Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 6
r
Englendingar og Skotar hafa
alltaf verið miklir farand-
menn, ekki aðeins á megin-
landi Evrópu heldur og í öðr-
um heimsálfum. Þar gerðust
þeir landnemar og reistu sitt
heimsveldi. Það var Skotinn
David Livingstone, sem fyrst-
nr manna kannaði myrkviði
Mið-Afríku og það var Eng-
lendingurinn Ewart Grogan,
sem fyrstur allra manna og
jafnvel hinn síðasti, fór fót-
gangandi um Afrfku endi-
langa, frá Góðravonarhöfða
til Kairo á Egyptalandi. —
Frá þessum sérkennilega Eng-
lendingi og hinu dæmafáa af-
reki hans og ævintýrum segir
John Hunter, en sjálfur hef-
ur Hunter dvalizt árum sam-
an í Afrfku við villidýraveið-
ar og sem leiðsögumaður
könnunarleiðangra. Frásögn
hans, sem hér er nokkuð
stytt, er tekin úr bók hans:
„Tales of African Frontier".
Einstætt og ótrúlegt afrek:
Dag nokkurn, veturinn 1899, l'ór Dunn kapteinn í brezka liernum,
en hann starfaði þá i Egyptalandi, í veiðiferð uppeftir Sobafljótinu,
sem rennur eftir syðri hluta Súdans. Um kvöldið áði hann á ftjóts-
bakkanum. í suðurátt var víðáttumikið landssvæði, scm aldrei hafði
verið kannað og því síður kortlagt, og enginn vissi til að nokkur
hvítur maður hefði farið um. Maður getur því gert sér í hugarlund
undrun Dunns þegar hann, næsta morgun, sá dálítinn hóp inn-
fæddra burðarmanna koma út úr frumskóginum skjögrandi og illa
til reika, grindhoraða og með sóttgljáa i augum — og fyrir þeiin
gekk ungur Englendingur með tóma pipu milli skorpnaðra varanna
og veiðibyssu um öxl. Andlit unga mannsins var stokkbólgið af biti
moskitóflugunnar, og svo ieit út fyrir, að annar handleggur hans
væri ónothæfur. Burðarmennirnir fleygðu sér á grúfu á fljótsbakk-
ann og bærðust ekki, en ungi maðurinn tók pípuna út úr sér og
hneigði sig hæversklega. Samtal unga mannsins og Dunns kapteins
hefur verið skráð. Það var eins og hér segir:
Dunn: „Góðan daginn, herra. Það gleður mig að kynnast yður“.
Ungi maðurinn: „Það gleður mig einnig að kynnast yður, herra.
Hafið þér veitt vel?“
Dunn: „Já, sæmilega. Má ég bjóða yður drykk? Þér hljótið að vera