Vikan


Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 9
Bærinn Bringur stendur norðyestan undir Grímmannsfelli, ekki langt frá Gljúfrasteini. Þangað náðu átta, sem lifðu ferðina af. Séð suður yfir Mosfellsheiði af Þingvallavegi Leið yermannanna var þar sem mishæðirnar éru við sjóndeildarhringinn. auðkennalaus þarna. voru komnir heim til bæja, en svo var þá af þeim dregið, að ekki gátu þeir hjálparlaust komizt upp lág baðstofuþrepin. Og ekki rak Pétur minni til þess siðar, að hann hafi svarað öllu, er hann var spurður og voru svör hans þó skýr og skilmerkileg. Kaffi var honum boðið. „Því ætli ég vilji ekki kaffi“, svaraði hann, tók við bollanum, draklc það standandi og eins stóð hann á meðan Jóhannes bóndi dró af honum klæðin; mundi þó ekkert til þess eða annars, sem gerðist fyrst eftir að hann kom inn i baðstofuna. Svo örmagna var vökuvitund hans orðin, að hún féll gersamlega úr öllum tengslum í svip, um leið og henni var það ekki lengur bráð nauðsyn að skynja umhverfi og aðstæður og móta ákvarðanir og viðbrögð samkvæmt því. Slikt ástand getur skapazt eingöngu fyrir ofbeiningu viljans, hvort sem hún er ráðin eða fyrir utankomandi þvingun, t. d. frá dávaldi, eða þá fyrir langvarandi of- raun sem öryggisráðstöfun gegn bilun, sem haft gæti hinar alvarleg- ustu, langvarandi afleiðingar. Það er vitað, að menn, sem annaðhvort eru gæddir óvenjulegum viljastyrk eða hafa þjálfað vilja sinn að meira eða minna leyti af ráðnum hug, eða þá ósjálfrátt fyrir knýjandi aðstæður, en hvað sem veldur þvi, leysir það alltaf úr læðingi dulda orku, sem gerir viðkomandi kleift að afreka það, sem honum væri með öllu óger- legt annars og oft og tiðum hlýtur að teljast ofurmannlegt, eða að þola þá raun, sem hann fengi ekki annars afborið og vera þó heill eftir. Oftast er sá hæfileiki, auk þess sem hann byggist á óvenjulegum viljastyrk, samfara einhverjum þeim hæfileikum öðrum, sem kallast meira eða minna dulrænir, meðal annars þeim að vita fyrir óorðna atburði fyrir hugboð eða drauma. En eins og sjá má af undanfarinni frásögn var Pétur elcki aðeins viljasterkur maður með afbrigðum, heldur og draumspakur, og er þar með ef til vill ekki einungis fengin skýrin á því ástandi, sem hann komst í þarna inni í baðstofunni að Bringum, heldur og á allt að því ofurmannlegu þreki hans og harðfylgi. Þeir fimm, sem á undan fóru, náðu miðmorguns að bæ, sem heitir að Bringum, aðframkomnir og svo rænulitlir, að þeir minntust ekki á félaga sina fyrr en einhver heimamanna hafði orð á því hve hart þeir væru leiknir; þá áttaði einn þeirra sig það, að hann mælti: „Bágt eigum við, en bágara eiga þeir, sem á eftir eru“. Þegar Jóhannes bóndi heyrði það, þóttist hann vita að þeir hefðu fleiri verið og bjóst tafar- laust til að leita þeirra. Enda slotaði hríðinni í þeim svifum. Fann hann þá Pétur, Einar og Gisla skömmu síðar, eins og áður er getið. Heimilið i Bringum var fátækt af veraldargæðum, húsakynni þröng og léleg — svo sagði mér Jón heitinn bóndi að Laxnesi i Kjós, sonur Jóhannesar bónda að Bringum, að i baðstofunni hefði verið þiljað eitt eða tvö stafgólf með palli, að hann minnti, en moldargólf og ber veggjahleðslan að öðru leyti. Engu að síður var hinum hröktu og nauðstöddu mönnum tekið þar af frábærri alúð og veitt öll sú hjúkrun, sem kostur var á, enda munu þau hjón bæði hafa verið mikil að mannkostum; gekk það og í arf til barna þeirra, ekki hvað sízt raungæði og gestrisni, til dæmis var heimilið að Laxnesi annálað fyrir hvortveggja. Ekki var þó unnt að veita öllum hinum hröktu mönnum nauðsynlega hjúkrun og aðhlynningu til langframa í slikum húsakynnum og voru þeir því fluttir á liesíum á uæstu bæi. Þess er getið, að þá var Sveinn í Stritlu ekki lúnari en það, að hann gekk á skiðum alllanga bæjarleið, og mun þá sumum félögum hafa fundizt, að helzt til lengi hefði hefði hann sparað krafta sína, er hann stóð hjá og veitti þeim ekki lið i feigðar- svipnum mikla uppi á heiðinni. Dagnn eftir leituðu byggðamenn líkanna, kváðu þeir þau hafa legið við lækjarsprænu nokkra, en líkið af .Tóni á Ketilsvöllum i vatni úr lænkum. Voru likin dregin á sleðum ofan heiðina að Mosfelli, og rættist þar enn einn draumur Péturs. Og enn dreymdi hann draum, sem sannarlega kom fram. Likkisturnar voru smíðaðar i Reykjavik og fluttar upp að Mosfelli, og vildi Pétur leggja til likklæðin utan um vin sinn og rekkjunaut, Guðmund, og gerði nauðsynlegar ráðstafanir til þess. Þá var það nokkru siðar að hann dreymdi að Guðmundur kæmi til sín, og þóttist hann spyrja hvernig honum liði. Lét hann litt af þvi og kvartaði um kulda. Komst þá Pétur að raun um það nokkru siðar, að fyrir vangá höfðu líkklæðin orðið eftir i Reykjavik þegar kisturnar voru fluttar upp eftir. Allir munu þeir, sem komust lífs af úr þessari þrekraun, hafa borið hennar nokkur merki æ siðan, að Sveini undanskildum, en þó kann hann að hafa komizt að raun um, að seinna grær heilt um sumt en kalsárin. Betur sluppu þó þeir, sem hvíldu í fönninni um nóttina, en þeir jafnaldrarnir, Einar og Pétur — en þeim tveim, áttu allir þeir, er af komust tvimælalaust líf sitt að launa, þvi að án þeirra aðstoðar hefði þeim verið ógerlegt að losa sig úr skaflinum, enda spurning að þeir hefðu vaknað af sjálfsdáðum, og er einsýnt hvernig þá hefði farið. Að Sveini undanskildum munu þeir félagar allir hafa legið lengur eða skemur. Einar lá iengi og löngum með óráði, þungt haldinn, enda mikið kalinn, en náði sér þó að lokum og greri heill sára sinna. Um leið og fréttin af hrakningum þeirra félaga barst til Reykjavíkur, brá Geir kaupmaður Zoega skjótt við, sótti Pétur upp eftir, tók hann heim til sin og lét veita honum alla þá hjúkrun og læknishjálp sem unnt var. Sýnir það enn, hversu mikils Geir mat Pétur. Lá Pétur þá i sama herbergi og sömu rekkju og hann hafði hvílt í haustið áður, þegar annarleg ásókn varnaði honum svefns lengi nætur, og hann dreymdi undir morguninn fyrsta draum sinn fyrir hrakningunum á heiðinni. Lá Pétur lengi, enda var hann þeirra félaga langmest kalinn, einkum á fótum, greru sár hans seint og örkuml hafði hann alla ævi. Því var viðbrugðið, að aldrei heyrðist Pétur kveinka sér, hversu þungt sem hann var haldinn, og aldrei missti hann ráð eða rænu. Komst hann loks á fætur, en ekki greru öll sár hans að fullu það sumar, og var hann til lækninga hjá Skúla lækni Thorarensen að Mó- eiðarhvoli lengi hinn næsta vetur. Var Skúla lækni minnisstæð harka hans og taldi með eindæmum. Sagði hann þá sögu til marks um það, að eitt sinn vildi hann reyna hve lengi hann þoldi. Sat Pétur þá í sæti niðri í herbergi hans, en Skúli tálgaði og skóf bein í fæti hans, vitanlega ódeyft með öllu. Pétur hafði orð á þvi, að öruggara mundi að hann léti menn halda sér, og væri ekki víst hve lengi hann fengi varizt þvi að hreyfa fótinn. Sinnti Skúli læknir þvi engu, eða lézt ekki Framhald á bls. 36. VIKAJN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.