Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 47
Blóm á heimilinu:
Nútímakonur njóta lífsins all-
an ársins hring, þær velja
CAMELÍA dömubindin.
Heildsölubirgðir:
EGGERT KRISTJÁNSSON.
an tiu“, svaraði Tony. „En það get
ég sagt þér, að einhvern grun hef
ég um að ég muni eiga eftir að sjá
eftir þessu ..."
„Hver veit það?“ varð Riff að orði.
„Hver veit nema þú finnir einmitt
það þarna á dansleiknum, sem þú ert
að leita að? Það er kominn tími
til þess, maður, að þú teygir aftur
úr skönkunum. Jæja, við sjáumst
klukkan tíu ...“ Frh. í næsta blaði.
Tannhvöss
tengdamamma
eftir Paul V. Michelsen.
Eins og sjá má á þessari teg-
und, geta jurtir frá heitu löndum
Afríku vaxið hér og þrifizt mjög
vel.
Algengust hér er Sanseveria
trifasciata, mjög einkennileg jurt
með upprétt, þykk og safarík,
sverðlaga blöð, dökkgræn að lit
með greinilegum gráhvitum þver-
rákum. Hin stinnu, uppréttu,
röndóttu blöð gera jurtina mjög
sérkennilega. Blöðin vaxa upp
af stuttum jarðstöngli, þétt,
mörg saman, og geta oft orðið
um eða yfir rnetri á hæð.
S. Laurentii hefur gular rend-
ur með blaðjöðrum og gerir það
plöntuna enn sérkennilegri og
fegurri. Þetta afbrigði er sjald-
gæfara og er seinlegra að fjölga
því. Blómin eru gráhvít og frem-
ur óásjáleg, mörg saman á löng-
um stöngli.
Sú tannlivassa er mjög þolin
sem stofuplanta og er ágæt i
sólarglugga, en þolir samt tölu-
verðan skugga, er sérlega góð
til samplöntunar í ker. Þolir vel
miðstöðvarhita og hið þurra loft
stofunnar.
Fjölgað með skiptingu rótar-
sprota, er koma af og til, einnig
má skera blöðin niður í 6—8 sm
búta, þurrka þá í nokkurn tíma
og láta þá svo i sendna mold,
og festa bútarnir þá rætur á
skömmum tíma, ef hlýtt er.
Moldarblöndu er bezt að hafa
úr mómylsnu, garð- og safnhauga
mold, gömlum húsdýraáburði og
vel af vikursandi.
Og muna svo að vökva ekki
oftar en nauðsyn krefur, en láta
ekki standa vatn lengi í blað-
slíðrunum, einkum ekki í kulda,
ennars er plantan ódrepandi og
dugleg er hún, eins og tengda-
mæður eiga að vera. ★
ÍBÚÐARHÓS
I
I
VERKSMl-D JU HUS
SAMKOMUWÚS
FRYSTIHÚS
Siiumgriá Ceiur
GEG/V HITA •
06 KULDA
+20°
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spðruðu eldsneytL Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem
unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun
notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lækjargötu . Hafnarfiröi . Sími 50975.
VIKAN 47