Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 43
frystihús
Cmtmarið áeíur
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneytti. Það borgar sig bæið fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem
unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun
notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lækjctrgötu . Hafnarfirði . Sími 50975.
Blóm á heimilinu:
Tvö jólablóm
eftir Paul V. Michelsen.
beiskju örvæntingarinnar gagnvart
lífinu, sem varnaði horium alls er
hann þráði heitast.
Honum varð litið á Maud, konuna,
sem hann gerþekkti —• og þekkti þó
ekki. Það kom þráfaldlega fyrir, að
hún var honum framandlegri en sjúk-
lingur, sem hann ræddi við í fyrsta
skipti. Eru það þá eingbngu orðin,
ytri framkoma og skapviðbrögðin,
sem maður í rauninni kynnist í fari
annara? Hlýtur maður alltaf að kom-
ast að raun um, að maður viti minna
en ekki neitt um manneskjuna sjálfa,
eins og hún í raun og veru er? Getur
stöðugt haldizt óbrúanlegt bil á milli
karls og konu, þótt þau hafi þekkt
hvort annað náið árum saman?
Hvaða tilfinningar hrærðust innst
í hugarfylgsnum konunnar, sem sat
gegnt honum við borðið? Og hvaða
leyndardómar bjuggu i hugarfylgsn-
um Sonju? Voru þær tvær kannski
harla svipaðar innst inni, enda þótt
þær virtust svo gersamlega ólíkar við
sjón og kynni, sem hugsazt gat? Og
hvað skildi þær frá öðrum konum,
sem láta stjórnast af eðli sínu; hinni
reginsterku þrá til að fá því fullnægt
í sambúðinni við karlmann, sem um
leið gat veitt þeim öryggi og forsjá?
Þegar allt er skoðað, er það kyn-
fýsnin, sem stjórnar lífi karls og
konu, hugsaði hann. Við lifum í
draumum og þrá, en draumarnir ræt-
ast aldrei nema að vissu leyti, þegar
bezt lætur og lífið lætur þránni að
mestu ósvarað. Hvort tveggja verður
úti á hjarni hversdagslifsins. 1 af-
komuamstri, brauðstriti, þreytu og
þrætum. E’n draumurinn og þráin
vísa þó leiðina, og knýja alla ósjálf-
rátt áfram — Maud, Sonju, allar og
alla.
Þau höfðu fengið sæti við borð
úti í horni, fjarst hljómsveitinni.
Maud sat þögul, og sneri matseðlin-
Framhald í næsta blaði.
JÓLAGLEÐI.
Af begonium eru til afar mörg
afbrigði og eru þær ýmist rækt-
aðar vegna blaðafegurðar, eða
vegna þess hve viljugar þær eru
að blómstra- Sumar hafa hang-
and vöxt (hengibegonia) en
aðrar vaxa upp og velji maður
réttar tegundir, er hægt að hafa
begoniur blómstrandi hjá sér allt
árið.
Begonia liybrida (mörg af-
brigði) er kölluð JÓLAGLEÐI og
er ræktun hennar í örum vexti
fyrir jólin, ekki eingöngu vegna
þess live mikið liún btómstrar nú
í allri blómafátæktinni fyrir jólin,
heldur og vegna þess hve langur
blómgunartími hennar er, einmitt
á þessum árstíma. Það svarar tæp-
lega kostnaði að taka af henni
afleggjara, þvi þeir þurfa mikinn
hita til að festa rætur og þeim
hættir lil að rotna. Kaupi maður
plöntur með ,,knúppum“ eða
blómum, verður að gæta þess að
halda þeim ávalt jafnrökum, en
heldur ekki meira, því ræturnar
eru mjög viðkvæmar fyrir þurrki.
Séu plönturnar ekki staðsettar í
nægilega góðri birtu og vökvunin
ekki í lagi munu „knúpparnir"
detta af.
Hægt er að fá JÓLAGLEÐI til
að blómstra aftur, með því að
skera plönturnar niður, svo eftir
standi 8—10 sm. frá potti. Plönt-
urnar eru þá hafðar á heldur
kaldari stað, en í góðri birtu og
vökvaðar mjög varlega og lítið,
unz nýjar spírur fara að mynd-
ast að vori.
Moldarblanda: Létt, vel mosa-
blönduð og vel af vikri.
JÓLASTJAJINAN
Nú, þegar jólin eru alveg á
næsta leiti, er ekki úr vegi að
minnast á þá plöntuna, sem er
einna jólalegust, og eins og tákn-
rænust fyrir þessa hátíð. Vildi
ég því mega bjóða lesendum
VIKUNNAR gléðileg jól, með
jólastjörnunni.
Euphorbia pulcherrina, en svo
heitir þessi einkennilega fallega
jurt, er lágur runni, með dökk-
græn, litillega hærð blöð, stór,
egglaga og oft nærri hjartalaga,
og margoddlaga á sumum af-
brigðum, og eru þau oft margflip-
ótt. Á enda blómstönglanna eru
lítil óásjáleg blóm 1 þéttum hvirf-
ingum, en undir blómskipuninni
sitja mörg, löng og 25—35 cm.
breið, oftast skínandi falleg rauð
háblöð, útbreidd eins og stjarna,
og er nafnið dregið af því ásamt
blómgunartímanum. Annars eru
til fleiri afbrigði af jólastjörn-
unni, og þá með öðrum litum í
rauðu og alhvit, en eru ekki mjög
algeng hér. Jólastjörnu er fjölg-
að með græðlingum og toppstýfð
einu sinni til tvisvar ef maður
vill fá fleiri greinar á hana. Eft-
ir að blóm eru fallin, eftir jólin,
er bezt að klippa blómið af, og
getur hún þá mjög oft komið með
annað blóm í staðinn. Annars er
liún venjulega klippt mikið niður
eftir blómgun og höfð i hvíld,
þannig að ekki er hafður nema
lítill hiti á henni og hún vökvuð
mjög sparlega. Seinnipart vors
er hún svo látin í góða, frjóa
mold, en sendna. Og fcr hún þá
fljótt að skjóta öngum aftur.
Jólastjarnan er oft notuð til
afskurðar. Hún er ættuð frá
Mexiko.
Gleðileg jól!
VIKAN 43