Vikan


Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 39
'rM f byrjun október tóku til starfa tvær nýjar verzlanir, Guðrúnar- búð og Gjafa- og snyrtivörubúðin, { stórhýsi Kristins Guðnasonar á Klapparstíg 27. Þær eru í einum sal, en smekklega aðgreindar hvor frá annarri. Guðrúnarbúð verzlar aðallega með kápur, fluttar inn beint frá erlendum tfzkuhúsum, ennfremur með slæður, trefla og hanzka. Gjafa- og snyrtivörubúðin hefur á boðstólum allskonar snyrti- vörur, undirföt kvenna, skartgripi og ýmsar aðrar gjafavörur. Afgreiðslusalurinn er einkar hlýlegur og vistlegur. í Guðrúnar- búð er þægilegur setkrókur, og rúmgóðir mátunarklefar og inn af þeim saumastofa, sem sér um að lagfæra kápur eftir þörfum viðskiptavinanna. Afgreiðsluborð Gjafa- og snyrtivörubúðarinnar er mjög fallegt og vandað og hillum er smekklega fyrir komið í sérkennilegri, svartri járngrind. Jörundur Pá’.sson, ark'.tekt, teiknaði og sá um innréttingu verzlananna. Eigandi og verzlunarstjóri Guðrúnarbúðar er Guðrún Stefáns- dóttir, fyrrum verzlunarstjóri í verzluriinni Guðrún á Rauðar- árstíg. Verzlunarstjóri í Gjafa- og snyrtivörubúðinri er Kristín Þor- steinsdóttir, en eigendur Lára Biering og Sigríður Biering. A bókamarkadnum Hveitibrauðsdagar. Smásögur eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Ýmsir ágætir menn hafa haldið því fram, að íslendingar væru heldur aftarlega á merinni í smá- sagnagerð og mun síðri í þeirri grein ritmennskunnar en til dæmis skáldsagnagerð. Nú skal ekki dæmt um réttmæti þessarar skoöunar hér, en hinu ber vissulega að fagna, þggar fram koma nýir, efnilegir höfundar. Einn þeirra, sem hefur kvatt sér hijóðs nýlega, er Ingimar Erlendur Sigurðsson með bók sinni „Hveitibrauðsdagar“. Lesendur Vikunnar þekkja Ingi- mar gjörla, þar sem hann sigraði í smásagnakeppni blaðsins fyrir nokkru. í haust var önnur saga birt í blaðinu eftir hann og þær eru báðar i umræddri bók. Ingimar reynir ýmsar leiðir; stundum er hann nálega abstrakt, stundum er brugðið upp svipmyndum af nær- færni og stundum hefur hann sögu- þráð upp á venjulegan máta. Hon- um lætur vel að lýsa flóknu til- finningalífi unglinga á gelgjuskeiði og maður hefur það alltaf á tilfinn- ingunni að hann tali af eigin reynslu, fremur en að sagan eigi sér rót i imyndunarafli skáldsins. Nú á það eftir að koma i ljós, hvort Ingimar Erlendur verður sá kóngssonur, sem leysir íslenzku smásöguna úr álögum; en hann fer vel af stað með þessari bók sinni og hefur gefið sér nógan tíma. Sög- urnar eru ritaðar á timabilinu 1946—1961. Það mun hafa staðið til, að Al- menna bókafélagið gæfi þessa bók út, en sökum bersögli um kynferð- ismál i einstökum sögum, mun hið virðulega félag ekki hafa treyst sér til að óhreinka nafn sitt með því að láta það sjást á titilblöðum bók- arinnar, heldur gefið hana út undir rós: Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar er skráður útgefandi en Almenna Bókafélagið á það fyrir- tæki eins og kunnugt er. Barnabókaútgáfan Máni sendir að þessu sinni tvær barnabækur á jólamarkaðinn, „Einu sinni var ...“ og „Segðu mér sögu“. Báðar þessar bækur hafa inni að halda sögur og ævintýri, sem Loftur Guðmundsson hefur þýtt og endursagt úr ensku, og báðar eru þær prýddar mörgum myndum við þarnahæfi. Prentsmiðj- an Edda h.f. hefur annazt prent- unina. „Einu sinni var —“ hefur inni að halda sjö ævintýr og sögur, en „Segðu mér sögu“, tólf talsins. Óþarft er að taka það fram að málið er vandað og frásögnin létt og skemmtileg og vel við barna hæfi, og er þess að vænta að bæk- ur þessar verði mörgu barni kær- komin jólagjöf. Menningarsjóður gefur að venju út fjöldan allan af bókum auk hinna venjulegu félagsbóka. Af þeim helztu, sem nú eru komnar á mark- aðeinn og félagsmenn geta valið um, má nefna Strönd og Vogar eftir Árna Óla, Segðu mér að sunnan, úr- valsljóð eftir Huldu, Útlendingurinn, skáldsaga eftir nóbelsverðlauna- skáldið Alfred Camus, Bréf frá ís- landi, ferðabók um ísland eftir Uno von Troil, og Veröld sem var, sjálfs- ævisaga Stefans Zweig. Félagsmenn geta valið um tvær þessara bóka að eigin geðþótta. Auk þess fá félagsmenn Andvara,! Almanakið og Lönd og Lýði (Mann- kynið), tekið saman af ólafi Hans-* syni, menntaskólakennara. Fyriri« allar þessar bækur greiða félags-á menn aðeins 210 krónur, og þar að auki fá þeir 20—25% afslátt af öllum þeim bókum, sem Menningarsjóður gefur ÚL Almenna bókafélagið hefur nýlega gefið út desemberbók sina, Hannes Hafstein — ævisaga, eftir Kristján Albertsson. Er þetta fyrra bindið af tveim og gefin út í tilefni af ald- arafmæli Hannesar Hafstein, 4. des. Bókin fjallar um foreldra Hann- esar og bernskuár, skólaár og em- bættisár í Reykjavik og á ísafirði og stjórnmálaferil hans til 1904. Bókin er prýdd mörgum myndum af fólki, sem kemur við sögu Hannesar Hafstein, og sýnir hún, að hann hefði einnig getað orðið góður listmálari, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Þetta fyrra bindi ævisögunnar er 360 bls. að stærð auk myndasíðna. Steindórsprent h.f. hefur annazt prentun texta og svart-hvítra mynda, en litprentun málverks og kápu hefur Lithoprent h.f. annazt. Þá er og nýútkomið frá Almenna bókafélaginu, 2. bindi af skáldverk- um Gunnars Gunnarssonar, en 3. í bindið mun koma i desember, og er jáætlað að 4—5 bindi af þessu rit- ‘ safni komi út á næsta ári og mun •■útgáfu ritsafnsins þvi ljúka þá, en íiþað verður alls 8 bindi. ;—.......—----------------—-------------------------------------------—............................ óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær Mars Trading Company gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.