24. sept.—23. oki ): Það skiptast á skin og skúrir í vikunni, enn þú, ert nægilega skynsamur til þess að gera þér mat úr því góða og gleyma mótlætinu, svo að þetta verður að líkindum mjög ánægjuleg vika. Ef þú hefur ferðalag á prjónunum, skaltu ekki leggja í það, nema heilsan sé í bezta lagi. Sunnudagurinn er kvenmönnum til mikilla heilla, og hvað mest í hjartans málum. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú varst bú- inn að lofa vini þínum að gera eitthváð fyrir hann í þessari viku, en líklega verður þú að svíkja það, vegna þess að annað steðjar að Reyndu að sýna honum fram á, að þetta sé ekki sakir vináttuskorts — bættu honum þetta upp í næstu viku. Á vinnustað skeður margt skemmtilegt.. Dogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þú verður fyrir harðri gagnrýni sakir einhvers, sem þú gerðir í vikunni, sem leið, og er sú gagnrýni fyllilega réttlát, og mátt þu alls ekki fyrtast við, heldur láta þér þetta að kénningu verða. Laugardagurinn er langbezti dagur vikunnar. Þá munt þú kynnast þér eldri rnanni, sem mun reynast þér góður.. Geitarmerlciö (22 des.—20. jan,): Þú virð'st fylli- lega sáttur við lífið og tilveruna þessa dagana, og er svo sem engin furða, og ekki verða at- burðir þessarar viku til þess að draga úr því — eitt smáatvik kynni samt að valda þér áhyggjum um helgina, en það er alls ekki eins alvarlegt og þú kynnir e. t. v. að halda. Talan 6 virðist skipta karlmenn rniklu. Vatnsberamerkiö (21. jan,—19. febr.): Atburðir frá fyrra mánuði endurtaka sig nú í vikunni, en kannt þú að bregðast rétt við. Þú hefur haft eitthvað á prjónunum undanfarið og ætlað að framkvæma það í þessari viku, en allt bendir til þess að þér sé ráðlagt að biða í svo sem viku. Það hefur borið á ljótum galla í fari vinar þíns — vertu ekki féiminn við að benda honum á það. FiskamerkiÖ (20. febr—20. marz): Þú hefur lánið með þér í vikunni — þó skaltu ekki leggja út í neitt, sem krefst mikilla fjárútláta, því að á því sviði er lánið allt annað en með þér. Það ber talsvert á leiðum galla í fari þínu þessa dag- ana annars hefur ekki borið á þessum galla mjög lengi, og þú getur gætt ráð þitt að nýju. Talan 5 er heillatala. WW. Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.