Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 19
Bók viknnnar:
... ef að er gáð
Grétar Fells, Það er svo
margt ... 1. bindi. Bóka-
útgáfan Skuggsjá, 1961. —
Prentsmiðja Guðmundar
Jóhannssonar.
Grétar Fells hefur sérstöðu um
margt í hópi íslenzkra rithöfunda.
Hann nýtur nicðal annars þeirra
sérréttinda að þeir, sem þykjast
vera hugsandi menn, vitrir menn
eða menntamenn, vilja ekki á hann
lilýða eSa lesa neitt eftir liann. Til
þess eru margar ástœSur og allar
góSar og gildar, en fyrst og fremst
sú gæfa hans, að hann hefur aldrei
komizt í tízku. Aðrir kunna hins
vegar vel að meta hann, bæði sem
rithöfund og fyrirlesara — þeir
sem eru, en þykjast ekki vera. Þar
með er ekki sagt að þeir séu hon-
um sammála um allt, enda er það
ekki neinn hallelújahópur. ÞaS er
iika gæfa Grétar Fells, að slíkan
söfnuð hefur hann aldrei eignazt.
Bók þessi hefur að geyma alls
þrjátíu erindi. Sum þeirra hefur
höfundur flutt í útvarp, önnur birzt
í Ganglera, tímariti Guðspekifélags
íslands, en hann var áður forseti
þess félags um áratuga skeið. Erindi
þessi eru fjölbreytt að efni til, því
að það er eitt sérkenni höfundar,
að ekkert mannlegt er honum óvið-
komandi. Öll eru þó erindin þann-
ig gerð, að þau hljóta að vekja les-
andann til umhugsunar, enda hefur
höfundur þann háttinn á, að hann
ræðir hvert mál, gerir grein fyrir
sjónarmiði sínu með ljósum rökum,
en fullyrðir aldrei neitt; útilokar
aldrei sjónarmið annarra. Hann flyt-
ur mál sitt öfgalaust, en af gerhygli
og festu, og forðast að kveða upp
dóm; það lætur hann lesandanum
eftir.
Heiti erindanna gefa nokkuð til
kynna fjölbreytni þeirra viðfangs-
efna, sem höfundur tekur til með-
ferðar. Er Guð til? „Meistararnir og
vegurinn", Örlög (athafnalögmálið),
Kahlil Giijran, Lögmál hringsins
(endurholdgun), Trúarbrögð nátt-
úrunnar, Trú og guðspeki, Niður
með vopnin, Kirkja og kristindóm-
ur, Pythagoras, Draumar, Guðshug-
mynd guðspekinnar, Hatha Yoga,
Ralph Waldo Emerson, Tagore og
skóli hans „Santiniketan", Hvað er
„heilagt lif“ ?, Silkiþráðurinn, Sam-
bandsmálið, Bókstafurinn og and-
inn, Dulfræði og dulspeki, Undir
austrænni sól, „Gyðingurinn gang-
andi“, Gríman, Eigum vér að biðja?
Hvernig urðu trúarbrögðin til?, Fé-
lagsþroski, Austanvindar og vestan,
Vigsla dauðans, Nakti sendiherrann.
Enginn dómur skal hér lagður
á sjónarmið höfundar, heldur hafð-
ur þar hans eigin háttur á, að láta
öðrum eftir að dæma. En bjartsýnn
hlýtur sá að vera, sem tckur að sér
útgáfu á bók sem þessari, og þó
fyrst og fremst sterktrúaður á hug-
arþroska mánna. Færi og sannar-
lega betur að lionum yrði að trú
sinni.
Loftur Guðmundsson.
eftir C. W. CERAM
dýrmæt
fermingar
gjoí
GRtflR OG
GRÓHÍR RÚSTIR
„Þetta er með afbrigðum fróðleg og
skemmtileg bók. Enda þótt hún sé
vafalaust vísindalega ábyggileg, þá hef-
ur hún það sér til ágætis að öllum al-
menningi er auðvelt að tileinka sér
hana. Á kápu segir að þetta sé ný tegund bóka, sem sé myndabók til að
lesa. Og í henni eru hvorki meira né minna en 326 myndir, og af þeim 16
litprentaðar heilsíðumyndir. Það gefttr auðvitað bókinni sérstætt gildi, því
að hún fjallar um hluti sem erfitt er að gera sér grein fyrir af frásögn
einni saman ... Auk þess gífurlega fróðleiks sem bókin hefur að færa, er
hun skrautverk sem prýði er að á hverju heimili.“
Kristmann Guðmundsson (Morgunblaðinu 5. maí 1960).
BÖKIN ER 360 BLAÐSÍÐUR, 17x23 CM OG KOSTAR KR. 380.00 I.B.
SKOÐIÐ EINTAK AF BÓKINNI HJÁ BÓKSALA YÐAR.