Vikan


Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 25
Á forsíðu Vikunnar rennur Bryndís Schram ljúflega í splitt eins og ekkert sé auðveldara og sjálfsagðara. Dansherra hennar er Jón Valgeir Stefánsson, sem verið hefur atvinnu- dansari í Kaupmannahöfn og rak dansskóla hér í Reykjavík í fyrravetur ásamt Eddu Scheving. Jón hefur dansað frá blautu T>arnsbeini og er bæði þjálfaður og mjög glæsilegur dansari. Bryndís varð íslenzk fegurðardrottning fyrir fimm árum og hún er vafalaust bezta balletdansmær okkar um þessar mundir. Búningarnir eru fengnir að láni frá Kaup- mannahöfn eins og allir aðrir búningar í söngleiknum. Myndirnar til hægri sýna erfið augnablik, þegar herrarnir svipta dömunum upp og halda þeim á beinum handleggjum. Tíu tugir leikara, söngvara og dansara r • *C • r a sviði i Þjóðleik- húsinu Nú hefur My Fair Lady verið sýnd í nokkur skipti á sviði Þjóð- leikhússins. Söngleikurinn sjálfur, hin glæsta umgjörð hans, andi G. B. Shaw á bak við verkið og heillandi fögur sönglög hafa hrifið leikhúsgesti hér eins og hvarvetna ananrs staðar, þar sem þessi ágæti söngleikur hefur verið sýndur. En fegurð dansanna og fimi dansfólksins hefur þó ekki hvað sízt vakið athygli og þætti gott efni í sýningu þótt ekki væri hægt að bjóða upp á annað. Það er nú búið að birta svo mikið niyndum af aðalpresónum þessa söngleiks, að varla er á bætandi í bili, en Vikan dregur tjaldið frá enn einu sinni þar sem dansararnir standa einir á sviðinu. DÁTT STÍGINN DANSINN Það er engin smávegis íþrótt að dansa í My Fair Lady. Til þess þarf gífurlega æfingu, fimi og öryggi. Það varð að leita fanga í nágrannalöndunum, því æfðir dansarar eru ekki á hverju strái á íslandi. Það voru þó eingöngu karlmenn, sem sóttir voru út fyrir pollinn; allar stúlk- urnar eru íslenzkar og þær hafa vissulega náð skemmti- legum tökum á þcssari erfiðu kúnst. Að ofan lætur Bryndís Schram síðpilsin sviftast, en að neðan eru allir dansararnir á brún sviðsins í Þjóðleikhúsinu og dansa eitthvað sem líkist Can Can, en er þó ekki sá dans að því er Bidsted sagði. Erik Bidsted var fenginn til þess að k'-æfa dansana í My Fair Lady og raun- - ar gerði hann meira en æfa þá: Hann Cjhefur sjálfur samið þessa dansa og 'fært þá upp í Danmörku, Þýzkalandi og hér. Hér sjáuiu við Bidsted á æf- ingu nokkru fyrir frumsýningu, en dansararnir að baki eru þau hin sömu og á forsíðunni. U

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.