Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 6
Eva Mason, ung, ljóshærð og leggjalöng Eva, bauð Johnny sínum Craig varirnar
til kveðjukoss; gat ekki að sér gert að líta feimnislega út undan sér um leið til
liðsforingja þess, er stóð vörð fyrir innan þvergirðinguna í anddyrinu að heilabúi
her f oringj aráðsins.
— Vona að þér líði vel í nótt, hvíslaði hún að Johnny. Og þú verður að lofa
mér þvi að hugsa til mín öðru hverju.
— Sæll, Johnny, sagði liðsforinginn fyrir innan þvergirðinguna. Þú varst ein-
hverntima að minnast á það,' að þig langaði til að sýna Evu rafeindaheilann.
Nú býðst þér tækifærið. Sá gamli var að hringja og tilkynna að hann kæmi ekki
heim fyrr en klukkan ellefu; sagðist vera á áriðandi fundi, en það mætti segja
mér, að sá fundur stæði i einhVerjum spilaklúbbnum, eða við eitthvert vínbólið.
Þú verður þvl aleinn í rafeindaheilabúinu i fullar þrjár klukkustundir — að minnsta
kosti. Ef einhver kynni samt sem áður að koma ykkur á óvart, verður þú að
segja að þú hafir laumað henni inn með þér, á meðan ég skrapp inn í snyrtiklefann
— er það ekki allt í þessu fína?
— Jú, þakka þér fyrir, Jack, sagði Johnny.
Og hann sneri sér að Evu.
— Ertu ekki til í það?
— Auðvitað! svaraði hún og brosti blítt. En spennandi! Að hugsa sér • . .
að standa andspænis sjálfum heilanum.
— Það er nú eiginlega ekki svo sérlega mikið að sjá, sagði Johany, og kveið
nú því, að hún kynni að verða fyrir vonbrigðum, þegar hún stæði loks frammi
fyrir sjálfum regin-rafeindaheilanum, heila heilanna í Bandarikjum Norður-
Ameríku.
Satt að segja, þá var það ekki heldur svo ýkjaspennandi, hugsaði hann með sér, þegar liann leiddi Evu inn
í lyftuna, og þrýsti á rofann, sem stýrði því farartæki að botni þessa neðanjarðarhýsis. Fyrst i stað hafði hann
alltaf fundið lil lamandi ótta við það, á leiðinni niður, að örlög heimsins skyldu, svo að segja, vera lögð honum
i hendur, einkum þegar Norton hershöfðingi hafði hringt og tilkynnt að hann yrði að sitja áríðandi fund, og
hann varð því að hafast aleinn við niðri í sjálfu heilabúinu. En nú var honum fyrir löngu horfinn allur slikur
ótti. Johnny hafði brátt komizt að raun um, að heilinn var ekkert upp á hann kominn. Hann sat þarna einungis
sem tákn þess, að maðurinn væri þó, þrátt fyrir allt, drottinn tækninnar.
Og að þessu sinni gleymdust honum allar slíkar hugleiðingar, þegar hann fann heitar og þyrstar varir Evu
á munni sér — og svo var það einn óslitinn koss alla leiðina niður í neðstu hvelfinguna, sem auðkennd var með
tölunni „-5-10“, sem þýddi að það væri tíunda hvelfingin undir yfirborði jarðar. Hann þrýsti Evu fast að sér og
fann fyrir líkama hennar, heitum og ýturvöxnum, gegnum þunnan einkennisbúninginn.
— Lyftan er löngu numin staðar, hvislaði Eva i eyra honum. Þú mátt ekki koma of seint á vörð; nóg er samt
að þú skulir brjóta reglurnar og taka mig með þér ...
Hann opnaði lyftudyrnar og þau gengu um langan gang að sjálfu heilabúinu. Þetta var víður, ferhyrndur salur,
veggirnir þaktir óteljandi rofum og stillitækjum, en á miðju gólfi gat að lita eitt feiknaferlíki sem þrykkti með
órofnu og háttbundnu tifhljóði orð og tölur á mjóa pappírsræmu, sem rann jafnt og viðstöðulaust út um rauf á
ófreskjunni. Aðeins einn maður sat þarna i salnum. Hann varð undrandi á svipinn, þegar hann leit Evu.
— Gott kvöld, Harry, varð Johnny að orði. Þú þekkir unnustu mína, er ekki svo? Ég ætla einungis að, sýna
henni heilann. Það á að vera i stakasta lagi.
— Mln vegna, svaraði Harry. Hef ekki séð hana. Þú faldir hana frammi á ganginum, skilurðu ...
— Ég skil, svaraði Johnny. Annars er ekki nein hætta á ferðum. Gamli maðurinn þrem klukkustundum á eftir
áætlun. Hefur nokkuð gerzt?
— Nei, nei. Heilinn jórtrar bara á þessum venju útskýringum og ályktunum, sem jafnvel herráðið sjálft gæti