Vikan


Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 34
götur fjarri alfaraleið. Þeir sem þóttust verða fyrir áverkum af honum, og þeir voru æði margir, reynclu aö beita viÖ liann gömlu islenzku liúsráði: aÖ svipta hann lífshjörginni, en jiað stoöaði ekki neitt. Penni Þórhergs Þórðarsonar var vopn hans og verja, enginh gat látið hjá líöa aö lesa hann, and- stæöingar jafnt sem aÖdáendur. AÖ undanteknum örfáum árum, sem hann fékkst siðar viÖ .skólakennsht hefur hann starfað sem frjáls rit- höfundur æ síÖan, allt til þessa dags, og rit hans eril orðin mikil að voxtum. Bréf til Láru er orðið sígilt verk, óafmáanlegt úr islenzk- um bókmenntum, og þegar unga kynslóðin les það, getur hún ekki skilið þær deilur og öldur, er bók- in vakti forðuni á hinum lygna is- lenzka sæ. Það geta aðeins þeir skilið sem vorn ungir menn á þriðja áratug þessarar aldar. Bréf til Láru varð upphaf af miki- um og fjölskrúðugum rithöfundar- ferii. Þórbergur Þórðarson hefur hátt á fjórða áratug skrifað hverja bókina á fætur annarri og allar bera þær handbragð meistarans. Sjálfs- ævisaga hans um Reykjavíkurdvöl sína á árunum fyrir fyrri heims- styrjöldina er óbrotgjar.n minnis- varði um sjálfan hann og þá kyn- slóð, sem væri gleymd, ef Þórberg- ur hefði ekki skrifað um hana. Þeg- ar hann tók að skrifa hina miklu ævisögu Árna Þórarinssonar sögðu gárungarnir, að þar hefðu lagt sam- an lýgnasti maður íslands og trú- gjarnasti maður fslands. Þó er þessi ævisaga einstæð í sinni röð í bók- menntum vorum. Þegar hann hafði lokið við sögu þessa gamla prests, fór hann að skrifa um ævi hvitvoð- ungsins Helgu litlu, Sálminn um blómið, forkostulega historíu barns- sálar, og í ellinni er hann horfinn aftur til upphafs síns í Suðursveit, en bernskusögu sinni hefur Þór- bergur ekki enn lokið. Þórbergur stanzar á heilsubótar- göngunni og tekur kunningjann tali. Honum er mikið niðri fyrir: nú hefur hann á reiðum höndum sfð- ustu sönnunina um tilveru ann- ars lífs. Kunninginn hlustar á sög- una með athygli, yfirbugaður af krafti sannfæringarinnar, sem streymir frá þessum manni, svo hag- vönum á astralplani tilverunnar. Þá er tekið upp léttara hjal, talið berst að hinu jarðneska, heims- pólitíkinni. Þar er meistari Þór- bergur einnig öllum hnútum kunn- ugur. Þegar Helgu litlu var éinil sinni boðið i veizlu til forsætisráð- herrans, hneykslaði hún alla gestina með þessum orðum: „Ég er kommi eins og hann Sobbeggi afi!“ Þór- bergur Þórðarson var kallaður bolsi þegar hann gaf út Bréf til Láru. Nú er hann kallaður kommi, og þykir sómi að. Kunninginn minn- ir hann á ummæli rússncska menntamálaráðhcrrans, frú Fúrt- sevu, sem sagði að enginn gæti ver- ið kommúnisti, sem trúir á annað lif. Það skríkir dálitið i meistáran- um við þessa athugasemd. Hann hefur alla stund trúað bæði á jörð- ina og annað lif, og vill hvorugu bregðast. Höfuð hans hefur laugazt i Ijósi himnanna, en hann hefur einnig staðið báðum fótum á hinni fögru jörð. Honum þykir fáránlegt að eyða orðum að ummælum hinn- ar rússnesku konu, lítur á klukkuna, kveður i skyndi og gengur hröðum skrefum eftir Hringbrautinni, þvi að heima bíður Margrét með mat- inn, og Margrét verður vond, ef hádegismaturinn verður kaldur. ★ Heillum horfinn. Framhald af bls. 27. ettimynrd væri horfin. Hann reikaði um skuggalegar göturnar, og kreppti höndina um skammbyssuna í frakka- vasanum. Eftir örskamma stund myndi fyrsti þáttur ráðagerða hans hefjast. Hann nam staðar, bar sem gatan mjókkaði og gekk inn undir gamla bæjarhliðið. Hann leit á arm- bandsúrið, eins og hann hafði svo oft gert meðan á „æfingunum" stóð. Hann heyrði bessi venjulegu hvers- dagshljóð: suð frá rafmagnsrakvél í herbergi fyrir ofan blaðasölubúðina, fjarlægt skrölt í vöruflutningalest og hundgá einhvers staðar í nándinni. — Nú kemur hann, hvíslaði hann æstur. Allir könnuðust við skröltið í sorpvagni bæjarins. Hann hraðaði sér út á akbrautina beint undir bæjar- hliðinu. I huganum blessaði hann öfl slik fyrirtæki bæjarins fyrir frábæra stundvísi. Hann lyfti upp hendinni. — Stanzið! kallaði hann. — Nem- ið staðar! Hjálp! Klunnalegur vagninn nam staðar rétt hjá honum. Hann sá að bilstjór- inn varð stúrinn á svip og leit á dreng, sem sat hjá honum. — Hvað er eiginlega á seyði? kall- aði hann. Hann leit út fyrir að vfera ösku- vondur og til í allt, en Condor mátti engan tíma missa, og vildi forðast allt rifrildi. Auk bess gat. bað vakið at- hygli lögreglubjónanna, sem voru á verði, svo bað var hyggilegast að láta skammbyssuna eiga sig fyrst um sinn. Svipur hans lýsti miklum kvíða, beg- ar hann stökk upp á pallinn. — Það er viðvíkjandi systur minni . . . — Systur yðar? sagði bílstjórinn forviða. — Hvað er að henni? Condor leit bænaraugum á gamla manninn: — Hún er að deyja. Mig langar til að biðja yður um að gera mér bann greiða, að aka mér til sjúkrahússins. Það liggur á og ég rata ekki almennilega. Bílstjórinn virtist vera á báðum áttum. — En við erum einmitt að koma þaðan, sagði hann með gremju- hreim í hrjúfri röddinni. — Nú, er það? sagði Condor örviln- aður. — Setjizt bara inn, við höfum þó mannlegar tilfiningar, sagði bílstjór- inn vingjarnlega. Condor klifraði upp í bílstjóra- klefann. Þegar sorpvagninn ók af stað, sá hann að bílstjórinn athug- aði i laumi möguleika til að snúa við. Síðan ók hann að hliðargötu og nam staðar. Hnn sneri stýrinu eins og sá sem valdið hefir, en 5 sömu andrá beindi Condor skamm- byssunni að honum. — Látið bað vera að snúa við. Akið beint til listasafnsins! Hann heyrði undrunaróp þeirra beggja. Gamli maðurinn fölnaði, ungi maður- inn við hlið hans roðnaði. — Hvernig gátuð þér vitað, hvert við ætluðum? spurði gamli maðurinn hvumsa. — Ég hef gefið ykkur nánar gæt- ur í langan tíma, sagði Condor stutt- ur í spuna. — Reynið nú að komast eitthvað áfram. Meðan sorpvagninn skrölti eftir Listasafnsgölunni, varð honum hugs- að 1il Lolu, sem beið hans áreiðanlega mcð mikilli óþreyju. Hún stóð án efa við gluggann, sem sneri út að húsagarðinum, bar sem sorptunnurn- ar voru geymdar. Jafnskjótt og þeir kæmu bangað, myndi betta allt ganga eins og í sögu. Með Tinerettimynd- ina i fanginu, myndi hún stökkva niður í vagninn, þar sem lúgunni hefði verið ýtt upp. Síðan myndi Condor renna henni niður aftur, þá væri allt tilbúið, og Þau gætu haldið af stað til foringjans, sem beið þeirra i hraðskreyðum sportbíl, og ætlaði að aka þeim til strandarinnar. Hann "uindi fara um borð í vélbátinn, sem lá þar við hafnargarðinn, en Lola átti að verða eftir! Þessa stundina sat gcggjaðí auðkýfingurinn í Amster- dam sennilega og dreypti á viský með- an hartn beið bess að afhenda fjár- fúlguna fyrir Tinerettimálverkið. Condor var með ákafan hjartslátt, meðan sorpvagninn ók inn í húsagarð listasafnsins. Hann snaraðist út úr bilnum og miðaði skammbyssunni á mennina tvo. — Þið megið ekki hreyfa vélina, hrópaði hann. Og engin undanbrögð! Annars hleypi ég af. Hann heyrði að gluggi var opnaður, og þegar hann leit upp, sá hann Lolu, sem var þess albúin að stökkva nið- ur i vagninn, með málverkið. Condor kveikti í sígarettu, og lét loga það lengi á eldspýtunni, að stúlkan gat séð hvar hún átti að lenda. Hún tók stökkið og lenti. — Þetta tókst prýðilega, ástin mln! hvíslaði hann. — Þegar þessari stuttu ökuferð er lokið, verðum við orðin rík. Hann renndi lúgunni niður. Þeg- ar hann klifraði aftur inn í bíl- stjóraklefann, starði bílstjórinn á hann óttasleginn. — Hvert eigum við nú að fara? spurði hann taugaóstyrkur. —- Til öskuhauganna, en hafið hrað- ann á! Bílstjórinn hristi höfuðið. — Við megum ekki fara upp fyrir 40, með- an bíllinn er hlaðinn. Condor brosti háðslega, og miðaði skammbyssunni á unga aðstoðar- manninn. — Þá er vist bezt að reyna að losa sig við eitthvað af þvi, sagði hann. — Nei! sagði bílstjórinn og leit á unga manninn, sem skalf af hræðslu. — Þetta megið þér ekki gera! — Reyndu þá að komast eithvað á- fram, gamli aulabárðurinn þinn. Hann sá hraðamælinn nálgast 60 og 70. Vagninn skókst og skrönglaðist áfram, eins og hann væri að liðast I sundur við þennan ofsahraða. Það rikti fjand- samleg þögn i bílstjóraklefanum, en allt í einu sýndist Condor votta fyrir brosi á andliti bílstjórans, en hann sagði við sjálfan sig að sér hlyti að hafa skjátlazt. Hann hafði sjálfur öll trompin á hendinni, fyrst og fremst trompásinn, sem Lola geymdi. Vagn- inn nálgaðist nú krossgöturnar við aðalstrætið. Condor sá glytta á hvita hanzka umferðarlögregluþjónanna. Hann sneri sér að bílstjóranum, og sagði ógnandi: — Ef þú hagar þér ekki í einu og öllu eftir minum fyrirmælum, máttu búast við því að fá örorkustyrk! Það kom fát á bílstjórann, en hann svar- aði engu. Samt hafði Condor það ennþá á tilfinningunni, að bros léki um varir hans. I sama bili hvað við ofsafengið angistaróp, og Condor gerði sér ekki strax.grein fyrir því, hvaðan það kom, en svo uppgötvaði hann sér til mikillar skelfingar, að það var Lo- la, sem æpti. Öpið yfirgnæfði skarkal- ann frá umferðinni, og fór áreiðan- lega ekki fram hjá neinum þeirra, sem sátu í langri bifreiðarlestinni og biðu cftir stæði. Hún lamdi af alefli i málmþakið. — Opnið! skrækti hún. — Ég vii komast út! Condor var altekinn skelfingu. Hann sá að bílstjórinn og drengurinn störðu með eftirvæntingu á lögreglu- þjóninn, sem kom í áttina að vagn- inum, þaðan sem hljóðin bárust. — Nú er að duga eða drepast! hugs- aði Condor örvilnaður. Þetta var hvorki staður né stund til að skipta sér af móðursjúkri stelpu. Hann opn- aði dyrnar og ætlaði að reyna að komast undan sem fyrst, en á meðan hafði lögregluþjónninn ýtt upp lúg- unni og starði sem steini lostinn á Lolu, sem hélt hinni ódauðlegu mynd Tinerettis í titrandi höndum. 34 TIEAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.