Vikan


Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 35

Vikan - 22.03.1962, Blaðsíða 35
— Heyrðu góöi, kallaði bilstjórlnn. — Ég er hérna með sjálfan höfuð- paurinn. Condor kenndi nístandi sársauka, begar stór hönd mannsins greip um eyra hans, en sársaukinn komst þó ekki í hálfkvisti við þá undrun, sem óp Liolu höfðu vakið hjá honum. Augnabliki síöar stóð hann á gang- séttinni, og úlnliðir hans og Lolu voru hlekkjaðir saman með hand- járnum. Hún var sannkölluð hryggð- armynd, og stakk mjög í stúf við kampakáta sorphreinsarana. ’— Þú ert nú meira flónið, Lola, hvæsti hann. — Þessi óp þín verða okkur dýrkeypt. Hvers vegna í ó- sköpunum . .. ? —Þetta er yður sjálfum að kenna, en ekki stúlkunni, sagði bilstjórinn, sem var að vefja sér sígarettu. — Ef yður hefði ekki legið svo óskap- lega mikið á, má vera að þér hefðuð ' komizt undan. Condor leit undrandi á gamla manninn, sem skýrði málið fúslega fyrir honum: — Nýija sjúkrahúsálman verður tekin til afnota í dag. Þess vegna var sorpvagninn fullur af ónýtu dóti frá gömlu byggingunni. Til að byrja með lá stúlkan á hrúgu af gömlum dýnum, en þegar við jukum hrað- ann, komst dótið á hreyfingu, og það, sem lá neðst, varð efst. Condor sá að sorphreinsarinn og lögregluþjónninn gáfu hvor öðrum kankvist augnaráð, og í sömu and- ránni var honum og Lolu ýtt að vagninum. — Ég vissi að þetta málverk myndi verða okkur til ófarnaðar, snökkti Lola æst. Og Condor skildi hvað hún átti við, þegar hann sá hvað lög- regluþjónninn tók út úr sorpvagn- inum. — Þetta eru beinagrindur, sem voru notaðar við kennslu, sagði hann brosandi. Nú hefir sjúkrahúsið feng- ið nýjar, svo að þessum var fleygt. Hann handlék gulleit beinin stundar- korn, og veifaði um leið í lögreglu- bíl, sem kom að og nam staðar við gangstéttina. — Ég ætla að biðja þig um að fjarlægja þessa tvo listmuni fyrir mig, sagði hann við starfsbróður sinn I lögreglubílnum. Þeir verða geymdir á kostnað rikisins fyrst um sinn! ★ Peningar Vaskos. Framhald al' bls. 11. Hann stundi og kvalakippir fóru um líkama hans. Andartaki síðar var liann meðvitundarlaus aftur. Sem betur fór, hugsaði ég. DAGINN eftir beið ég þess að heyra kallað á hann með nafni, með engu minni skelfingu en ég mætti búast við því, að vera sjálfur leiddur út og pyndaður. Tíminn, sem hann var í burtu, var mér sem eilifð. Og þannig var það næstu dagana. Svo vörpuðu þeir honum inn í klefann aftur og hann hneig niður á gólfið. Ég reyndi að hjúkra honum eftir föngum. Á stundum fann ég þef sótthreinsunarlyfja af sárum hans, og Vasco sagði mér að þeir dældu einnig einhverjum lyfjum i blóðið. Menn Ramos vildu halda í honum líftórunni sem lengst í von um að hann léti sig fyrr eða siðar og segði til penniganna. Loks höfðu þeir þjarmað svo að honum, að hann var hættur að finna til, er þeir börðu hann og misþyrmdu honum. Þegar hann var orðinn svo máttfarinn, atð hann mátti ekki mæla, var hann fluttur í sjúkrahús, þar sem honum var hjúkrað af sömu nákvæmni og alúð og hann væri ástríkur faðir lækn- anna, og þeir vildu því gera allt sem í þeirra valdi stæði til að lengja líf hans, þótt ekki væri nema um nokkra daga. Raunar vissi ég ekk- ert um það fyrr en hann var leidd- ur inn í klefann aftur. Ég hafði talið vist að hann væri dauður, hefði látizt í höndum þeirra ai' misþyrm- ingunum, þvi að þeir höfðu leitt hann út eins og venjulega, og marga sólarhringa sat ég einn eftir i myrkrinu. Eða — að þeim hefði loks tekizt að pynda hann til sagna. Tvisvar á dag var pjáturdiskin- um ýtt undir hurðina inn til mín, með dálitlum skammti af köldum hrísgrjónum, þurru brauði og vatns- sopa i krús — ég segi tvisvar á dag, því að þetta voru mér einu eyktarmörkin i myrkrinu, þar sem annars varð ekki greindur neinn munur dags og nætur, og sjálfum var mér horfin öll minnisskynjun svo gersamlega, að ég gat ekki einu sinni munað lengur ilminn af likama minnar ungu og ástkæru eiginkonu og mynd hennar var sokkin i hyl hins órofna svartnættis í klefanum. Og þannig var það unz ég átti Franc- isco Vasco það að þakka, að ég var loks látinn laus aftur og gat hald- ið leiðar minnar út í sólskinið — út í heiminn, þar sem klukka og dagatal markaði áfangana í lifi manna og samskiptum. Ef það væri ekki sagan af Franc- isco Vasco, sem ég vil leggja meg- ináherzlu á, mundi ég geta sagt margt af líðan minni, þessa sólar- hringa, sem hann var fjarverandi. Hvernig ég lilustaði og hlustaði eft- ir einhverjum ómi af mannlegri rödd þar sem ekki var um neina rödd að ræða; hvernig ég reyndi að riíja upp fyrir mér letur á pappirsblaði, ilminn af ávöxtum . . . Þó var þráin eftir Vasco öllu yfir- sterkari. Þráin eftir að heyra rödd hans — en þó ef til vill fyrst og fremst þráin eftir að mega hjúkra honum og lina þjáningar hans, og halda þannig inínum eigin þján- ingum í skefjum. Meðan hann var burlu, var mér því næsl ógerlegt að verjast þeirri kennd, að ég væri aleinn éftir á jörðinni. Til þess að halda sturluninni frá mér, gekk ég tímunum saman hring eftir hring í klefanum og strauk lófanum við hrjúfa grjótveggina, knúinn ótta við ógn myrkursins og tómsins, eins og blindur maður i borgarumferð. Ég svaf þegar þeir leiddu Vasco aflur inn i klefann. Vitanlega vakti hann mig ekki. En þegar hann heyrði að ég rumskaði, ávarpaði hann mig. „Alberto . . .?“ Ég settist upp. „Don Francisco?“ Já“. ”Guði sé lof . . . “ „Það liggur öllu nær að þakka .Tosé Ramos. Hann hefur séð mér fyrir hinni beztu hjúkrun, sem hugs- azl getur“. Ég gekk til hans og við féllumst í faðma. „Hefurðu þá sagt þeim lil pen- inganna?“ spurði ég. „Það er ekki til neins að segja ...“ „Don Francisco", mælti ég. „Gerðu það fyrir min orð að segja þeim til peninganna áður en þeir drepa þig“. Vasco klappaði mér á öxlina. „Hví skyldu þeir, Alberto minn, nenna að drepa gamalmenni eins og mig fyrir slíkt smáræði?" í sjúkrahúsinu hafði hann öðlazt aftur þrek sitt til að hlægja að mönnum Ramos, þessum lágværa, reynsluþrungna hlátri, sem ég kann- aðist svo vel við. Við minntumst ekki á pyndingar eða peninga það sem eftir var kvöldsins. Þess i stað sagði Vasco mér af afa sínum, sem verið hafði ánauðugur þræll í Ara- bíu. Loks fórum við að sofa og vökn- uðum ekki fyrr en hinn ósýnilegi fangavörður kallaði i myrkrinu: „Francisco Vasco!“ ,,.Tá“, svaraði Vasco. Og enn leiddu þeir hann á brott. DAG nokkurn gerðist svo það, að hinn ósýnilegi fangavörður kallaði á mig en ekki Vasco, þegar klefa- hurðin opnaðist. Einhvern veginn tókst mér að svara, rísa á fætur og ganga út úr klefanum. Þeir bundu fyrir augu mér, tóku sinn undir hvorn arm mér og leiddu mig um langa ganga. Loks var ég leiddur inn i herbergi og til sætis í stól. Ég fann að bind- ið vra leyst frá augum mínum og bjó mig undir að hinu ofurbjarta ljósi yrði að þeim heint. Þess í stað varð ég þess var, að ég sat inni í rökkvaðri skrifstofu, því að tjöld voru dregin fyrir glugga þótt dags- birta væri úti fyrir, og sólargeisl- arnir, sem smugu undir tjöldin, skinu á gólfinu eins og bráðið gull. Þetta var að öllu leyti hversdags- leg skrifstofa, látlaus, skrifborð, nokkrir stólar og skjalaskápur. Lit- irnir, dökkbrúnir og daufgrænir, sem ég sé daglega fyrir augum mér nú, án þess að verða þeirra hið minnsta var, voru mér óþægilega bjartir — það var sem af þeim stæði Paradisarljómi. Á veggnum hékk stór mynd af José Ramos. Og undir þeirri mynd sat foringinn, sem hafði tekið mig höndum, Julio, æskuvinur minn. „Gott kvöld, Alberto", sagði Julio. „Gott kvöld, Julio. Ég hélt hálfl í hvoru að þú hefðir ekki borið kennsl á mig, þegar fundum okkar bar saman um daginn". Julio hló, og það skein i mjalla- hvitar tennur hans við sólbrúnt hörundið. Hann hafði aldrei litið eins vel út. Hann bar glæsilegan einkennisbúning, húfan hans lá á borðinu og hjá henni silfurbúinn sproti. Julio opnaði skrín með dýr- um Havannavindlingum og bauð mér og af vana rétti ég fram hönd- ina — en um leið varð mér Ijóst hvilíkar andstæður við vorum, ég og hinn glæsilegi foringi, svo ég hand- aði hendinni til merkis um að ég þægi ekki boðið. Mig langaði ekki til þess að Julio gæti hælzt um í huganum, þegar liann rifjaði upp fyrir sér í endurminningunni mynd- ina af mér, skeggjuðum og tötrum búnum — með dýran Havanna- vindling milli varanna. Julio virtist undrandi. „Ekki það?“ ,jÉg er orðinn slíku afvanur", svaraði ég. Julio brosti og kveikti sér sjálf- ur i vindli. „Ég get fært þér fréttir af fjölskyldu þinni“, sagði hann. „Foreldrum þinum liður vel. Bróð- ir þinn og Martin hafa flúið land“. Hann þagnaði og sló öskuna af vindlinum. Mér var farið að líða betur í augunum, svo ég gat greint umhverfið betur; einnig sjálfs- ánægjubrosið á vörum Julio. Ég vissi hverrar spurningar hann beið af minnar hálfu, og ég leyfði hon- um að njóta þess að ég lítillækkaði mig svolítið frammi fyrir honum. „Þú hefur lika frétt af Feliciu konu minni?“ „Feliciu, jú. Hún er fegurri en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir það, að hún hefur átt við nokkra örðug- leika að striða". Og Julio brosti til mín. „Þú ert hamingjusamur mað- ur, Alberto, að eiga slíka konu. Hún hefur neitað allri aðstoð frá gömlum vinum, eins og mér, en aft- ur á móti hefur hún selt mikið af fötum sínum, skartgripum og öðr- um verðmætum til þess að geta séð börnunum fyrir mat og húsaskjóli". „Ég hef alltaf gert mér fulla grein fyrir þeirri hamingju minni“. „Já“, svaraði Julio, „já, auðvitað". Og hann tók á sig svip og látbragð VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.