Vikan


Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 39
KLUEBURINN í>«6 e? bægflegl «6 ‘avflasí «16 logaxta frá arineldinwro Eit það er vfðar eldnr í Klúbbnnm - f æðnn VeriSS vdkominL yæru algerlega ófærir. Þrátt fyrir það datt þeim Grogan og Sbarp alls ekki i hug a'ð gefast upp. Þeim var sagt, að i fjöllunum væru engin villidýr og þess vegna urðu þeir nxi að auka byrðar burðarmann- anna með matvæium til iangrar gðngu. Þeir róðu sér nú 130 nýja burðarmenn. Ailir litu þeir út að vera villtir og ungu mönnunum varð ljóst, að þeir yrðu sannarlega að vera á verði. Þeir völdu tiu wata- tonga-burðarmenn til þess að vera nokkurs konar eftirlitsmenn með burðarmönnunum — og svo var lagt af stað. En erfiðleikarnir létu ekki á sér standa. ískalt var um nætur og burðarmennirnir, sem vanizt höfðu vifi hlýindi siéttulands- ins, sátu umbverfis bálin á næturn- ar og hríðskulfu. Þetta kom sérstak- lega niður á watatongunum. Dag einn komst leiðangurinn i skarð eitt í 7000 feta hæð, og næsta morgun voru tveir watatongar horfnir. Þetta var tilfinanlegt tap fyrir Grog- an og Sbarp, þvi að þeir böfðu litið á watatongana sem nokkurs konar liðsforingja sína i ieiðangrinum. Veðrið fór æ versnandi. ísköid þoka var á fjöilunum og döggin sat þung á runnunum. Eftir fáar minút- ur voru þeir allir orðnir rennvotir. Venjulega létti þokunni ekki fyrr en seinni hluta dagsins og þannig urðu þeir aldrei alveg þurrir. Moski- toflugurnar höfðu sótt fast að Sharp og andlit hans var orðið stokkbótg- i» af biti þeirra. Hendur hans voru og orðnar svo bólgnar, að þær voru honum næstum ónýtar. Bæði hann og Grogan fengu hvert hitakastið á fætur ððru og gátu ekki losnað við sóttina vegna vætunnar og kuldans. ÞaS bættist og við, að allir watatong- arnir, sem höfðu verið eftirlitsmenn voru nú hlaupnir. Nú urðu þeir fé- lagarnir að nema staðar. Sharp lagð- ist i hitabeltissjúkdómi og Grogan var næstum þvf meðvitundarlaus af malariu. Hann hafði fjörutiu stiga hita. Þeir hjálpuðu hvor öðrum eins vel og þeir gátu og loksins tókst þeim að komast yfir fyrstu fjait- garðnna. Þeir komu þá niður f lit- inn dal. En framundan lágu aðrir fjailgarðar, sem virtust himinháir. f dalnum rákust þeir á lítið þorp. Þegar þeir náiguðust þorpið fiýðu allir burðarmennirnir frá Uiiji og eftir voru aðeins fjórir watatongar. Þeir bviidu sig vikum saman i borp- inu. „Ég er mjög anmtir“ segir Grog- an f dagbók sinni, og Sharp var litlu betri. S'amt gat hann hjúkrað félaga sinum. Framundan var at- gjörlega óþekkt land. Það fvrsta sem þcir mundu fara.um. þar sem enginn hvftur maður hafði komið. Grogan segir enn i daghók sinni: „Og hérna ligg ég að dauða kom- inn og ferðin er f raun og veru alls ekki nema á byrjunarstigi. Allt hið ókunna er framundan.“ — Dögum saman lá hann f rúmi sinu og horfði tipp til fjallanna, sem hann ætlaði að fara yfir. Þarna lá hann og starði á stórkostiegasta landslag sem fyrir finnst i allri Afrfku. Hinum megin við þessi miklu fjöll var Kiwu- vatnið mikia, sem nokkrir landkönn- uðir, sem komið höfðu frá austur- ströndinni, höfðu sagt frá og þar skammt frá voru eldfjöllin. Hvort hægt væri að komast til Kiwu frá suðri var alls ekki hægt að fullyrða neitt um. Grogan fékk ekki heilsuna aft- ur eins fljótt og hann hafði von- að. Hið mengaða heita loftslag i dalnum jók á hitasóttina. Að lokum urðu þeir félagamir ásáttir um. að freista hess að komnsf upp f hæð- irnar og gerðu beir það i von um. að þnr vrði loftslagið beilnæmarn og Grogan myndi aftnr styrkjast. Hann var of lasburða til þess að bann gæti gepgið og bess vegna varð að bera hann á hörum. Nú réðu beir sér nýja burðarmenn og sfðan lögðu beir af stnð bvert yfir dalinn og stefndu til hæðanna. Ég efast um að nokkurt land i heimi hafi upp á eins mikla marg- breytni aIð bjóða f landslagi og Afrfka. f Mið-Afriku er hitabeltis- loftslag. en á hálendinu getur mað- ur gepgið dögnm sarn.nn gegnum skóga, sem eru nákvæmlega eins og skógarnir i Noregi og Kanada. Allt f einu kemur rnaður svo niður i dal bar sem eru pálmar og laufkof- nr og bar eru fflar og i fljótuntim krókódflar. Næsta dag er maður kannski staddur i eyðimörk þar sem ckkert kvikt fyrirfinnst nema kann- ski einmana skordýr. Um kvöldið fer maður um landslag, sem minnir á England. Þar eru grösugar brekk- ur og balar og lækir og ár renna lygn sina leið. Og svo fer maður um fúamýrar þar sem moskitóflug- an rikir i allri sinni óhugnanle.gu mergð og flóðhestaöskur heyrast f fjarska. Svona er Afrika. Á næstu vikum brutust þeir Grog- an og Sharp um þessi furðulönd. Dag einn sáu þeir í fyrsta sinn fil. Grogan reis upp og skjögraði í átt- ina til hans, en fíllinn lagði á flótta. Næst komust þeir i þéttbýlan dal. Miklar hjarðir af nautgripum voru dreifðar um hliðarnar, en nakin börn gætfu þeirra og þau voru svo smávaxin að þau gátu gengið upp- rétt undir kvið dýranna. f dalnum voru bananaakrar. Konurnar voru naktar að beltisstað og unnu á ökr- um þar sem þær ræktuðu baunir og ertur. Og loksins lcomust þeir fé- lagarnir að Kiwu-vatninu. Nokkru áður en þeir komu að þvi, kom Ngensi, konungur á þessum slóðum, á móti þeim og fylgdi þeim á leið ásamt fylgdarliði sínu. Með þessu vildi konungurinn sýna þeim vin- semd sína. Þegar konungurinn hafði kvatt þá félaga, fóru þeir að at- huga föggur sfnar og komust þá að þvi, að kóngur hafði sannarlega látið greipar sópa. Næstum allur fatnaður þeirra var horfinn, en það sem þeim fannst verst, var að mæl- ingatæki þeirra og myndavélar voru líka á bak og burt. Þcir höfðu tekið margar myndir og gert marg- vislegar mælingar. Allar myndaplöt- urnar voru horfnar. Konungur hafði i einfeldni sinni ekki reynt að flýta för sinni frá þeim, ef til vill hefur hann vonað að hann inundi ná i meira. Englendingarnir tveir sögðu honum frá missi sinum og lýstu fyr- ir honum hversu dýrmætar þessar eigur þeirra væru. En kóngurinn hristi aðeins liöfuðið og sagði sorg- mæddur: „Já, það eru margir slæm- ir menn til í þessu landi“. — Grog- an og Sharp höfðu orðið fyrir miklu tjóni, en þeir voru ekki á því að gefast upp. Allt í einu var tveimur byssuhlaupum beint að hans hátign. Og áður en kóngur hafði áttað sig var búið að koma honum inn i Framh. á bls. 42. viKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.