Vikan


Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 12
Jólin eru viðurkennd hátíð barnanna. Þá keppast allir um að gleðja börnin eftir beztu getu, — og þá sjálfa sig um leið, við að njóta ánægjunnar af gleði- brosum og barnslegum upphrópunum yngstu kynslóðarinnar. Sums staðar fara gleðibrosin samt forgörðum, því þar eru svo fáir, sem geta notið þeirra. Og sums staðar eru engin gleðibros. Útlendingar eiga sína jólagleði, og eiga þá ósk heitasta að mega miðla henni öðrum og sjá gleðibros á andlitum þeirra yngstu. Þess vegna er það að liðsmenn i varnarliðinu á Kefla- vikurflugvelli koma þangað á hverju ári, með glæsilegar gjafir, glaðlegt viðmót og góðvild í hjarta. Hér á myndunum sjáum við börnin að Silungapolli í jólaskapi við jólatréð, sem allsstaðar er nauðsynlegt, og annarsstaðar sjáum við mikið og margbrotið járnbrautarfyrirtæki, sem varnar- liðsmenn hafa keypt með frjálsum samskotum og fært börnunum. S 13 PP * k Litla stúlkan, sem er að skoða blaðið, er að Reykjahlíð í Mosfellsdal, en þar er heim- i!i fyrir eidri börn, sem svipað er ástatt um. Ef þið sjáið ekki jólabros á henni, bæði í augum og öllum svip — þá sjáið þið ekkert jólabros um þessi jól! Á barnaheimilinu að Silungapolli eru mörg gleðibros, eins og annars- staðar. Þar er eins og kunnugt er, heimili fyrir munaðar- og heimilis- laus börn. En þótt pabbi og mamma séu eKki ávallt hjá þeim, þá koma þau til að heimsækja þau annað slagið — ef þau eru til. En i þess stað eru aðrir, sem hugsa um þau, þerra tárin, og syngja þau í svefn. Á jólunum er mikil hátið að Silungapolli, eins og raunar allsstaðar annarsstaðar. Þar er líka jólatré eins og annarsstaðar, og þar eru börn- unum gefnar gjafir — eins og annarsstaðar. Þangað koma gestir, stundum foreldrar barnanna, stundum aðrir venzlamenn og stundum bara ókunnugt og óskylt fólk með gjafir og jólagleði handa þeim litlu. Það er séð um að enginn fari i jólaköttinn, og þó að ekki sé hlaðið gjöfum á gjafir ofan yfir litlu hnokkana, þá er i þess stað séð um jafnvægi milli þeirra og að jólaboðskapurinn, sannur og hrednn, festist í huga þeirra. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.