Vikan - 21.12.1961, Blaðsíða 42
AMARO KARLMANNANÆRFÖTIN EIGA MIKLUM VINSÆLDUM
L AÐ FAGNA —“ENDA I SENN ÞÆGILEG OG ÓDÝB
ar hún vildi ekki einu sinni veita
honum tækifæri til að ræða mál
þeirra i einrúmi, hafði það fyrst
vakið með honum gremju, en síðan
hryggð, svo hann varð að fylgjast ná-
kvæmlega með sjálfum sér, svo hann
brotnaði ekki eða léti bugast. En hann
vissi engu að siður að örvæntingin
gróf um sig hið innra með honum,
enda þótt hann beitti öllum sínum
viljastyrk til að halda henni i skefj-
um.
Og þá sjaldan, sem hún svaraði
honum nú þegar hann hringdi, varð
hún honum sifellt meira framandi og
fjarlægari. Að vísu virtist það sem
hún sagði, ekki koma frá hjartanu,
en það var ekki nema eðiilegt fyrst
hún forðaðist á alian hátt að koma
tii dyranna eins og hún var klædd.
Hafði hann vaidið henni vonbrigð-
um? Eða var skýringin svo oíur ein-
föld, að honum hafði sézt yfir hana
__var hún komin i kynni við annan
mann? Einhvern, sem var frjáls að
sinu og gat boðið henni viðhlítandi
framtiðaröryggi. Það er aUtaf fram-
tiðarvonin, sem konur tvinna i til-
finningaþræði sína. Það er ekki nema
eðlilegt.
Væri þessi skýring rétt, bar hon-
um í rauninni að fagna Því. Hann
hafði þá ekki ósjálfrátt orðið tU þess
að vinna henni óbætanlegt tjón með
því að láta einlægustu og sönnustu
tilfinningar sinar ráða i samskiptum
þeirra. Þá mundi sár hennar lækn-
ast á eðlUegan hátt, hún mundi
gleyma honum og taka upp heilbrigt
samUf við þann mann, sem unnið
hafði ástir hennar, og var frjáls að
því að veita henni allt það, er hún
þráði.
Og hvað um sjálfan hann. Maður
þolir meira, en maður sjálfur hygg-
ur að óreyndu. Fyrr eða síðar finn-
ur maður eitthvað jákvætt i öUu,
sem fyrir mann kemur.
En lengi mundi baráttan standa
áður en honum tækist að losna við
Auglýsing h.f.
óskar viðskiptavintun sínum nær og fjær
gleðilegra jóla, góðs nýs árs með þökk fyrir
viðskiptin á gamla árinu.