Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 11
í staS. Ég átti aS fá 25 krónur á mánuSi, en
vinnutími átti aS vera ótakmarkaSur, algerlega
aS vilja meistara mins. Ég fór strax aS starfa.
Vinnan var erfiS og vinnutími langur og næsta
óreglulegur, en viSmótiS var gott. ÞaS segi ég
þó aS fyrir kæmi, aS ég fengi vel úti látinn
löSrung ef mér urSu á einhver mistök. Kinn-
hestar voru ein af kennsluaSferSunum í þá
daga.
Þegar ég hafSi unniS hjá Viltoft í tvö ár,
sagSi hann viS mig dag nokkurn, aS meira gæti
ég ekki lært hjá sér viS þær aSstæSur, sem
hann hefSi. Hins vegar þyrfti ég aS læra miklu
meira og væri því nauSsynlegt fyrir mig aS
breyta um staS. Hann kvaSst þegar hafa útvegaS
mér fyrsta flokks staS hjá ágætum meistara
og var þaS á Hotel Dagmar, en þaS var þá meS
beztu gisti- og matsölustöSum í borginni. Ég
átti aS hafa þar sama kaup og hjá Viltoft og
var þaS samkvæmt venju þá. Ég fór svo i Hotel
Dagmar og hóf vinnu þar.
Ég varS svo heppinn aS fá herbergi hjá prýSis-
góSu fólki. ÞaS tók mig svo aS segja í fóstur.
MaSurinn var fyrrverandi söngvari, en hann
var kominn á eftirlaun. Þetta varS til þess,
aS ég fékk tækifæri til þess aS sjá allt og heyra,
sem sýnt var og leikiS á helztu leikhúsum borg-
arinnar. Hann fór og meS mig um borgina og
sýndi mér allt. ÞaS var eins og hann hefSi
ánægju af þessu, og ekki var konan hans siSri,
því aS hún hugsaSi um mig eins og ég væri
sonur hennar. ÞaS er mikils virSi fyrir unglinga
aS lenda hjá sliku fólki, þegar þeir fara einir
síns liSs út í heiminn. Ég borgaSi alltaf fyrir mig
reiSulega, en átti heldur ekkert eftir þegai- ég
hafSi gert þaS. Ég var þvi vitanlega skelfilega
fátækur, en þaS hjálpaSi mér nokkuS, aS móSir
min sendi mér alltaf allt sem hún gat viS sig
losaS, en alltaf var þaS smámynt. ÞaS kom til
af þvi, aS hún vissi sem var, aS íslenzkir pen-
ingaseSlar voru ekki gjaldgengir, en enn var
smámyntin heima dönsk. Mér líkaSi vistin vel
var allt miklu fínna en á Járnbrautarveitinga-
húsinu, enda allt stórfenglegra, eldhúsin og tækin, matargeymslur
og maturinn meiri og fullkomnari, einna helzt eins og alltaf væri
stórveizla. Þegar ég hafSi veriS þar i önnur tvö ár, fékk ég réttindi
hjá meistara minum og var um leiS útskrifaSur.
En mér fannst þetta ekki nóg. Þó aS ég hefSi fengiS fullkomin rétt-
indi, fannst mér, aS ég yrSi aS læra meira og þá sérstaklega, aS kynna
mér meiri fjölbreytni. Ég réSi mig þvi næsta sumar í Divan 2 í Tivoli
og hafSi kr. 150 á mánuSi. Þar meS fannst mér aS ég hafSi náS lang-
þráSu takmarki. Þá var ég tvítugur og áleit, satt bezt aS segja, aS ég
hefSi eklci eytt unglingsárunum til ónýtis. Mig langaSi nú heim og
freista gæfunnar þar, en vissi sem var aS þar var enn allt á frum-
stigi í mínu fagi. Samt vonaSi ég aS ég gæti fengiS á einn eSa annan
hátt tækifæri til þess aS taka þátt í uppbyggingu þessarar greinar,
sem ég var sannfærSur um_ aS full þörf væri fyrir.
Ég fór því heim meS Sterling um haustiS og fögnuSu foreldrar mínir
mér vel. Mér tókst fþótlega aS komast aS á Hótel ísland sem annar
matreiSslumaSur. Þarna vann ég í eitt ár. Mig fýsti mest aS kom-
ast aS hjá Eimskipafélaginu, en mig skorti góS sambönd og af þvi
aS mér fannst allt hjakka i sama farinu á lióælinu, ákvaS ég aS fara
aftur út og freista gæfunnar þar — og náiöi ég mestan hug á aS kom-
ast í siglingar hjá SameinaSa gufuskipafélaginu, sem átti mikinn skipa-
flota er sigldi um flest heimsins höf.
Ég kom út til Hafnar í júní-mánuSi 1922 og sneri mér þá þegar
til aSalskrifstofu SameinaSa. Mér var vel tekiS þar og fékk pláss á
Dronning Maud, farþegaskipi, sem gekk frá Esbjerg og tii Harris á
Englandi. Ég var matreiSslumaSur. Vinnan var ákaflega erfiS og eril-
söm og gat ég varla nokkurn tíma um frjálst höfuS strokiS. Þetta þekkja
þeir, sem eru á slikum skipum. FerSin tók frá 22 og upp i 30 tima,
og alltaf var skipiS fullsetiS af farþegum. Á slikum skipum er mörgu
aS sinna. Mjög strangar reglur voru um stundvísi og mátti þar í engu
út af bregöa, enda áætlunin nákvæm og þröng. En ég held aS ég hafi
staSiS mig sæmilega, þvi aS aldrei varð ég fyrir neinni kvörtun af
munni neins farþega og skiptu þeir þó þúsundum, sem höfSu viSskipti
viS mig. Ég var alger reglumaSur og mér lærSist þaS fljótt aS verSa
ekki uppnæmur fyrir neinu, en taka öllu meS ró og leysa hvers manns
vandræSi eftir þvi sem mér var frekast unnt.
Ég var á Dronning Maud og tveimur öSrum farþegaskipum sem
byggS voru síSar og sigldu þessa leiS í tiu ár.
Á þessum árum gerSist sá atburSur í lífi mínu, aS ég kvæntist. ÁriS
1923 kynntist ég fyrst konu minni. Hún heitir Ella Sörensen og átti
heima i Esbjerg. Hún var einkadóttir foreldra sinna og var faðir
hennar skókaupmaSur. En 7 ár liSu þar til viS gengum í hjónaband,
eSa áriS 1930. ÁriS 1933 fæddist okkur dóttir og var hún skírS GuSrún
Sólveig. — ÞaS er hlutskipti sjómanna aS vera fjarvi'stum ættingjum
sínum og þannig var meS mig. En ríkur fannst mér ég vera orSinn
þegar ég átti hæSi konu og barn — og meira aS lifa fyrir en meSan
ég var einn míns liSs. — Og á næstu árum hlakkaSi ég alltaf mjög
til þegar skip mitt kom í heimahöfn.
ÞaS var alltaf siSur hjá SameinaSa, aS láta byrjendur fyrst á verstu
skipin og sjá hvernig þeir stæSu sig, en hækka þá siSan í starfi á
nokkurra ára millibili, þar til þeir komust upp í toppstöSur á beztu
skipunum.
Ég ætlaSi mér aS reyna aS komast alla þessa leiS, en óttaSist samt,
aS heldur yrSi seinni leiSin fyrir mig af því aS ég var íslendingur.
ÁriS 1933 fékk ég svo kalliS. Ég var fluttur yfir á stærra og betra skip
og fékk betra og sjálfstæSara starf, sem bryti á skipi, sem Benedict
hét og var farþega- og farangursskip og gekk milli Hobro á Jótlandi
og Falstur. Mér þótti vænt um aS geta skipt um skip, en mér líkaSi
ekki leiSin, mig fýsti aS komast á langferðaskip og hvernig svo sem
á því stóS, fékk ég annaS kall aSeins tveimur mánuSum eftir aS ég
hafSi veriS settur um borS í Benedict. SkipiS hét Gorm og var vöru-
flutningaskip, sem gekk milli Kaupmannahafnar, New York, Norfolk,
Galvestone, Juston og Corpus Christi.
Og þar meS rættist draumur minn um þaS aS sigla á önnur lönd
og fá aS kynnast þeim. Gorm tók ekki farþega og var þaS töluverS
viSbrigSi fyrir mig. Hins vegar hafSi ég nóg aS gera því aS á skipinu
var 30 manna áhöfn og ferSirnar tóku stundum langan tima. Ég notaSi
vitanlega tækifæriS og fór á land í hverri einustu höfn. Ég vildi helzt
fara einn og notaSi tæki%erin vel.
Eftir tveggja ára veru á Gorm var ég settur á farþega- og vöruflutn-
ingaskipiS Ebro, sem gekk á MiSjarSarhafslöndin. Þar var einnig 30
manna áhöfn, en auk þess rúm fy»ir 12 farþega og voru farþegarúm
alltaf fullskipuS. Mér lék vitanlega mikil forvitni á þvi aS kynnast
MiSjarSarhafslöndunum, sem allra bezt og fór ég á land á hverri
einustu höfn. Ég hafSi sama siS og áSur, aS fara einn og aldrei staS-
næmdist ég á knæpunum viS höfnina. ÞangaS var ekkert aS sæltja
annaS en áfengi og kvenfólk og einhvern veginn skorti mig alltaf áhuga
á sliku. Ég fór út fyrir hafnarsvæSin og gekk um borgarhverfin, komst
jafnvel út fyrir borgirnar og reyndi aS festa mér allt í minni, sem
fyrir augun bar. Mér var þaS Ijóst, að slíkar ferSir voru ekki hættu-
lausar fyrir útlending, en aldrei lenti ég í neinum vandræSum. Ég
gætti þess lika aS haga mér ekki þannig, aS hinir innlendu litu á mig
sem auSvelt fórnardýr. Ég 'gekk rakleitt og staSnæmdist sjaldan þó aS
á mig væri yrt. En á þessum göngferSum mínum kynntist ég sannar-
lega mannlegri hörmung og niðurlægingu, sem mig hafði aldrei dreymt
um. Ég þekkti fátækt bæði, héðan aS heiman og eins erlendis, en aSra
eins hörmung hafði ég aldrei séð. — En þó að ótrúlegt sé, þá venst
þetta eins og allt annað i þessum heimi.
Ekkert fannst mér eins forvitnilegt aS skoða og rústir Pompei-
borgar viS rætur Vesuvíusar. ÞangaS fór ég 10 sinnum, og einu sinni
dvaldi ég þar heilan dag. Hvar sem maður fer um þessar fornu rústir
sannfærist maður um þaS, aS heiminum hefur ekki farið eins mikiS
fram á liðnum öldum og við höldum í hroka okkar. Ég sá ekki að
Pompei hefði skort annað en rafmagn, útvarp og sjónvarp.
Ýmislegt bar við á siglingum minum þessi árin. Einu sinni þegar
ég var á Gorm vorum við staddir í Tampico í Mexico. Þar, eins og
annars staðar, fengu skipverjar landgönguleyfi, en þeir mættu ekki
til skips um kvöldiS. Um morguninn kom um borð heill hópur lögreglu-
manna og tilkynntu að hásetarnir hefðu verið teknir fastir og yrði
skipstjóri aS leysa þá út. Þá gafst skipstjóri upp og neitaði að leysa
þá út fyrr en á sömu stundu og skipiS færi úr höfn. Loks rann upp
Framhald á bls. 33.
Lífshlaup Eysteins Jóhannessonar IX. hluti
Hér segir Eysteinn frá því er hann varð bryti, sigldi á einu skipinu af öðru unz stríðið hófst.
Þá var hann í Santos og hugðist sigla til Kaupmannahafnar, en Bretar stöðvuðu skipið á Norð-
ursjó og settu í rannsóknarkví í Kirkwall. Þai voru árásir á hverri nóttu.
í Hotel Dagmar. Þar
VIKAN 11